Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.03.1927, Blaðsíða 9

Bjarmi - 15.03.1927, Blaðsíða 9
B J A R M I 69 íhuganir Yið biblíulestur eftir sra Björn 0. Björnsson. Inngangur. Lestur i Nýja testamentinu er, svo sem vitanlegt er, flestu eða öllu hæfari til að vekja og endur- næra lifandi trú. Er þessu á frum- legan og snildarlegan hátt lýst i II. Tím. 3, 16, er þar segir: »Sjerhver ritning, sem er innblásin af Guði, er og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðrjettingar, til mentunar í rjettlæti, lil þess að guðs- maðurinn sje alger, hæfur ger til sjerhvers góðs verks«. — Hjer er svo rjettilega og vel bent á spelcina, sem felst i Guðs orði, speki, sem tekur föstum tökum hjarta þess, er gefur sig að því, að sökkva sjer í að hlusta og íhuga. Því í speki Guðs orðs er ein af aðal-leiðunum að hjörtum mannanna, þó að hún sje ef til vill fáfarnari en búast mætti við. Skilningi á speki þessari fylgir máttug gleði, sem fær manninn til að skynja glögt, að um fagnaðar- erindi er að ræða, þar sem kristin- dómurinn er. Gæti jeg best trúað, að ef lögð yrði meiri rækt við þessa hlið fagnaðarerindisins, en gert heflr verið, myudi kristindóms-boðunin yfirleitt ná betri og eðlilegri tökuin á núlifandi kynslóð. Hjer á eftir leyfi jeg mjer að birta nokkrar hugleiðingar, sem í mjer hafa vaknað við lestur ritniugarorða. Að vísu dylst mjer ekki ýmislegur fátækleikur sýnishorua þessara af hugleiðingum manns, sem hefir orðið hugfanginn af spekinni í Guðs orði. Ef til vill spillir það einnig ein- hverju um, að jeg nota prjedikunar- stíl. Þó finst mjer ekki vonlaust um, að jeg fái gert einhverja hluttakandi í upplýsingu þeirri og gleði, sem jeg hefi reynt; einhverja, sem ekki hafa gefið jafn góðan gaum áður sumum þeim atriðum, er jeg set hjer fram. Dirfist jeg því að birta þessi sýnis- horn, í von um að þau reynist ekki ónolhæf dæmi, til að styðja þá meginreglu, er jeg ræddi um í upp- hafi þessara orða. Ásum í Skaftártungu, 24. febr. 1927. Björn O. Björnsson. 1. Ástin milli Drottins og manns, íhugun viö lestur í Jóhannesar guðspjalli. Hinn lcsni kafli: 14. kap,, 15,—21. v. y>Ef að þjer elskið mig, þá munuð þjer halda boðorð min«-. Þannig mælir Jesús. 1 sömu átt ganga tilíinningar sjerhvers elskanda: Ef að þú elskar mig, þá er þjer ant ura að þóknast mjer. Þetta er ekki eigingirni í sjálfu sjer, þó að ófull- komnir menn snúi því oft upp í meiri eða minni eigingirni. Þetta er andlegt lögmál; lögmál ástarinnar hinnar himinbornu. Oss er unun f að þóknast viuum vorum, sem vjer höfum reynt að skilningi á oss, áhuga fyrir hag vorum, skapferli er oss geðjast og trygð við oss. Þaðan af meiri unun er oss í því, að geta oss jafnvel til um óskir vorra nán- ustu ástvina, til að uppfylla þær jafnvel áður en þær eru látnar í Ijós, eða án þess að þær sjeu látnar í Ijós. Nákvæmlega eins er það gagnvart hinum lifandi Drotni. Margir hafa mætt Jesú í guðspjöll- unum og fengið ást til hans. Þeir hafa lesið, íhugað og skoðað; þeir hafa beðið og mætt honum í anda, og hjarta þeirra hefir tekið að brenna.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.