Bjarmi - 15.03.1927, Blaðsíða 13
B JARMI
73
hljóta að komast að raun um, að
sú leið er ókleyf, sje hún þrædd í
fullri alvöru.
I*á er tvent til: annaðhvort að
trúa og öðlast hjálp Guðs fyrir Krist,
eða maðurinn tekur ráð Fariseanna
og vikur boðorðum hins heilaga
Guðs svo við, að hann geti haldið
þau að yfirborðinu til.
Ríki unglingurinn, sem kom hlaup-
andi til Jesú, til að spyrja, hvernig
hann ætti að breyta til þess að eign-
ast eiiíft líf, er hið ljósasta dæmi
þess, hve fávísleg sú aöferð er, sem
Farísearnir fylgdu, til þess að öðlast
fyrirgefningu synda og eilíft líf. Rað
er sú aðferð, sem jeg kalla að »stela
sjer fyrirgefningu syndanna«. Enginn
getur fyrirgefið syndirnar nema Guð
einn, vegna Krists. — Sjálfsrjettlœtiug
er ónýt. — Lögmál Guðs haggast
ekkert við það, þó að jeg eða ein-
hver annar reyni að ónýta það.
Jesús sagði um Faríseana: »Dá-
failega hafið þjer ónýtt boðorð Guðs
með setningum yðar«.
Og Farfsearnir voru menn dramb-
samir. Reir þóttust eigi þurfa að
biðja Guð fyrirgefningar og höfnuðu
Jesú.
Sæll er sá maður, sem trúir á
Krist, þvi að hann »sáir í andanum
og mun af andanum upp skera eilíft
líf«. — Sæll er sá maður, sem auö-
mýkir sig fyrir Guði og þiggur fagn-
andi náð hans i Jesú Kristi.
Ef hinir ungu guðfræðingar vorir
»veldu góða hlutann« í þessum skiln-
ingi, þá ælti þjóð vor að fagna góð-
um og trúlyndum andlegum leið-
togum.
Guð gefi, að svo megi verða. —
Fá er að minnast í fáum orðum
á þann skilning, sem B. K. virðist
hafa tileinkað sjer á endurlausnar-
verki Krists. Far er hörmulega grunt
farið:
»Sumir hafa haldið því fram, að
allir þeir menn, sem kenna viturlega
og lifa vel, stuðli að því að meira
og minna leyti að frelsa mannkynið
frá syndum þess. Þannig er Kristur
orðinn þvi meiri »frelsari mannkyns-
ins« sem kenningar hans hafa reynst
viturlegri, og menn hafa tekið per-
sónu hans meir til eftirbreytni. Vjer
trúum þvi, að Kristur hafi fyrst og
fremst lijað fyrir mcnnina og lifi enn
— og að dauði eins manns geti ekki
orðið neitt syndakvittunargjald«.
Af þessu virðist vera auðráðið, að
þeir, sem halda þessu fram trúi ekki
á guðdóm Krists, heldur sje hann
þeim ekki annað en maður, eins og
við hinir, eða »Jesús Jósefsson frá
Nazaret«, eins og óvinir hans sögðu.
En þá er hann heldur ekki eini jrels-
arinn, allir þeir menn, sem kenna vel
og viturlega og lifa (breyta) vel, eru
það líka, og í tölu þeirra telur K. B.
sig auðsjáanlega. Kennir hann ekki
viturlega? Lijir hann ekki vel? Hverju
mundi hann svara?
Eg neita þvi ekki, að vænir menn
og vandaðir geti haft góð áhrif á
aðra svona á yfirborðinu. Lot var
»góður« meðan hann var með Abra-
ham.
En eitt er eftir, einmitt það, sem
mestu varðar. Hjartað er eftir, þang-
að nær ekki mannsins kraftur. Og
þá er alt ónýtt í sáluhjálplegum skiln-
ingi, þvi að i hjartanu eru upptök
lífsins. Enginn maður getur skapað
hreint, nýtt hjarta í öðrum. En nú
»lítur hinn heilagi og rjettláti Guð á
hjartað«, og dæmir eftir því. Hvar
stendur þá maðurinn með sitt »frels-
unarverk«. Rað er þá alveg ónýtt til
sáluhjálpar.
En öðru máli er að gegna með
Krist. Hann getur skapað nýtt hjarta
nýtt hugarfar hjá mönnum með orði
sinu og anda, þá þarf ekki að segja: