Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1928, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.10.1928, Blaðsíða 2
210 B J A R M I fyrir mitt leyti gera það, sem jeg gæti, til að ráða bót á því. Þess vegna hefir mjer meðal annars dottið í hug, að ræða hjer að nokkru sam- band prests og safnaðar. Geri jeg það í þvi trausti, að það kunni að verða til blessunar, bæði með því, að það herði á oss að laga það, sem vjer eium sammála um að þarf að laga og hægt er að laga, og eins með hinu, að vjer á þann hátt athugum ná- kvæmar og skýrum hver fyrir öðrum þau einstöku atiiði, sem vjer kunn- um að vera ósammála um, eða vilj- um breyta til batnaðar sinn með hverju móti. I. Hjer er þýðingarlaust og ógerlegt að greina ítarlega frá sambandi presta og safnaða um aldirnar. Hins vegar er ástæða til að geta þess heldur, sem frá öndverðu hefir talist skylda prestanna, og þeir hafa á öllum tím- um og innan allra kirkjudeilda leit- ast við að inna af hendi. í frumsöfnuðum var í fyrstu ekk- ert fast ákveðið skipulag, nje við- teknar safnaðarreglur, guðsþjónustu- siðir eða sjerstaklega ráðin safnaðar- stjórn. Myndun þeirra og frumlif fólst í því, að þeir sem kristna trú höfðu tekið á hinum og þessum stað, komu saman á fyrsta degi vikunnar, líklega oftast hjá þeim, er bestum híbýlum hafði að ráða, til þess sam- eiginlega að lofa Guð með ákalli og sálmum, til þess og að biðja saman og fræða, uppbyggja og áminna hver annan. Og síðast, en ekki síst, til þess að neyta í sameiningu hinnar drottinlegu máltíðar eða kærleiks- máltíðarinnar. Þá var og skotið sam- an til styrktar fátæklingum innan safnaðarins, eða til hjálpar öðrum nauðstöddum bræðrasöfnuðum. Á þessum samkomum voru engir sjerstakir menn kvaddir til starfa. Hver sem í það og það skiftið knúð- ist af andanum stóð upp og flutti það, sem honum lá á hjarta. Öllum karl- mönnum var jafn frjálst og skylt að uppbyggja hver annan. Konur áttu að þegja á safnaðar-samkomum. En væru sjálfir postularnir viðstaddir, voru þeir náttúrlega sjálfkjöinir stjórnendur og fræðendur, — fundar- sljórar ef svo mætti að orði kveða. Vjer sjáum það af bijefum Páls postula, að safnaðarlífið var svona á frumstiginu. Þau gefa oss líka til kynna, að meðan trúarhitinn var mestur, allir svo að segja fullir af andanum, var þetta eðlilegasta fyrir- komulagið, þótt það helði altaf þá hæltu i för með sjer, að alt færi ekki sem skipulegast fram, stundum yrði hálfgerð óstjórn á safnaðar-samkom- unum. Það sjest t. d. af I. Kor. 14., 26, þar sem Páll gefur góða innsýn í hið opinbera safnaðarlíf. (Sbr. og Kól. 3., 16, og Ef. 5 , 19). En tímarnir breyttust og nýjar þarfir kröfðust fullnægingar. Em- bæltaskipun varð óhjákvæmileg inn- an safnaðanna. Fyrstu fastráðnu mennirnir í þjón- ustu safnaðanna voru víst fátækra- stjórarnir. í 6. kap. Postulasögunnar er þess getið, að söfnuðurinn í Jerú- salem hafi kosið 6 menn til þess, að því er virðist, að sjá um að líknar- gjöfunum til fátæklinga væri rjett út- hlutað. Svo rak brátt að þvf, að fleiri menn væru valdir til sjerstakra starfa, ákveðnir menn kjörnir til að »veita forstöðu«, þ. e. hafa alla stjórn safnaðanna með höndum. Fyrst og fremst hin ytri mál, t. d. að sjá söfn- uðinum fyrir samkomuhúsi, annast viðskiftin við aðra söfnuði, geyma muni þá, er voru safnaðareign o. s. frv. Eins að halda uppi röð og reglu á safnaðar-samkomunum. — Þegar

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.