Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.03.1927, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.03.1927, Blaðsíða 3
B J A R M í 63 »Pað blómgast og vex og æ blómlegra rís, i beiskjandi hita, i nístandi is«; Hvaða kraftur er það, sem varð- veitir það? Hvað er lífið í því, svo sterkt, að engin öfi dauðans fá unnið bug á því? Það er hann sjálfur, sem gróðursetti það; bann er líf þess; svo lengi sem trúin á hann er lifandi i kirkjunni, geta hlið heljar ekki á henni sigrast: »af lausnarans blóði pað frjóvgaðist fyrst, pann frjóvgunarkraft eigi getur pað mist«. Og hvað liður framtíð þess? Um það getum við best gert okkur hug- mynd, ef við gætum að því, sem er að gerast úti i heiðingjalöndum. Þar eru kristniboðar að starfa, svo tugum þúsunda skiftir; þeir leggja á sig alls konar þrautir og erfiðleika; aldrei hefir verið unnið þar af meira kappi en nú — og aldrei með meiri árangri; hver eftir annan beygja einstaklingar og þjóðflokkar knje fyrir hinum lif- anda Guði og þiggja í trú á hinn krossfesta og npprisna frelsara Jesú Krist eilífa lifið af hendi hans. Þess vegna má með sanni segja um Guðs ríkið: »Frá heimskauti einu til annars pað nær, pótt önnur trje falli, pá sífelt pað grær; pess greinar ná víðar og víöar um heim, unz veröldin öll fær sitt skjól undir peim«. Enn eru eftir ókristnaðir um */> hlutar mannkynsins. Það er mikið. En þegar við hugsum um framfarir og árangur kristniboðsins á 19. öld- inni, — að við byrjun hennar unnu alls um 250 manns að kristniboði i heiðnum löndum, en við aldamótin 1900 rúml. 92,000 manns; og þegar við hugsum um það, að á fyrstu 23 árum þessarar aldar tvöfaldaðist tala kristinna manna mótmælendatrúar á Indlandi, þrefaldaðist í Japan, meira en þrefaldaðist í Kína, þrjátiu og þrefaldaðist í Kóreu, og sexfaldaðisl í Afriku, — þegar við hugsum um það, að árið 1924 fengu yfir 15 milj- ónir manna læknishjálp og lyf á lækna-trúboðsstöðvum, — þá glæð- ist vonin um það, að þeir tímar sjeu fyrir hendi, að markinu verði náð og ljós fagnaðarerindisins lýsi um gjörvalla jörðina: »Og sú kemur tíðin, að heiðingjahjörð par liælis sjer leitar af gjörvallri jörð; sú tíðin, að illgresið upp verður rætt og afhöggna limið við stofninn sinn grætt«. Að pvi erum við öll kölluð til að vinna; allir kristnir menn eiga að greiða fyrir útbreiðslu Guðs ríkis, og af kærleika til bræðranna og systr- anna, sem í myrkrinu eru, stuðla að þvi, að þau fái að njóta þess ljóss, sem lýsir okkur. Kristniboðs-bauk- arnir eru við kirkjudyrnar, og öll getum við einhvern lítinn skerf lagt til þess heilaga málefnis. Og því að eins að okkur sje ant um það, og við viljum eitthvað fyrir það gera, gelum við skilið þann fögnuð vonar- innar, sem kemur fram í síðasta versi sálmsins: »Hve gleðileg verður sú guðsríkis öldl Um gjörvallan heim nápess laufskálatjöld. Úr hvelfingu myndast par musteri frítt, par mannkynið alt Guði lof syngur blítt«. t*egar við hugsum um það, hvernig mustarðskornið hefir vaxið og vex óðum, — hvernig guðsríki vex og útbreiðist á jörðinni, þrátt fyrir alla mótspyrnu og ofsóknir, þá getum við ekki annað en sannfærst um það og fagnað innilega yfir því, að Guð er sjálfur starfandi i mannlifinu. — Fyrir mannlegan mátt einan hefði þetta aldrei getað orðið, heldur er það skeð fyrir kraft Guðs. En hann notar okkur fyrir sam- verkamenn sína, — lætur þá, sem honum vilja þjóna, framkvæma kær-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.