Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.03.1927, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.03.1927, Blaðsíða 6
66 B J A R M I blaðið um svipað efni, nema hvað sumstaðar er bent til vonar um alls- herjar viðreisn að lokum, sem mjer virðist biblian ekki gera. En auðvitað verða allir drættir miklu skýrari, Sadhu Sundar Singh. þegar sá segir frá, sem sjálfur sjer það alt, og sjer það iðulega. Dásamlega fagrar eru lýsingar haus af viðtökum þeim, sem Guðs börnum eru veittar, og vonarbjarmi yfir för þeirra, er þrá sannleika, jafnvel þótt þeir hafi fyrrum leitað villir vegar, en afskaplega átakanlegar lýsingar um hagi þeirra, sem elskuðu myrkrið meira en ljósið. Höfundurinn nefnir mörg dæmi, sem hann ýmist sá sjálfur eða englar sögðu honum frá, um viðtökurnar í öðrum heimi, þegar menn eru ný- dánir, og er ótrúlegt að nokkur geti lesið þær frásögur jafn kaldlyndur og áður. Skulu hjer sagðar tvær þeirra, ærið ólíkar: I. »Maöur nokkur, er lifað hafði óguð- legu lífi hjer á jörðu, kom til anda- heims að mjer viðstöddum«, segir höf. »Góðir englar og andar komu honum til hjálpar, en hann tók þegar í stað að formæla þeim og hæða þá. Hann mælti: »Guð er gjörsanrlega ranglátur. Hann hefir búið öörum eins þýlyndum þrælum og ykkur himnaríki, en varpar svo öllum öðr- um mönnum í helvíti. Og samt kallið þið hann kærleika«. Englarnir svöruðu: »Guð er sannar- lega kærleikur. Hann skapaði menn- ina til þess að þeir skyldu lifa í ei- lífu samfjelagi við hann, en með óhlýðni sinni og misbeitingu frjáls- ræðisins, er hann gaf þeim, hafa þeir snúið sjer frá honum og skapað sjálf- um sjer helvíti. — Guð hefir aldrei varpað nokkrum manni í helvíti, og mun aldrei gera það. En maður, sem lætur tælast af syndinni, skapar sjálf- ur sjer helvíti. Guð hefir aldrei skapað neitt helvíti«. í sama bili heyrðist dásamleg rödd, er kom frá einurn æðstu englanna: »Guð leyfir að þessi maður sje fluttur til himnarikis«. Maðurinn stökk af stað með ákefð og tveir englar fylgdu honum; en þegar þeir komu að bliðum himna- ríkis og sáu hinn helga ljóskrýnda stað og dýrðar-verur sælar, sem þar dvelja, kom óróleiki að þessum manni. Englarnir sögðu þá við hann: »Líttu á hvað þessi heimur er fagur,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.