Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1928, Blaðsíða 16

Bjarmi - 15.10.1928, Blaðsíða 16
224 B J A R M I til þess að nema ýmsar hannyrðir og fatasaum.^ Það [eru [örfáir dagar síðan hún’kom út. Úlgefandinn er frú Elísabet iValdimarsdóttir í Hnifs- dal. Hún hefir aflað sjer mikillar þekk- ingar í|öllu,[[ er að hannyrðum lítur, og um langt [skeið verið kennari í allskonar kvennlegri handavinnu. Bókinni er skift í kafla og sagt mjög greinilega fyrir verkum. Tel jeg því, að konur og stúlkur geti haft mikið gagn af bók þessari, og að hún verði, ekki síst til sveita, kær- komin sending, því þar verður mörg stúlkan að spila upp á eigin spítur, og sinna hannyrðum tilsagnarlítið. Fyrsti kafli bókarinnar segir gjör frá fatasaum og hversu föt sjeu sniðin, og er sá þátturt bókarinnar ekki hvað sístur, enda spái jeg því, að mörg ís- lensk konan verði honum harla fegin. Þá eru nákvæmar fyrirsagnir um notkun og meðferð saumavjela, um að strjúka föt og pressa, um að draga uppdrætti á föt og dúka o. s. frv., allar eru fyrirsagnirnar svo ljósar og skiljanlegar, að þær hljóta að koma öllum, jafnvel mestu viðvaningum, að góðu gagni. Sama er aðg segja uin hannyrða- kaflana í bókinni, sem eru allmargir, ásamt ágætis myndum til skýringar. Frágangurinn er afbragð, góður pappír og fallegar umbúðir. Framan á kápunni heilsar oss býr- leit blómarós, sem situr við sauma sína. Verð bókarinnar er 7 krónur. Jeg vona, að ungu stúlkurnar og konurnar endurgjaldi hinni ötulu út- gefanda bókarinnar fyiiihöfn, alúð og kostnað með þvf, að kaupa bókina og færa sjer kosti hennar í nyt. G. L. y>The Waiiing Shadowa, by Olafía Jóhannsdóltir, translated from the Icelandic, by Cb. V. Pilcher, Toronto. Pað er lengsta sagan, um Rut Olsen, úr bókinni »Aumastur allra«, sem pró- fessor Pilcher hefir þýTlt á ensku. En formálann skrifar góðkunn amerísk siðbótakona, sem lánað hafði handrit þýðingarinnar hjá prófessornum og lesið upp söguna á mörgum kvenna- fundum. Segir hún að þýðandinn hafi unnið kvennþjóðinni og rjettlætinu hið þarfasta verk með því, að þýða þessa sögu á ensku. Pýðingin og allur frágangur er hinn besti, og bókinni fylgir myDd af Ólafíu í skautbúnÍDgi. y>Orientens Kyrkora och den eku- meniska tanken av H. Neander dr. theol. Den ryska kyrkan under Bolsjevik- váldet av H. Holmkvist. Þessar tvær bækur flytja fróðleik um þau kirkju- mál, sem mörgum lesendum Bjarma munu lítt kunnug, og þótt þær sjeu tveggja ára (frá 1926) er óhætt að mæla með þeim við þá, sem lesa sænsku. — Þær eru svo margbreyttar sögurnar frá Rússlandi, að fróðlegt er að sjá hvað gætinn vísindamaður skrifar um kirkju Rússa síðan 1918 í bók, sem talin er i flokki »trúar- vlsindalegra rita« og kristilegt stú- dentafjelag i Stockhólm gefur út. — Ekki er lýsingin þar fögur af fram- ferði Bolsjevíka-leiðtoganna gagnvart kristinni trú, enda ekki vel i garðinn búið áður af rússneskri kirkju. — En óskapleg fyrirmunun er það þegar þeir, sem vilja bæta kjör smælingja, eru að ráðast á kristna trú. Fyrri bókin, sem fer með lesendur umhverfis austurhluta Miðjarðarhafs og víða langt frá hafi, kostar 3,25 kr., en hin, sem fer um alt Rússaveldi, kostar 1,25 kr. sænskar, og hefir margur orðið að borga meira fyrir það ferðalag. Útgefandi: Sifrurbjörit Á. tíislnson. Prentsmidjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.