Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.10.1928, Qupperneq 14

Bjarmi - 15.10.1928, Qupperneq 14
222 B J A R M I um, í stað þess að leyfa krafti Guðs að streyma yfir okkur. — Kendu litlu stúlkunum okkar að flýja til krossins með sínar áhyggjur, og láttu þetta vera kveðjuorð min til allra þeirra, sem mjer þykir vænt um. það er eitt enn, sem jeg verð að segja þjer, þótt jeg viti að ef til vill muni það valda þjer sársauka, en mjer finst það geta orðið þjer til stuðnings, — jeg þekki þig svo vel og get ímyndað mjer þvernig þjer muni líða, þegar þú ert orðinn einn. Það er hið eina, sem jeg hefi dulið þig, en nú skal jeg segja þjer það. Það var ekki fyr en jeg var komin hingað í heilsuhælið og jeg hafði nægan tíma til þess að hugsa um okkar efni, að mjer fanst að alt, sem skyggt hafði á lífshamingju okkar, — sjúkdómur minn og líkindin til þess að jeg myndi deyja innan skamms — væri afleiðing af synd miuni. Þig rennir ekki grun í, hvernig hugsanirnar hrjáðu mig dag og nótt í legunni. Jeg misti sjónar á kærleika Guðs, og Guð birtist mjer sem strang- ur og rjettlátur dómari, og jeg vissi að jeg verðskuldaöi dóminn og hegn- inguna. Máltækið »eins og maðurinn sáir, skal hann og uppskera« var altaf í huga minnm, og jeg var að því komin að missa jafnvægi sálarinnar. Þú manst að þegar við vorum trú- iofuð, þá töluðum við stundum um það, hvort við gætum varið það fyrir sjálfum okkur að við giftum okkur, vegna þess að mamma dó úr tær- ingu og jeg hafði verið veikluð á átjánda árinu. Breytni okkar var verjanleg frá mannlegu sjónarmiði, því jeg ljet einhvern kunnasta sjer- fræðing á landinu skoða mig, og gaf hann leyfi til þess að við mættum gifta okkur. En jeg man að hann sagði alt í einu: »Nei, það er víst engin hætta á ferðum 1« Hann sagði þetta eftir að hann var búinn að skoða mig, og hafði sagt mjer að mjer væri óhætt að gifta mig. Hann bætti þessu við um leið og hann fylgd: mjer til dyra, en það var engu líkara en að hann segði þetta við sjálfan sig, frekar en við mig. Þessi viðbót læknisins fjekk mikið á mig, og orð hans sóttu aftur og aítur að mjer. Hvernig sem jeg reyndi að gleyma þeim, komu þau mjer þó aftur og aftur í hug og hjeldu áfram að kvelja mig framan af hjúskapartíð okkar. En hamingja okkar og vissan um að við værum verkfæri í hendi Guðs, veitti mjer þó smám saman jafnvægi hugarins aftur, því jeg þóttist viss um að jeg væri á þeim stað, er Guð hefði til ætlast. Það var fyrst eftir að jeg fór að finna til veikinda í vor, að hræðslan um að hafa syndgað greip mig, en á meðan jeg var heima hjá ykkur þá gat jeg afborið hana, en þegar jeg var orðin ein — — ó, að það komi aldrei fyrir þig! — þá var mjer Ijóst að jeg hafði syndgað af sjálfs- elsku, trúarskorti og óhlýðni þegar jeg gifti migl — Jeg hafði syndgað sökum þess, að jeg hafði lagt út á braut, sem jeg vissi ekki hvoit leiddi til góðs eða ills fyrir splfa mig og aðra. Orð læknisins rifjuðust upp fyrir mjer. — Sjálfselska mín var það, að jeg skyldi ekki hafa sjeð fyrir afleiðingarnar af bjónabandinu fyrir þig og börn þau, sem við kynnum að eignast. Trúarskortur og óhlýðni var það, að jeg skyldi ekki hafa beðið eftir áreiðanlegu tákni frá Guði um það, sem mjer væri fyrir bestu. — Þá gat jeg raunar ekki hugsað mjer að jeg yrði hamingjusöm nema við hlið þjer, — jeg gat ekki slept

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.