Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.03.1927, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.03.1927, Blaðsíða 2
62 B JARMÍ hjeldu áfram, með hvíldum, um 250 ár; þá var alt gert, sem hugsanlegt var, til þess að útrýma kristindóm- inum; tugir þúsunda kristinna manna voru líflátnir, kirkjur rifnar niður og bækur brendar. En það kom fyrir ekki; því meir sem guðsriki var ofsótt, þess meir breiddist það út; blóð pislarvottanna varð útsæði kirkj- unnar; það var svo mikið lifsafl í þessu frækorni, að það var ómögu- legt að drepa það: »Þaö nístist af frosti, það funaði’ af glóð, en frjóvgaður vísir pó óskemdur stóð«. Loksins, snemma á 4. öld, hættu ofsóknirnar, eða urðu vægari og sjald- gæfari. Á þeim friðartimum breiddist kristin kirkja út um löndin, »Og frækornið smáa varð feiknastórt trje, þar fá mátti lífsins i stormunum lilje; það breiddi sitt lim yfir lönd, yfir höf, á lifenda bústað, á dáinna gröf«. Boðskapur Jesú Krists lagði þjóð- irnar undir sig, hverja á fætur ann- ari. Og nú eru þeir, sem játa trú á hann meir en 550 miljónir manna, dreifðir um öll lönd jarðarinnar. Og hvilik blessun fyrir þessar milj- ónir að hafa fundið skjól undir grein- um trjesins! Hve óumræðilega miklu góðu hefir ekki hin kristna menning komið til leiðarl Hjá hverri þjóð, sem kristindómurinn hefir fengið að festa rætur, hefir smám saman horfið eða minkað grimd og mann- úðarleysi, og svo margt, sem böli og sársauka hehr valdið. Konan er þar ekki lengur rjettlaus ambátt manns- ins; börnunum er kent að þekkja föður sinn á himnum og ýms nyt- samleg fræði; fjölkvæni er numið úr lögum; sjúkum og gamalmennum, sem áður var ekkert hirt um, er hjúkrað. Öll þau góðu frækorn, sem til voru í þjóðlífinu, en voru áður hulin undir grimdinni og siðleysinu, eins og lifnuðu við og fóru að vaxa og bera ávöxt; þjóðlífið umskapaðist. Það er raunalegt til þess að hugsa, með hve miklu skilningsleysi sumir góðir menn i kristnum löndum geta talað um kristniboðið meðal heið- ingja. Þeir telja það óþarft og jafnvel bera vott um trúarhroka kristinna manna, að þeir skuli telja sína trú betri en átrúnað ókristinna manna. Slikt tal getur ekki af öðru komið, en þekkingarleysi. Því til eru margir vitnisburöir áreiðanlegra manna, sem sjálfir hafa ferðast meðal kristinna trúboðsstöðva og kynt sjer árangur- inn af kristniboðinu, og þeir eru ekki í neinum efa um það, að hann hefir verið bæði mikill og blessunarrfkur. Þess vegna er það ekki ofsagt, að: »í skjóli þess þjóðirnar þreyta sitt skeiö og þreyttur fær hressing á erfiðri leið; í skjóli þess hrakinn og vesall fær vörn, þar velja sjer athvarf hin saklausu börn«, En það er langt frá því, að fagn- aðarerindinu sje þakkað alt þetta góða, sem af því hefir leitt. Mörgum er illa við það, — af því að í því felst dómur yfir mannlegri synd, og það gerir kröfur, sem koma í bága við löngun holds og blóðs. Menn ráð- ast á sannindi þess í ræðu og riti; menn lítilsvirða og ofsækja þá, sem halda einarðlega fram kenningum þess og koma við kaunin. — En þessar ofsóknir vinna ekki á, fremur en hinar fyrri; því meir sem reynt er að granda ríki Guðs, þess meir vex kærleikur vina þess, og þeir taka enn betur höndum saman um að greiða götu þess. Ofsóknir verða því altaf til góðs: »í*að vantar ei enn þá hin isköldu jel og orma, sem vilja þess rót naga’ í hel; en hvernig sem fella það farið er að, þeir fá því ei grandað nje eyðilagt það«.—

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.