Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1927, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.09.1927, Blaðsíða 15
B J A R M I 187 Ó, hve mjer elsha ber Af öllum þrótt! Ut myrka æfibraut, Umkringdum sorg og þraul, Lýs mjer og leið; Breyt myrkri’ í bjartan aag, Bæt þú minn sorgarhag; Veit mjer enn vernd, og drag Frá villu’ og neyð. Svo þegar sígur að, Síðasta kuldabað, Dauðans á dröfn; Ótta þá öllum hrind, Eilífa náðarlind; Flyt mig þá, sýknan synd, í sæluhöfn. f? ............= .... ..................... Hvaðanæfa. Heima. Prestskosningar. Sra Hálfdan Helgason var í siöasta mánuði kosinn prestur að Mosfelli í Mosfellssveit meö 136 atkvæðum, af 165 greiddum, og sra Jón Jóhannessen að Breiðabólsstað á Skógarströnd, meö 70 atkv., af 77 greidd- um. Báöir löglega kosnir og brauðin veitt þeim. í Laufás-prestakalli var sra Birni O. Björnssyni í Ásurn hafnað af einhverj- um óskiljanlegum ástæöum. Fræöslumálastjóra-starfiö var veitt Ásgeni Ásgeirssyni alþingismanni, og má nú búast við nýrri herferð gegn 'kverkenslunni. Sra Guömundur Einarsson á Pingvöllum er skorinorður um þaö mál hjer í blaðinu, sem vonlegt er. Sjálf- ur var hann meðal þeirra, sem sóttu um starfið, og hafði fengist miklu Iengur við kenslu en Ásgeir, — en sra G. E. var ekki þingmaður. Ekki væri það ólíklegt að heitar umræður yrði út af grein sra Guð- mundar, og geymir ritstjórinn sjer orðið uns fleiri taka til máls. Norrænn biskupa-fundur er haldinn 31. ág. til 6. sept á Fritzö hús- herragarði við Larvik í Noregi og búist við að flestir biskupar Norðurlanda sæki liann. Jón Helgason biskup fór utan 25. ágúst til þess fundar. Bjóst hann við að verða um 3 vikur burtu. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir samþykt að lána forstöðunefnd Elliheim- ilisins i Rvik alt að 90 þús. kr. með á- gætum skilmálum til að reisa fyrir stór- hýsi handa gömlu fólki. F'je þetta er alt i skuldabrjefum, sem bærinn hefir gefið út og auðvitað ósjeð um hvernig gengur að breyla þeim i handbæra peninga. — Rangt er það, sem eitt dagblaðið sagði, að Elliheimilið Grund væri eígn einstakra manna. Pað er sjálfseignarstofnun, alveg óháð eignum forstöðunefndar, og svo á- kveðið í skipulagsskrá þess, að bærinn geti tekið við heimilinu, ef forstöðunefnd þess kynni einhvern tima að gefast upp við að sjá um það. Að gefnu tilefni. Pað var þegj- andi samkomulag blaðanna að skifta sjer ekkert af stóryrðum i ritum Einars sá). Jochumssonar, og sama mun Bjarmi gera gagnvart frænda hans eða öðrum, sem skrifa í sama tón og hann um kristin- dómsmál. Pögnin ein er besta svarið gagnvart þeim, sem svo skrifa. Priggja alda minningu sra Jóns Porsteinssonar píslarvotts, erTyrkirvógu i júlímánuði 1627, hjeldu Vestmannaey- ingar í sumar. Sóknarpresturinn og sra Jes Gíslason fluttu minningarræður. Pá var 20. júli s. 1. 3 aldir liönar síðan Guð- brandur Hólabiskup andaöist. Sat hann lengur á biskupsstóli en nokkur annar íslenskur biskup eða alls 56 ár, og var afkastameiri en llestir eða allir biskupar í lúterskum sið hjerlendis. Raunalegt. Úr prestakalli ný-guð- fræðisprest norðanlands er ritstjóranum skrifað 30. júlí þ. á.; »Oft bið jeg Guð að senda hingað sann- an þjón orðsins til að leiðbeina mjer og öllum yfirleilt. Biblíuna á jeg, en get al- drei lesið eitt orð í lienni. Pað er eins og alt stríði þar á móti. Hjer á heimil- inu er fjöldi barna. Pað er hræðilegt að enginn skuli geta kent börnunum að biðja Guð, eða komið inn hjá þeim lotn- ingu fyrir Guði og ást á Jesú. Jeg elska ekki Jesúm, hefl aldrei lært það, og gengur svo erfiðlega að skilja að hann elski mig. Jeg sje að eins eina leið: Að bíða og biða-------«.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.