Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1927, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.09.1927, Blaðsíða 9
B J A R M I 18) þeim er sent. En ekki mega þau vera mörg, og helst þyrfti að segja til þeirra, sem allra fyrst. Hafi menn mál aö flytja, sem fara eiga síðan til þings og ríkisstjórnar, er áríðándi að geta sett nefnd í þau í fundarbyrjun. Forstöðunefndin hefir fengið lof- orð um 4 kirkjuerindi fyrir almenn- ing í sambandi við fundinn. Verða 2 flutt í Hafnarl'irði, að beiðni safnar- fundar þar; sra Friðrik Hallgríms- son og Þorsteinn Briem flytja þau. En í Reykjavík biskupinn og sra Guðmundur Einarsson á Þingvöllum. Sú nýbre'ytni er upptekin að bjóða fjelögum innan safnaðanna, sem beinlínis starfa að kristindómsmálum eða styðja kirkju sína með gjöfum, að senda einn eða tvo fulltrúa á fundinn, nær það meðal annars til ýmsra kvenfjelaga, sem styðja kirkju sina í verki, — og má búast við að áhugasömu fólki fjölgi við það á fundinum. Annars eru allir slarfs- menn safnaðanna velkomnir eins og áður: prestar, safnaðarfulltrúar, sóknarnefndarmenn og kirkjuorgan- leikarar. Verði tíðin hagslæð vonum vjer að fundurinn verði fjölsóttur, og ekki vairi það nema sanngjarnt að söfnuð- ir ta'kju þátt í ferðakostnaði fulltrúa sinna sem langan veg eiga að sækja til Reykjavikur, nema þeir þurfi hvor.t sem cr að fara um það leyti j til höfuðstaðarins. Sóknarnefndaroddvilar, sem ekki j eru enn farnir að svara brjefi því, er forstöðunefnd þessara fundarhalda | sendi þeim síðastliðinn vetur, a>ttu að senda svör sín'sein allra fyrSt. Fundinum í haust væri það her- dómsríkt að sjá hvernig safnaðar- fundir alment líta á fundarsam- þyktirnar, er gjörðar voru í fyrra. Ósanngjörn ádeila. Prestastefnan síðasla fær meir en litla ofanigjöf í ágústblaði Strauma. Einar Magnússon guðfræðiskandidat stendur þar á kæranda palli og ber á prófasta og presta, „loðmæli, rag- mensku, óheiðarleika, fals og al- þýðudekur", eða „einfalda heimsku", og þrítekur flest þessi „prúðmami- legu“ orð, svo að lesendur muni þau betur. — Nærri má geta, að ýmsum hefir brugðið í brún að sjá þetta í málgagni „frjálslyndisins", sem auð- vitað ætti að stunda sanngirni og prúðmensku í rithætti, þó hel’ir eng- inn sýnódusprestur tekið til máls til varnar. — Prestar eru stillingarmenn flestir, og hafa fyr heyrt sleggju- dóma og stóryrði, og auk þess munu sumir þeirra ætla að ritháttur Einars gjöri efnið að markleysu. •— Fáir munu trúa, og varla útgefendur Strauma sjálfir, að prestarnir eigi Jiessi smánaryrði skilið. Bjarmi ræðir því ekki málið af því að hann óttist að lyrnefnd grein skcrði á nokkurn hátt mannorð sýnódusprestanna, heldur til að skýra Jiað dálítið fyrir ókunnugum. Stóryrðin eru studd við Jiað, að til- laga sr. Arna prófasts Björnssonar skyldi vera samþykt á sýnodus, en sú tillaga var á Jiessa leið: „Út af erindi dómkirkjusafnaðar- ins í Reykjavik finnur prestastefn- an ástæðu til að brýna fyrir prest- um og söfnuðum landsins að hvika í engu frá trúnni á Jesúm Krist, Guðs son og frelsara ínannanna sam- kvæint heilagri ritningu“. - Spaugilegt er að sjá tillögu þessa kenda við „alþijðmickur“. — Þar ineð er raunar játað, þótt liklega sje óviljandi, að eldri stefnan eigi

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.