Bjarmi - 15.03.1927, Blaðsíða 4
64
B J A R M I
leiksvilja sinn á jörðinni. 1 vissum
skilningi vinna þeir verkið; en þeir
gera það eftir boði hans og fyrir
kraft hans. I*að er hann, sem vekur
hjá sumum mönnum löngunina til
að boða fagnaðarerindi rikisins, og
hjá öðrum löngunina til að heyra;
það er hann, sem undirbýr með hand-
leiðslu sinni jarðveg sálnanna; það er
hann, sem snertir samvizkur manna,
þegar orðið er boðað og lesið; það
er hann, sem skapar og gefur trúna;
það er hann, sem kemur mannleg-
um veikleika til hjálpar, og gefur
þrek til að sigra freistingar og vaxa
í góðu; það er hann, sem gefur hug-
rekki f hættum og djörfung til að
bera sannleikanum vitni með orðum
og dagfari, þegar »ill er tíð og öldin
spilt«; það er hann, sem glæðir von
og áhuga, þegar erfiðleikar mæta og
andstæðu öfiin magna fjandskap sinn.
Hann, sem forðum gaf píslarvottun-
um trúarþrek til að syngja sigur-
söngva, hinum krossfesta frelsara til
dýrðar, þegar sverðseggjar voru að
þeim reiddar og villidýr óðu grenj-
andi að þeim, þyrst í blóð þeirra, —
hann stendur enn við hlið krislniboð-
ans, sem er að boða fagnaðarerindi
hans þeim, sem í myrkri vanþekk-
ingarinnar hafa búið, og við hlið
kristna einstaklingsins, sem er í kyr-
þey að berjast baráttu trúarinnar
við freistingar lífs síns. —
Petta er okkur gott að muna, þegar
vel gengur, — þegar ríkið útbreiðist
með hraða og ytri hagur þess er
blómlegur. Starfsmönnunum hæltir
þá stundum við að miklast af því
og þakka sjálfum sjer. En það er
þeim ekki gott. — Þess vegna er öll-
um holt að minnast þess altaf, hvern
þátl Guð á sjálfur i útbreiðslu ríkis
síns, svo að enginn stæri sig af því,
sem honum kann að hafa orðið
ágengt í starfinu. — Pað var ekki
sjálfsafneitun kristniboðans út af fyrir
sig, og ekki heldur málsnild prjedik-
arans, sem ljet frækornið litla verða
að stóru trje, heldur var það andi
Drottins. Það er hann, sem kendi
kristniboðanum að vinna verk sjálfs-
fórnarinnar og lagði prjedikaranum
sannfærandi sannleiksorð á vör; —
það er hann, sem ljet sáðkorn orðs-
ins falla í írjóva jörð, og gaf sól og
regn, svo að þau gátu vaxið og borið
ávöxt.
En það er lika gott að muna þetta:
að Guð er með í verkinu, þegar erfið-
lega gengur, — þegar mótspyrnan er
mikil, starfsmennirnir sumir latir og
áhugalausir, og tiðarandinn óhag-
stæður. Pá hættir vinum rikisins oft
við að láta hugfallast, örvænta um
árgangurinn af starfinu og leggja árar
í bát. En þá er gott að minnast þessa:
Það er ekki mitt verk, sem verið er
að vinna, heldur Guðs; hann vill að
það sje unnið, og hann sjer um
árangurinn; enginn getur reist rönd
við þvi, sem hann vill framkvæma;
það er mitt, að sýna trúmensku og
gefast ekki upp, þó að alt virðist
vera á móti mjer; það er mitt að sá,
en ekki að gefa sæðinu vöxt, — það
gerir Guð. —
En minnumst að endingu eins:
Ef við eigum að geta verið góðir
samverkamenn Guðs, að því að efla
og útbreiða ríki hans á jörðinni —
í þjóðfjelagi, í kirkju, á heimili —
þá verður frœkorn Guðs rikis fgrst að
fá að vaxa í okkar eigin sálum. —
Guð hefir gefið okkur trúna; við
verðum að leggja rækt við hana í
einlægni; við eigum að hafa allan
hugann á því, að vaxa sjálfir f náð
hans, samlaga okkur vilja hans,
eignast velþóknun hans. Til þess er
hann altaf að hjálpa okkur með
handleiðslu sinni, í blíðu og striðu.