Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.03.1927, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.03.1927, Blaðsíða 7
BJARMI 67 gakk nær og lít hinn blessaða Drott- inn í hásætínu«. Hann sá nú inn í ríki dýrðarinnar, þaðan sem hann stóð við hliðin. En ljósið frá sól rjettlætisins sýndi hon- um sjálfum saurgun syndalífs hans. Þaö fór hrollur um hann, ákafur sársauki af viðbjóði á sjálfum sjer gagntók hann, og nú flýði hann svo hratt brott, að hann nam ekki staðar í andaheimi. Hann fjell eins og steinn um hann og varpaði sjer á höfuðið í botnlausa dýpið. Þá heyrðist hin þýða og átakan- lega rödd Drottius, er mælti: »Sjáið, kæru börnin mín. Engum er bannað að koma hingað. Enginn lokaði þenna mann úti, nje rak hann á brott. Hið vanhelga líferni hans sjálfs knúði hann brott frá þessum helga stað, því að enginn getur sjeð Guðs ríki, nema hann endurfæðist«. — — Áþekkar sögur, þótt önnur sjeu samtölin, segir S. S. S. um örlög drykkjumanns, hórkarls, lygara, ræn- ingja og morðingja. Þcgar þeir sáu að syndir þeirra voru öllum kunnar, flýðu þeir i ystu myrkur, til að reyna að fela sig fyrir augum rjeltlætisins. Raunalegt er að lesa um hvað sumir, sem síst skyldi, verða lengi að dvelja á byrjunarstigum »millibils- ástandsins«, eins og presturinn þótta- fulli, sem ekki gat sjeð Krist þar sem allir aðrir sáu hann, og heimspeking- urinn þýski, er lengi varð að dvelja i rökkrinu. Bókin sýnir greinilega, eins og biblian og heilbrigð skynsemi, að því fer fjarri, að hún sje sönn gamla setningin að »hver sje sæll, sem fái að deyja«. Þótt hitt sje rjett, að sælir eru þeir, sem í Drottni deyja. II. En frásögur um nýlátin börn og trúa lærisveina Krists eru fagrar. Má hjer nefna eina þeirra: »Einhverju sinni sagði engill mjer frá dauða sannkristins manns, er hafði þjónað Kristi trúlega i 30 ár«, segir höfundur. »Fáum mínútum fyrir viðskiinað hans opnaði Guð augu hans, svo að hann gat sjeð inn í andlegan heim og sagt þeim frá, er stóðu við dánarbeð hans. Hann sá opinn himinn og engla- hóp koma til sín1). Jafntramt sá hann frelsarann sjálfan standa við hlið himins með útbreiddan faðm, til að taka á móti sjer. Hann hróp- aði upp yfir sig af gleði við þessa sjón, svo að ástvinir hans, er hjá honum stóðu, hrukku við: »Ó, hvílík sælurík gleðistund«, mælti hann. »Jeg hefi lengi þráð að sjá Drottin minn og fá að koma til hans. Ó, vinir minirl Lítið ásjónu hans, hvernig kærleikurinn geislar af henni, og sjáið englahópinn, sem kominn er að sækja mig. En hvað himnaríki er dýrðlegt! Nú fer jeg, vinir mínir, til hins sanna beimilis míns. Hryggist ekki, þótt jeg fari frá ykkur, en samfagnið mjer heldur«. Þeir, sem hjá lionum stóðu, hvisl- uðu: »Nú er hann búinn að fá óráð«. En maðurinn deyjandi heyrði það og mælti: »Nei, nei, jeg er með fullu ráði. Jeg vildi að eins óska, að þið sæuð það dásamlega sem jeg sje. Það hryggir mig, að ykkur skuli vera það hulið. Verið sæl. Við hittumst aftur hinum megin«. — Svo lokaði hann augunum og mælti: »Drottinn jeg fel sál mína i þinar hendur«, og um leið gaf hann upp andann. Jafnskjótt tóku englarnir sálu hans 1) S. S. S. segir, að andar komi jafnan til að sækja deyjandi menn. Til sumra manna komi cnglar einir, til annara illir andar einir, og enn annara bæði góðir og illir andar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.