Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1928, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.10.1928, Blaðsíða 5
B J \ R M I 213 gangur um fagra skógarbraut er þaðan til aðal-bæjarins, og blasir þá fyrst við »Lúters-eikin«, sem gróður- sett var þar sem Lúter brendi forð- um (10. des. 1520) bannfæringarbrjef páfans, og braut þá um leið allar brýr milli sin og kaþólskrar kirkju. Fram undan, til vinstri handar, blasir við »Lúters-búsið«, og nokkru lengra frá, hægra megin, er »Melanktons- húsið«. En í hinum enda bæjarins gnæfir turninn á Hallarkirkjunni frægu í Wittenberg, þar sem Lúter festi upp setningar sinar gegn afláts- sölu árið 1517. Við ókum fyrst til gistibúss, til að fá okkur miðdegisverð og tryggja okkur gistingu. . Gislihúsið var við bæjartorgið, andspænis ráðhúsinu, er reist var 1523 og geymir margt fá- sjeð. í matsölum gistihússins var svo þjettskipað gestum sem í stórborg væri, og ekki svefnherbergi að fá, nema nærri jafndýru verði og í viðhafnar- gistihúsum í Berlín, en ánægjulegt var þaðan að líta yfir torgið og liúsin umhverfis það. Á miðju torginu voru stór líkneski af Lúter (reist 1821) og Melankton (reist 1865). Lúter stóð þar hempuklæddur, með opna biblíu í vinstri hönd, en benti á hana með hægri hönd. Á granítsteininn undir líkneski hans var höggvið (á þýsku): »Vor Guð er borg á bjargi traust«. — »Trúið fagnaðarerindinu«. — »Sje það verk Guðs, mun það standasl; sje það mannaverk, mun það farast«. Melankton heldur á skjalapakka, og undir líkneski hans er letrað: »Jeg vitna um þig fyrir konungum og fyrirverð mig ekki«. — »Ástundið einingaranda í bandi friðarins«. — »F*egar vjer komum með sálir vorar að uppsprettunum, förum vjer að smakka Krist« (þau orð eru á latínu), og loks: »Kennaranum Pýskalands, evangeliska kirkjan«. Ennfremur er á þessu sama torgi forn brunnur, yfir bygður með veg- legum sandsteinssúlum frá 1617. Eftir miðdegisverðinn fórum við til »Lúters-hússins« og inátti varla seinna vera, því að þar átti aö fara að loka. Gæslumaður þess, Herm. Lehmann, var að sýna stórum gestahóp síðustu herbergin þar, en er bann heyrði að við vorum langferðafólk, sýndi hann okkur á eftir alt, sem við óskuðum, og fór með okkur síðar um kvöldið í Hallarkirkjuna og viða um bæinn, — eina borgunin, sem hann virtist kæra sig verulega um frá okkur, voru íslensk frímerki. — Vil jeg því ráða löndum mínum, sem fara til Wittenberg, að hafa nóg með sjer af þeirri vöru. Þúsundir manna koma árlega til Wittenberg, til þess að sjá Hallar- kirkjuna og »Lúters-húsið«, og þar sem ekki er þangað nema rúm stundarför með eimlest frá Berlín, ættu ekki »Berlínarfarar« frá »al-lút- ersku landi« að vanrækja að skreppa þangað, — það margborgar sig. Jeg varð hálfu »lúterskari« eflir en áður, því að hvergi rekur maður sig jafn áþreifanlega á, hvílíkur yfirburða- maður Lúter var. Það er stundum mælt að Þjóðverjar hafi gert hann að »átrúnaðargoði« sinu, en svo mundi fleiri þjóðum hafa farið, hefðu þær átt hann, þótt manna- dýrkun sje aldrei bót mælandi. Framh. Nú or tœkifæri til að útbreiða blaðið. 50 Passíusálmar eftir handa nýjum kaup- endum og gamlir árgangar með gjafverði, kr. 1,50 hver, og á 1 kr. sjeu 5 árg. teknir í einu. Næsti árgangur a. m. k. 32 tölublöð. En fyrir alla muni eru þeir beðnir að borga, sem enn skulda árgjaldið.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.