Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1928, Blaðsíða 13

Bjarmi - 15.10.1928, Blaðsíða 13
UiAHMI 221 þegar fundir voru haldnir á heimili okkar og húsfyllir var af trúuðu og góðu fólki, en sálmasöngurinn barst um alt húsið? Hve oft bar það ekki við, að við lásum á samri stundu hið sama út úr svipbrigðum manna og glöddumst með sjálfum okkur! — Dýrmaetar og góðar minningar rifjast upp fyrir mjer og hjarta mitt fyllist þakklæti víð Guð — og við þig, elsku vinur! Mjer þykir einnig vænt um að hugsa til þess, að við höfum ætíð veriö samhent i uppeldi stúlknanna okkar litlu, Vibekku og Birgittu. — Ó, manstu hve viö vorum sæl, er við vissum að Víbekka mundi fæð- ast okkur? Við gáfum Guði dýrðina, þvi við fundum að hann hafði bundið hugi okkar saman, og við þökkuðum honum fyrir að hann hafði veitt okkur hið dýrðlega hlutskifli að verða faðir og móðir. Manstu eftir vetrarkvöldunum, er við sátum saman í legubekknum, eftir að stúlkurnar voru háttaðar, og okkur dreymdi um »drenginn« — sem þó reyndist að verða stúlka, engu ókærkomnari fyrir það — og við vorum að bollaleggja nm fram- tíð »hans« og hvað »hann« ætti að verða. — Ef við hefðum verið ósam- mála um að helga líf »hans« Guði, þá hygg jeg að sambúð okkar hefði orðið óbærjleg. — Jeg fæ aldrei skil- ið hvernig þeim hjónum er háttað, sem eru ósammála um þetta atriði, eða hvernig það verður afborið, þegar 8nnað hjónanna eða hvorutveggja er gagnstætt kristindómi eða stendur á sama um hann. — Gæfusama sam- búð okkar eigum við því að þakka, að hvorugt okkar hefir getað bent á sinn mátt, vissu eða vilja, heldur var grundvöllur hugsana okkar og líf- emis sá sami, sama takmark, sem við stefndum að í verki okkar fyrir börnin okkar og meðbræður. t*ess vegna var það, að við flýtt- um okkur að lagfæra það hvert hjá öðru eða leiðrjetta, sem aflaga fór i daglegri breytni okkar, og skyggt gat á guðsmyndina. Vissulega höfum við verið rík og hamingjusöm! Við verðum að halda áfratn að vera þakklát, Jóhannes! Við verðum að þakka aítur og aftur, það er lang- besta ráðið til þess að djörfung and- ans dvíni aldrei. — En jeg veit að þetta verður erfitt fyrir þig, þegar jeg fell frá, því jeg veit hve vænt þjer þykir um mig. En minstu þess þá að Guð er kœr- leikur, og það sem fram kemur við okkur er einnig kærleiki Guðs, hversu erfitt sem þjer fellur að trúa því! Þetta verður þú að hafa hugfast! Stundum er jeg hrædd um, að þjer gangi illa að skilja það, að jeg sje svona þakklát — að þjer detti í hug að jeg sje að hugsa um sjálfa mig, hugsi ekki nógu mikið um þig eða börnin. — En þú mátt vitaj'að mjer er gefinn þessi kraftur frá Guði; af eigin rammleik gæti jeg ekki leilt hugsanir minar inn á þessar brautir. Stundum hefir verið að því komið að hugsunin um ykkur hafi veitt hrygðinni yfirhönd í hjarta minu, en þá hefi jeg jafnan hallað höfði minu að krossi Krists og minst kær- leika hans, og hefi jeg þá altaf feng- ið fyrri djörfung mína aftur og getað þakkað á ný. — Þú verður einnig að varpa af þjer sorgabyrðinni við kross Krists, — jeg veit að þjer er þetta ljóst, en þó verð jeg að segja þjer að gera það, því jeg þekki það úr mínu eigin lífi, að oft reynum við að bera sorgina ein, með eigin kröft-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.