Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1928, Blaðsíða 15

Bjarmi - 15.10.1928, Blaðsíða 15
B J A R M 1 223 þjer, — vildi ekki sjá, að ef vill krafðist Guð þess af nijerl Nú rjeðust allar þessar hugsanir að mjer og Ijetu mig ekki i friði, svo jeg var alveg að yflrbugastl Pað er óttalegt að eygja ekkert annað en reiði Guðs og afleiðing- arnar af synd sjálfs mannsl Mjer fanst, að Guð sýndi mjer það ljóslega að hann væri mjer reiður, og að hann livorki gæti nje vildi notast við mína krafta upp frá þessu. Framh. Bækur. »Undirbúningsárin(f. eftir sra Fr. Friðriksson. Þorsteinn Gíslason gaf út, 328 bls. í stóru broti. Verð 7,50 kr. óbundið og 10 kr. í bandi. Þess- ar endurminningar, er ná frá fyrstu æsku höf. uns hann kom heim írá Hafnarvist sumarið 1897, er í fám orðum sagt: skemtilegar, fróðlegar og lærdómsríkar. Kaupendur Óðins »gleyptu þær« á undan flestu öðru, en þar birtust þær fyrst, og vafa- laust verður bókin, eða er þegar orð- in, harla kærkominn miklu fleiri en persónulegum vinum sra Friðriks, þótt þeir sjeu æði margir. Þeir halda það sumir, sem skilningslitlir eru á trúmál, að »trúmenn« hljóti að vera frá upphafi vega sinna »alt öðruvísi gerðir en annað fólk«, og ókunnugir freistingum og efasemdum, en þeir sjá annað í þessari bók. Jafnframt geta þar allir sjeð, að þeim, sem Guð elska, verður alt til góðs, einn- ig fátæktin og aðrar þungar raunir. Geli lesendur Bjarma ekki náð í bókina hjá næsta bóksala, er rit- stjóranum ljúft að útvega þeim hana og senda gegn póstkröfu. »Prestajjelagsritið<i X. ár flytur marg- ar ritgerðir og ræður og flestar góð- ar. — Efnisskráin er á þessa leið: Vinnuveitandi og verkamenn, síðasta prjedikun Har. próf. Níelssonar. — Sálmur, þýddur. Samvinnumál, eftir sra M. Helgason. Rannsóknirnar um æfl Jesú, eftir Magnús Jónsson guð- fræðiprófessor. Próf. Haraldur Ní- elsson eftir Sig. P. Svívertsen með mynd. Gandhi, eftir sra. Kj. Helga- son. Ávarp til dr. Valdimars Briems, eftir Pal Stefánsson. Prjár Norður- landakirkjurnar, eftir Sig. P. Sívert- sen. Geir Sæmundsson, eftir sra St. Kristinsson. Frá Reykholtsprestum, eftir Kristleif Porsteinsson. Um kristni- boð, eftir Ól. Ól. kristniboða — með 10 myndum. Sjálfsforræði kirkjunn- ar, eltir sra Gunnar Árnason. Þorsti, erindi, eítir sra Porstein Briem. Tvö gömul brjef frá sra Jóni Bjarnasyni. Um gildi mannsins, eftir sra Ásm. Guðmundsson dósent. Ferð um Aust- urland, eftir sra Fr. Friðriksson, og ennfremur ritdómar og nokkrar smá- greinar. »Páll postuli og frumkristnin um daga hans« heitir nýútkomin bók eftir Magnús Jónsson guðfræðispró- fessor. Hún er 320 bls. í stóru broti og frágangur vandaður og kostar kr. 5,50 ób. en kr. 8,50 i bandi. Höf. er sjálfur útgefandi og sendir bókina með póstkröfu þeim er óska. Er þar mikill og margbreyttur fróðleikur samankomin, en að sjálfsögðu eru skiftar skoðanir um ýmislegt. — En þar sem mjer heflr ekki unnist tími til enn að lesa nema litið í bókinni verður ekki frekar um það talað að sinni. S. Á. Gíslason. »Leiðari>isir um hannyrðira. Mjer þykir vænt um, að geta bent ungu stúlkunuin á góða bók. Leiðarvísir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.