Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1927, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.09.1927, Blaðsíða 6
178 B J A R M I á Völlum falið að vinna úr breyt- ingatillögum, er kæmu frá prestum nyrðra, og senda þær til aðalnefnd- arinnar í Reykjavík. 2. Prestafjelag íslands. — Skýrt var frá starfsemi þess, og að von væri á í sumar frá því bók um heimilis- guðrækni. Samþykt var að fjárveit- ing til ferðapresta hjeldi áfram, að prestafjelag hins forna Hólastiftis haldi áfram að starfa og nái yfir sama svæði og áður, og haldi fundi m. k. annaðhvort ár, að stofnaðar verði 2 deildar í Prestafjelagi íslands á Norðurlandi, önnur fyrir Húna- vatns- og Skagafjarðar-, en hin fyrir Eyjaljarðar- og Pingeyjarprófasts- dæmi. Stofnuð var síðartalda deildin. Stjórnendur: Sra Geir vígslubiskup, sra Ásmundur prófastur á Hálsi og sra Stefán Kristinsson. 3. Kristindómsfrœðsla barna. Fram- sögumaður sra Ásmundur Gislason. Samþykt var: »Fundurinn leggur það til, að á næstu fjárlögum verði veitt alt að 4000 kr. til þess að hæfur maður, að dómi kirkjustjórnar og guðfræðideildar háskólans, geti helg- að krafta sina óskifta samningu nýrr- ar barnalærdómsbókar«. 4. Sálmabókar-viðbœtir. Sra Ásm. Guðmundsson málshefjandi. Sam- þykt: »Fundurinn æskir þess að við næstu prentun Sálmabókarinnar verði prent^ður viðbætir nýrra, góðra salma«. 5. Kristindómur og stjórnmál. Sra Ásmundur prófastur Gíslason máls- hefjandi. Samþykt: »Fundurinn heitir á presta og aðra þá, er kristindóm- inum vilja vinna, að hefja samtök um það, að í stjórnmálum vorum megi ríkja meiri kærleikur og sann- ieiksást«. 6. Aukatekjur presta. Sra Ingólfur Porvaldsson málshefjandi. Nefnd sett í málið og samþykt þessi tillaga hennar: »Nefndin lítur svo á, að prestsstaríið verði óandlegra við það að borgað sje fyrir skírn, ferming, hjónavígslu og greftrun, og auk þess komi það gjald jafnt að kalla niður á fátækum mönnum og efnuðum, og iðulega þeim, er síst skyldi. Fyrir því leyfir hún sjer að bera fram svo látandi tillögu: Fundurinn skorar eindregið á kirkjustjórnina að beita sjer fyrir því, að sjerstök borgun fyrir aukaverk presta falli niður að lögum, en föst laun þeirra hækki, sem svarar því er áætla má, miðað við fólksljölda, að aukatekjur nemi í hverju prestakalli. Póknun fyrir tæki- færisræður haldist sem áður. 7. Breytingar á prestskosningalög- unum. Sig. Sívertsen próf. málshefj- andi. Þessar tillögur voru samþyktar: a. Fundurinn telur deilur í sam- bandi við prestskosningar hættulegar kristni landsins og leyfir sjer því að skora á kirkjustjórniua að hlutast til um að því ákvæði verði bætt inn í prests-kosningalögin, að söfnuðir hafi rjett til þess að kalla sjer prest, og sje sú köllun bundin við vilja meiri hluta safnaðar og komi þá í stað kosningar. Umsóknir urn prestakall komi þá fyrst til greina, er söfnuði hefir ekki tekist að kalla sjer prest innan hæfilega langs tíma að dómi kirkjustjórnarinnar. b. Par sem fundurinn telur að það geti verið heppilegt, að prestar þjóni ekki til lengdar sama prestakalli, þá leyfir hann sjer að skora á kirkju- stjórnina að hlutast til um það, að prestum verði með lögum veitt heim- ild til þess að skifta um preslaköli, ef hlutaðeigandi söfnuðir veita til þess samþykki sitt. c. Fundurinn skorar á kirkjustjórn- ina að hlutast til um, að breytt sje svo lögum um kosningu presta, að I prestskosning taki eigi eins langan

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.