Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1927, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.09.1927, Blaðsíða 4
176 B J A R M I neyð þrýsta þeim til ýmsra annara starfa, sem auðvitað dregur úr áhrif- um þeirra sem presta; og sjer auk þess um, að þeir geti ekki fengið kennarastörf, sem þó virðist liggja næst að þeir stunduðu við hliðina á prestsembætti sínu, engu síður en búskap, sjóróðra og aðra almenna vinnu. Ríkið skeytir engu óskum eða bæn- um presta. í síðustu 18 ár t. d. hefir prestastefna íslands að eins einu sinni, að mig minnir, leitað til ríkisins með litla fjárbeiðni, og það var í fyrra, 1926, þá samþykti hún að biðja ríkið eða alþingi um einar 3000 kr. í vissu augnamiði, en því var alls ekki sint, eða hvergi hefi jeg komið auga á þá fjárveitingu frá síðasta þingi. Rikið eða stjórn þess styður þá til embætta öðrum fremur, sem vil- anlegt er um, að starfa gegn kirkju og Kriststrú, einkum til þeirra em- bætta, sem ætla má að aukið geti áhrif þeirra í þá átt, og það virðist að vera sameiginleg hugsun þeirra sem með völdin fara, þótt skoðanir þeirra sjeu ólíkar í flestum öðrum málum. Enda mun það einsdæmi í nokkru kristnu landi, að stjórn þess óvirði jafnt prestastjett landsius og stjórn vor gerði síðastliðið ár, því skömmu eftir að prestastefna landsins sam- þykti, að beina þeirri beiðni til allra presta landsins að minnast í kirkjum sínum 100 ára afmælis Helga lectors Hálfdánarsonar og starfs hans fyrir kirkju lands vors, þá setur stjórnin þann mann í æðsta kenslumálaem- bætti ríkisins, sem ákveðnast og rót- tækast hafði ráðist á starf þessa göfuga manns, og það áður en kirkjan hjelt þessa minningarhátíð; en auð- vitað rjeðist maður þessi engu síður gegn Kristi sjálfum en Helga lector og á það hefir máske verið fremur litið á æðri stöðum. Af öllu þessu er það augljóst, að ríki og stjórn, telur þá, sem fylgja vilja trú og kenningu feðranna í landi voru, svo fáa eða svo magnþrota, að ekkert tillit sje takandi til þeirra eða óska þeirra, og trúlausri stjórn er það nokkur vorkun, þótt hún beri sig þannig að, því þeir sem viija halda fast við trúna á Krist eru ó- samtaka og vinna lítið í einingu út á við, en hinir styðja hvorir aðra og lofa mjög gerðir og göfgi hvors ann- ars, og það næslum svo, að ókostlr verða að kostum, lestir að dygðum, eins og þegar farið er að afsaka þá presta sem ekki nenna að messa oftar en 8 sinnum á ári eða varla það og lofa þá mjög fyrir göfgi og visku, jafnvel sem fyrirmynd annara presta og manna. En væri þá ekki hreinlegra og drengilegra, ef svo er komið, að þjóðin vill enga trú hafa, eða að minsta kosti ekki trúna á Krist, að afneina prestsembættin, aðskilja ríki ogkirkju? Því verra gæti varla andlega ástandið orðið fyrir þá, sem vilja halda sjer við trú feðra vorra, en það nú er, með þá á móti sjer, sem völdin hafa, og sennilega eftir því meiri hluta þjóðarinnar. Þá mætti afnema guðfræðisembættin við háskólann, guðfræðiskenslu við kennaraskólann og biskupsembætti, auk allra prestsembætta, og enn gæti ríkið máske dregið undir sig eitthvað af eiguum kirkjunnar, — ef það teldi sjer það sæmilegt — af þeim litlu leyfum sem kirkjan hefir enn ráð yfir, því mestan hluta eigna hennar hefir ríkið þegar tekið eða liðið einstakl- ingum að sölsa undir sig óátalið eða fyrir lítið verð. Fyrir 20 árum man jeg það, að stúdentar, sem voru þá einatt eins

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.