Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.03.1927, Blaðsíða 12

Bjarmi - 15.03.1927, Blaðsíða 12
72 B J A R M I Kristileg er hún ekki og góð er hún ekki heldur, hvað sem hver segir, því að hún sviftir hvern þann sálu- hjálplegri trú, sem fylgir henni af alvöru. Pess vegna hefi jeg kallað hana willkynjaða þoku«. Pessi heiðna speki er nú komin inn í guðfræðideild háskóla vors. Guðfræðinemar háskólans hafa stofn- að með sjer nýtt »sjálfstæðisfjelag« í sama anda. Frá því berast nú »Straumar« út um alt, eins og lækir í leysingum, og þar á meðal til mín. Ó, að það væru hlýir og lífgandi strauinar, fullir af guðlegum krafti og kærleikal Fá hefði jeg tekiö þeim með miklum fögnuði. En sú gleðiu átti mjer ekki að veitast. Þeir eru svo hörmulega kaldir og deyðandi, alveg eins og vorlækirnir. B. K. heitir sá vorlækurinn, sem beinist að mjer. Það er út af smá- grein, sem jeg ritaði í Bjarma, með fyrirsögninni r>Pokan og óveðriða. Erindið er að færa mjer heim sanninn um, að jeg hafi liáskóiann fyrir rangri sök. En honum tekst það, því miður, ekki. Enginn skyldi hafa orðið því fegnari en jeg, ef hon- um heföi lekist það. — Nú langar hann mest af öllu til að vita »hvenœr og hvar hinir ungu náinsmenn guðfræðideildirinnar hafi kannast við það hreinskilnislega, að þeir sjeu afneitendur þess sannleika, að Kristur sje í heiminn kominn til að frelsa sgndarae. Mjer virðist litlu varða um tima og stað i þessu efni, enda tekur B. K. sjálfur af mjer ómakið við það. — Hann kannast við það sjálfur í »Straumum« á bls. 42—46. Lítum nú á, hvað hann segir: »Vjer hyggjum, að öllu mannslegra sje, að kappkosta að sneiða sem mest hjá syndunum, með því að breyta svo vel, sem menn hafa vit á, en að »biðja Guð, í Jesú nafni, að fyrirgefa sjer syndir«. En hvað þetta minnir á hið fyr- nefnda spakmæli hins unga manns: »Hjálpaðu þjer sjálfur, til þess að Guð þurfi ekki að hjálpa þjer«. Hann trúir auðsjáanlega á mátl sinn og megin, og setur sjer þaö markmið, að »elska Guð af öllu hjarta og náungann eins og sjálfan sig« af eigin krafti og skynsemi. — Kemur hjer nú ekki fram »dramb- semi mannlegs hjarla«, eins og jeg hefi sagl? — Sannar ekki reynslan, að þetta er hverjum manni ofvaxið? Allir brjóta hið mikla boðorð Guðs. En þó svo sje, þá er það heilög skylda hvers manns, að kappkosta að breyta vel«, eða »gera Guðs vilja« með öðrum orðum. En hvað er það, sem hver maður á að gera fyrst og fremst af ölla, ef hann vill vera kristinn maður? Því hefir Jesús sjálfur svarað. Gyðingar spurðu hann einu sinni: »Hvað eigum vjer að gera, til að vinna verk Guðs?« Jesús svaraði og sagöi við þá: »þetta er verk Guðs, að þjer trúið á þann, sem hann sendi« (Jóh. 6., 28—29). Þetta er fyrsta verkið, sem hverj- um manni ber að gera, því að án þessarar trúar er ómögulegt að þókn- ast Guði. Trúin á Krist, dáinn oss til syndafyrirgefningar og upprisinn oss til rjettlætingar, er sá kraftur, sem Guð gefur oss, til þess að vjer getum gert vilja hans. Annars getum vjer það ekki. Jeg neita því ekki, að gera megi margt gott frá mannlegu sjónarmiði, án trúar, en i augum hins heilaga Guðs eru þau góðverk einskis virði. Þeir, sem fara þá leiðina, að hjálpa sjer sjálflr til að gera Guðs vilja,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.