Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.05.1931, Side 16

Bjarmi - 01.05.1931, Side 16
80 BJARMI Hvaðanæva. l’rcstai' ojí prostaköll. Sr. Jón Finnsson á Djnpavogi og sr. Magnús Bjarnarson prófascur á Prestsbakka hafa báðir sótt um laus.n fvá prestsskap frá næstu fardögum að telja. Sr. Jón er fæddur 17. ág. 1865 á Desjamýri, var faðir hans sr. Finnur Þorsteinsson (f 1888) prestur þar, en síðar að Klyppstað í Loðmundar- firði. Sr. Jón vigðist að Hofi í Álftafirði 1890 og hefir því jijónað sama brauðinu í 41 ár. Besti drengur, segja allir kunnugir. Sr. Magnús Bjarnarson, f. 1861 að Leysingja- stöðum í Húnavatnssýslu, hefir verið prestur síðan 1888, vígðist þá að Hjaltastað, en fluttist að Prestsbakka 1896 og hefir verið prófastur í Vestur-Skaftafellssýslu siðan 1908. Er hann jijóð- kunnur maður fyrir margbreyttan dugnað o;,\ skörungsskap, og einn þeirra fáu, sem þjóðin tel- ur með kirkjuhöfðingjum. Sr. Gunnar Benediktsson í Saurbæ sagði af sör embætti fyrir skömmu og hefir fengið lausn án eftirlauna. Bjarmi telur það vel farið að hann skuli hættur prestsstörfum, en aldrei óskaði hann þess að það yrði með svo raunalegum at- burðum. Prestkosningar hafa farið fram í Iteykholts- prestakalli og Stóra-Núpsprestakalli. f Reyk- hoUsprestakalli hlaut Einar Guðmundsson 112 atkv. af 138. Hann var einn umsækjandi, 24 seol- ar voru auðir og 2 ógildir. Á kjörskrá 287. Kosn- ing varð því ólögmæt. j Stóra-Núpsprestakalii var líka einn umsækjandi, Jón Thorarensen. Hlaut hann 221 atkv. af 225, sem greidd voru. Einn atkvæðaseðill var auður, 3 ógildir. Á kjör- skrá voru 354. Kosning lögmæt. Um Stóra- Núp hafði sótt cand. theol. Porgrimur Sigurðs- son, en tók umsókn sina aftur, og sækir ura Grenjaðarstað. L.iótur muiinsöfnuðui'. — Það voru tveir ung- ir mentamenn að koma heim til ættjarðar sinn- ar eftir alllanga útivist. Þeir höfðu verið oftast hvor í sínu lagi og annar þeirra sjerstakiegá hafði sjaldan sjeð landa sína rúmt ár. En báðir höfðu þeir verið meðal þess fólks, sem taldi ljöt- an munnsöfriuð óhæfan dónaskap í húsum siðaöi a manna. Þar var jafnóhugsanlget að nokkur færi að blóta eins og hitt, að hrækja á borð eða stóla. Á leiðinni til íslands með skipi talaði annar þeirra um, hvað hann hlakkaði til að heyra bráó- um ekkert talað annað en ísleiisku. •—, En þegar i'yrstu bátarnir ú fyrsta viðkomustað skipsins lögðu að skipshlið, sagði hinn ferðamaðurinn við fjeiaga sinn: »Jæja, þá heyrum við aftur »blessaða mnour- málið«, sem þú varst aö hlakka til. Jeg fyrir rnitt leyti hefði nú helst kosið að skilja ekkert af þessum blótsyrðafjölda. Jeg mundi stórfyriiverða mig gagnvart samferöafólkinu, ef það skildi ís- lensku. Það mundi halda að hér væru tómir skrælingjar«. Það eru liðin 30 ár si'ðan þetta gjörðist, en aklrei inun hinurn gleymast hrollurinn, sem fór um hann við þessi orð. Hann gat ekki and- mælt þeim. Menn sjá það ekki, að það er synd aö blóta og leggja nafn Guðs viö hjegóma, en þeir ættu m. k. að sjá að það er dónaskapur, hreinn og beinn skrælingjaháttur. Ritstj. Sameiningarinnar minnist á þennan ðsið i blaði sínu, 2. tbl. þ. á. Þar segir svo m. a.: »Oft má af máli þekkja manninn, hver helst hann er«, segir Hallgrímur Pjetursson I Pasaíu- sálmunum, og í tímaritsgrein hefir dr. Guðmund- ur Finnbogason sagt, að íslendingar blóti nðg fyrir allan heiminn. Ekki er það sem viðkunntvn- legast, ef vjer Islendingar auðkennumst sjerstak- lega á þvl, hvað vjer getum talað mikið ljófct. Margir þeir, sem ferðast hafa til Jslands, hafa haft orð á því, að þeim hafi ofboðið, hve ljötan munnsöfnuð fólk hafi þar í daglegu tali. Sumir annars mætir menn og prúðir, sem komið hafa frá íslandi og ferðast hjer um, hafa vakið eftir- tekt á sjer fyrir það, meðal annars (sem fiest hefir veriði gott og fagurt), hve »afskaplega« þeir blóta. Sögur ganga af því hjer vestra, að þar heima í Reykjavík standi kvenfólk kárlmönr.um ekki að baki í þessari iþrótt. Mest er til þess tekið, hve það tíðkast nú að fljetta nafn Gaös inn i blótsyrðin, eða hafa það um hönd I gáleysí. Er það sjerstaklega særandi fyrir þá, sent enn telja Guðs nafn heilagt«. í jólakveðjusjóö: Reykdælahr. (S. J.) 10 kr. í Krlstnlboðssjóð: Sr. Sk. Sk. 5 kr., »Á sumaid. fyrsta« 5 kr., Önnur 11 ára stúlka V.str. sendi 5,47 kr., Húnvetn. 50 kr., Jak. Jak. Hólmavík 60 kr., 2 konur 1 Elliheimilinu í Rvik 3 kr., sr.. Þorv. Þorv. 20 kr., frá söfnuðinum i Vestmannaeyjum 215 kr. 77 au. Nýbreytni- þar að taka við gjöfui.t til kristniboðs eftir guðsþjónustur; en var tekið prýðilega eins og gjöfin sýnir. Tll stiandaiklrkju: J. B. Akureyri 10 kr., Hjónin á Kálfatjörn 22 kr. (áheit). útgefandi: Slgurbjörn Á. Gíslason. P>’entsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.