Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1928, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.10.1928, Blaðsíða 4
212 BJARMI fá prestarnir þá þekkÍDgu á og vald yfir söfnuðum sínum, sem að vísu gat verið um of og orðið til óheilla, en sem þó fyrst og fremst trygði, að prestarnir gætu orðið hinum ein- stöku sóknarbörnum sínum að svo miklu liði í sáluhjálparefnum, sem þeim var með nokkru móti unt. Sje litið yfir söguna í heild, án þess að taka tillit til auka-atriða, hvort heldur þess, hvernig margir prestar hafa vanrækt skyldur sínar og mis- notað stöðu sína, eða hins, hvernig margir aðrir hafa jafnframt því, að gæta hins áðurnefnda, unnið söfnuð- unum margt annað til heilla, t. d. sem almennir menDÍngarfrömuðir, — þá ætla jeg að yfirleitt megi segja um prestana, að þeir hafa til þessa verið sannnefndir sálusorgarar, og eins og þeir hafa oftast verið nefndir feður safnaðanna, þ. e. borið kær- leiksrfka umhyggju fyrir sóknarbörn- um sínum, bæði í lfkamlegum og andlegum efnum. Já, jeg held að með rjettu megi heimfæra orð Hebreabrjefsins um safnaðar-leiðtoga þess tima til prestastjeltarinnar al- ment talað, á öllum öldum: þeir hafa vakað yfir sálum þeirra, er þeir voru settir til að gæta. Þetta á jafnt við um presta allra kirkjudeilda. Og íslensku prestastjett- ina líka fram til vorra daga. Ef til vill hafa engir prestar unnið ættlandi sinu jafn alhliða gagn og þeir. Því þeir hafa frá öndverðu og til skamms tima verið kyndilberar allrar menn- ingar og brautryðjendur flestra fram- fara í landinu. II. Hvað eru prestarnir þjóðinni nú? Hversu er sambandi prests og safn- aðar yfirleitt farið hjer á landi þessi árin? Til varúðar get jeg þess, að jeg vil ekki gylla fortíðina á kostnað nútímans. Þess vegna tek jeg fram, að óhætt mun að fullyrða, að all- mikil framför sje frá því sem var fyrir áratug síðan, eða jafnvel yfirleitt á öldinni sem leið, að því er snertir samband prests og safnaðar bjer á landi. En það skiftir litlu máli í þessu sambandi, þótt ástandið hafi einhvern tíma verið verra. Hitt er mikilsvert, að menn hafi opin augu fyrir ágöllunum, hve mikið skorti á að alt sje eins og ber í þessu tilliti. Því sú viðurkenning á ekki að eins að skapa hrygð yfir göllunum, heldur einlæga umbótalöngun. Framh. Ferðaminningar ritstjórans. VII. Frá Wittenberg. Sunnudagsmorguninn 17. júní fór- um við hjónin frá Praha með eim- lestinni norður til Þýskalaods, sömu leið og við höfðum farið suður um Bæheims-sljettu, sem ekki er svip- mikil, og gegnum »Saxneska Sviss« meðfram Elbu, þar sem margbreylt fegurð blasir við, hvert sem litið er, út um vagngluggana. Skömmu eftir hádegið stigum við út úr hraðlest- inni í smábæ fyrir norðan Dresden. Hraölestin var á leið til Berlín, en við ætluðum til Wittenberg, er liggur fyrir vestan þessa braut, og komust- um þangað með annari eimlest um nónbilið. Wittenberg er smábær, man ekki hvort íbúarair eru 6 eða 7 þús., og járnbrautarstöðin er svo utan við bæinn, að þaðan sjást ekki nema fáein hús, öll nýleg. Tíu mínútna

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.