Bjarmi - 01.11.1932, Blaðsíða 1
XXVI. árg.
Nóvember og desember 1932.
21.—24. tbl.
Á jóladag.
Jólin eru komin. Öþrjótandi g-leðiupp-
spretta ár eftir ár fyrir börnin, en .hvaö
* flytja þau eldri kynslóð, sem hvergi sjer
leiö út úr skammdegismyrkri erfiðleik-
anna?
»Þjer munuð finna reifað barn í jötu,«
var forðum boðað. En barnið er horfið
þaðan. Umhverfið er allt annað. Landar
hans, sem áður var í jötu, nelgdu hann
seinna á kross, en hann er þar ekki leng-
ur. Hann er upprisinn og kominn til upp-
hæða.
Hefir hann þá alveg yfirgefið jörðina?
Er »jólagleðin« nokkuð annað en fagur
draumur, leikfang barna og ímyndun veik-
geðja fólks? Svo spyrja ýmsir, sem and-
streymið þjáir, meðlætið blindar eða kjark-
leysi rekur í felur. Og úti æða herskarar
myrkranna,; hæðast að öllu heilögu, of-
sækja lærisveina Jesú og undirbúa al-
menna sókn gegn ríki ljóssins. —
Þá þarf meira en jólatrje og ljúfar end-.
urminningar til að skapa .jólafögnuð.
Það er allt svo breytt frá fyrri dögum.
Drottinn sendi son sinn í fyllingu tím-
ans til að frelsa mennina. Undirbúnings-
tíminn var langur og mörgum erfiður
Hann sendir hann í annað sinn til að
Ijúka reikningum við mannkyniö, sem
hirðir svo lítið um hann. - - Sa undirbún-
ingstími stendur enn, - og er ef til vill
bráðum á enda. Minsta kosti líða ekki
margir áratugir þangað til kynslóðin, sem
heldur jól eða vanrækir jól í dag, er horf-
in af jörðu, og kölluð til reikningsskila.
Kemur hún þá tómhent? Kemur þú tóm-
hentur? Fjekstu aldrei jólagjöf, sem þú
getur flutt með þjer í ósýnisheim?
»Yðu,r er í dag frelsari fæddur,« boð-
uðu englar fyrrum og- boða lærisveinar
í dag. Er þjer það jólagjöf eða tóm orð?
Svar þitt sker úr, bvort þú ert lærisveinn
íi raun og veru.
Jólin eru ekki fyrst og fremst gleðskap-
ardagar með gjöfum og viðhöfn, sællífi og
solli, - þar sem ekkert er annað þar er
enginn kristindómur.
Jólin, kristin jól, eru samverudagur
smælingjans við fótskör hátignarinnar,
syndarans við fætur frelsarans. Öhreinn
kem jeg með engar málsbætur, bið líkri-
ar, og fæ fyrirgefningu. Brott með ímynd-
un og alla blinda trú á sjálfum þjer. —
Kom og' reyndu sjálfur, hvort þú finnur
nokkurt hjalpræði. Marga lærisveina hitt-
ir þú á þeirri leið, sem segja þjer: »Hann
hjálpaði mjer, hann frelsaði riiig og gaf
mjer meira en jeg bað um.«
Best er þó að vera einn með frelsar-
anurn. Lokaðu dyrunum. Leitaðu í alvoru