Bjarmi - 01.05.1931, Blaðsíða 11
B J A R M I
75
Fjelagarnir kölluóu hana Augjýsinguna.
Ekki þegar hún heyi'ói til, því enginn vilcli
móðga hana, heldur sín í milli. Og auk-
nefnið átti hún K. F. U. K. aó þakka. —
K. F. U. K. auglýsti sem sje samkomur
sínar á dálitlu spjaldi, sem sett var í loga-
gy.lta umgjöró, letrið á spjaldinu var end-
urnýjaó á hverjum mánudagsmorgni, - -
»Auglýsingin« ritaói á spjaldió allar sam-
komurnar, sem K. F. U. K. ætlaói sjer aó
halda þá vikuna. Og einhver fyndinn ná-
ungi fann einmitt upp á því, einn mánu-
dagsmorguninn, þegar setió var aó morg-
unveróinum, aó kalla stúlkuna »augiýs-
ingu«, og bætti því vió um leió, af þvi aó
hann var nú sanngjarn í aóra röndina —
»maóur veróur aó kannast vió að hún er
ágætis »auglýsing« fyrir trúarbrögóin<.
Þaó tók enginn undir þessa athugasemd,
en þaó vissu allir aó maóurinn sagói satt:
»Auglýsingin« var afbragós f jelagi, vinföst,
hjálpsöm, glaólynd, vingjarnleg, og dug-
legri og samviskusamari en hinar stúlR-
urnar, og öldungis laus vió aó koma sjer í
mjúkinn hjá yfirboóurunum meó smjaóri
eóa bakmælgi, og það var kostur, sem
flestir kunnu aó meta.
Einn mánudagsmorgun kom jeg inn i
morgunveróarherbergió, í sömu mund og
»Auglýsinin« var aö skifta um spjald í
rammanum, og gat ekki stilt mig um aó
segja hálf háóslega, aó þaó kæmu víst
fjarska margir í K. F. U. Ií. vegna þess-
arar auglýsingar. Hún svarói ekki alveg
strax, en þegar hún var búin aó gang'u
frá spjaldinu, þá sneri hún sjer aó mjer
og sagði ofur rólega: »Mjer væri þaó mikil
gleði, þótt þaó kæmi ekki nema ein — og
jeg- veit aó hún kemur!« Svo leit húii á
mig meó yndisfögru, ljómandi augunum.
Jeg veit ekki hvernig stóó á því, en jeg
varó æst út af rólega svarinu hennar, —
og mig langaói til aó segja eitthvaó ljótt,
sem gæti sært hana, og reitt hana til reiói,
en jeg ljet mjer nægja aó segja stutt í
spuna: »Jæja, þjer megió vera vissir um,
aó þessi eina, sem þjer vonist eftir, það
veróur ekki jeg«.
Daginn eftir komu skilaboó frá henni
um aó hún væri veik. Rjett á eftir var
hún flutt á sjúkrahús til uppskuróar, þaó
var botnlangabólga. Uppskuróurinn tókst
vel, en þegar hún kom aftur í vinnuna,
þá var jeg farin frá Höfn, og hefi ekki
sjeó hana síóan.
Einni viku síóar en »Auglýsingin« fór
í sjúkrahúsiö, fjekk jeg brjef frá föður
mínum, og þær frjettir, aó móóir mín
hefói fengió aökenning af heilablóðfalli.
Læknirinn gaf þó bestu vonir um aó hún
mundi jafna sig aftur, en faóir minn vilui
nú samt heldur aó jeg kæmi heim í svip-
inn. Móóir mín hafói skrifaó fáein oró á
brjefió, sem ótvírætt báru j^ess vott, aö
máttur hennar var þrotinn, og mjer skaut
mjög skelk í bringu, og misti alla löngun
til þess aó skemta mjer og hugsaói um
þaö eitt aó komast sem fyrst heim.
Þaó fóru samt nokkrir dagar í aó kveója
frændfólk mitt og kunningja, en þegar
þeir voru aó tala um, aó jeg hefói víst
notað vel dvölina í höfuóstaðnum og skemt
mjer prýöilega, þá hvíslaói samviskan aó
mjer, aó jeg hefói vanrækt aó kyrrnast
öllu jrví, sem snerti trúmálin. Unga stúlk-
an, sem vió kölluóum »Auglýsingu«, kom
þá. hvað eftir annaó í hug mjer, og jeg sá
eftir hvaö kuldalega jeg hafói talaó um
K. F. U. K.
Og svona fór þaó. Seinasta þriójudags-
kvöldió, sem jeg var í Höfn, vildi jeg
bæta úr Jressu, og var, áóur en jeg fylli-
lega áttaði mig á hvert stefndi, komin
að dyrum samkomuhússins »Bethesda«
kl. i-úmlega 8.
Jeg haföi talsveróan hjartslátt, þegar
jeg fór ofan þrepin og inn eftir löngum
gangi, þar sem margar ungar stúlkur voru
aö klæóa sig úr yfirhöfnum sínum. Jeg
fór eins aó, j>vj jeg vildi ekki aó mjer yrói
veitt sjerstök athygli, og svo fylgdist jeg