Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1928, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.10.1928, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XXII. árg. Iteykjavík, 15. okt. 1928 27.-28. tbl. »Sjá á fjöllunum fætur fagnaðarboðans, pess er friðinn kunngerir« (Nahúm 2., 1). Samband prests op safnaöar. Erindi flutt í sambandí við prestastefnu á Hólum I Hjaltadal 1928. Eftir sr. Gunnar Arnason frá Skútustöðum. Nú orðið heyrist aldrei að nokkr- nm sje úthýst. Og svo hart dæma allir nú harðneskju þeirra, sem það gerðu, og tekur sárt til vesalinganna, sem urðu fyrir þvi, að engin likindi eru til að það eigi sjer stað framar. En vjer ættum ekki eins hægt með að setja oss í spor aumingjanna, sem hurðinni var skelt í lás fy.rir, ef vjer þektum þau ekki öll af eigin reynd meira og minna. 0>s er svo oft úthýst, þegar vjer beiðumst inn- göngu, — ekki inn í bæina — held- ur í huga, í vináttu, í trúnað ann- ara rnanna. Á því væri ekki orð gerandi, væri það að eins í þau skiftin, sem vjer berum eigin hag fyrir brjósti, komum eins og betl- andi förumenn. En hitt hendir ekki síður, að oss er vísað á bug, þegar vjer höfum að eins í hyggju að gefa, vera þeim, sem vjer leitum til, á ein- hvern hátt til gleði og hjálpar. Ekk- ert er sárara en að vera þá úthýst. Verstu vonsvikin eru að mega ekki verða til góðs. Ef til vill svíður þig fleiri en ein endurminning um þetta frá bernsku. Rig langaði til að gleðja foreldra þfna eða einhvern á heimil- inu, en í stað þess að þjer væri tek- ið með opnum örmum og 'Jtögnuði, var þjer hrundið burt með kulda og höstugum orðum. Það var ekki tími til að hlusta á þig eða viðkomandi kærði sig ekki um það. Og báðir höfðu ilt af þvf, þú hrygðina, og hann missir gleðinnar, sem þú fjekst ekki að veita honum. Hefir þú ekki líka á síðari árum boðið þeim vin- áttu og trúnað, sem ekki þáðu það? Eða þú hefir borið fram áhugamál, sem menn hafa skelt við skollaeyr- um. Ó, jú. Þú veist hvernig er að verða fyrir úlhýsing, og þekkir að engin blessun fylgir þvf að útbýsa, síst þeim, sem ekki getur gengið annað en gott til að beiðast inn- göngu. Mjer finst næstum eins og prest- unum sje úthýst í sumum söfnuöum hjer á landi. Mjer finst hálfgert lok- að fyrir mjer bæjunum, — svo jeg sje hreinskilinn. Náttúrlega vita allir að þetta má ekki skiljast bókstaflega. Síst vantar að oss prestunum sje tekið ákjósanlega á bæjunum, og það betur en vjer eigum kröfu til eða verðskuldum, að því er greiða og viðmót snertir. En vjer eigum ekki trúnað safnaðanna, sumir hverjir að minsta kosti, — vjer erum ekki rjett nefndir sálusorgarar þeirra. — Nú skal jeg verða fyrstur til að játa, að sökin á þvi muni sumpart vera vor, — ef til vill jafn mikil eða meiri vor, en þeirra. — En hvað sem því líður mun oss öllum koma saman um, aö . þelta er illa farið, og á ekki svoj^að vera. Þess vegna vildi jeg

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.