Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1928, Blaðsíða 12

Bjarmi - 15.10.1928, Blaðsíða 12
220 B J A R M I Úr blöðum frú Ingunnar, María Louise Dahl, segir frá. Framh. _____ Elsku hjartans vinurinn minn! Jeg veit, að það sem jeg skrifa þjer í þessu brjefi, verður ekki nema ör- lítið brot af því, sem jeg vildi að jeg gæti sagt þjer, og þá fyrst og fremst um þakklæti mitt við þig og þakk- læti fyrir sambúðina við þig, — jeg kem því ekki öllu í stutt brjef. Þegar þú lest brjefið mitt, geri jeg ráð fyrir að þú sitjir i skrifstofu þinni við borðið þitt, og að þú styðjir hönd undir kinn, — eins og þú varst vanur að gera þegar þú varst þreytt- ur eða hryggur, og sú hugsun veldur mjer sársauka. Jeg vildi óska að jeg gæti horfið aftur til þín á þessari stundu, og lagt hendurnar um háls þjer, eins og svo oft áður, þegar gæfan blasti við okkur, og þá myndi jeg strjúka hár þitt og hvísla í eyra þjer, en þá myndi færast aftur brosið yfir andlit þitt. En jeg get það ekki — þess vegna verð jeg að láta brjefið mitt tala. Fyrst verð jeg að þakka þjer fyrir þá auðlegð, sem þú veittir mjer hjú- skaparárin okkar! Jeg þakka þjer fyrir að þú elskaðir mig, — mjer hefir veist erfitt að skilja hvers vegna þú elskaðir mig, — en sjerstaklega þakka jeg þjer fyrir að ást þín stóðst tímans straum, já, að hún varð sterk- ari og innilegri með hverju árinu, sem leið, og þó sástu fullvel hve lítilfjörleg og vanmáttug jeg var. Jeg þakka þjer fyrir það, að þú leið- rjettir mig, þegar jeg fór vill vegar, og að jeg fjekk hlutdeild í hugsunum þínum og starfi! Gæfa okkar hefir sannarlega verið mikil, vinur minn! En mest þakka jeg þjer, elsku vinur, að jeg fjekk að gefa þjer sjálfa mig algerlega á vald, og að þú gladd- ist við að verða þess var, að hver taug í mjer var þín, — þú veist ekki hvílík sæla það er konunni og inni- leg fróun hugans, að gefa takmarka- laust. Þegar jeg hugsa um sambúð okk- ar, þá man jeg ekki eftir öðru en þvi, sem gott var, og alstaðar verður minningin um þig fyrir mjer. Mjer verður hugsað til heimilis okkar, þar sem við undum saman sólhýra daga. En hvað við vorum örugg og glöð, af því að við vissum að við vildum hvort öðru það eitt, sem gott var. Eða manstu eftir ánægjulegu stund- unum í garðinum hjá börnunum og fuglunum ? Eða þá sunnudagarnir, þegar við fylgdumst að til kirkju! En áður en við lögðum af stað, báðum við sam- an um það, að orðið í þínum munni mætti verða til blessunar þeim mörgu, sem Guð hafði trúað okkur fyrir. — Og þegar þú baðst fyrir við guðs- þjónustu byrjun, þá grunaði þig eigi hve nærri jeg var stödd þjer í bæn- inni. Stundum, að guðsþjónustu lokinni, sagði annaðhvort okkar: »Sástu hvernig þessum eða þessari varð við?« Oft lá hjer á bak við bæn- heyrsla á bæn okkar um morguninn, — margoft vissum við um fólk, sem farið var að hugsa um alvarleg efni og fyllast þrá. — Ó, hvílík gleði að sjá það koma inn í kirkjuna, setjast og heyra orðið, sem þú fluttir þvi! Eða manstu öll þau skifti, er við fórum fótgangandi eða á reiðhjólum til þess að vitja um fólk, sem Guð hafði falið okkur? Þá var oft gott að vera tvö, til þess að hughreysta hvort annað, ef svo bar undir að boðskap okkar var illa lekið. — Og manstu eftir kvöldstundunum indælu,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.