Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.11.1932, Side 4

Bjarmi - 01.11.1932, Side 4
164 B J ARMI en síðara kvöldið sagði sra Bjarni Jóns- son frá ýmsum ferðaminningum frá för þeirra prófastshjónanna suður til ítalíu liðið sumar. Um 50 manns sóttu skilnað- samsætið síðasta kvöldiá Þannig var ytri umgjörð fundarins og má af henni einni ráða að stórmál voru rædd og ræðumenn úr ýmsum áttum. Ánægjulegt væri, ef Bjarmi hefði get- að flutt öll erindin og greinilegan útdrátt úr umræðunum, en þess er engin kostur. Erindi þeirra sra Bjarna, sra Ingimars og Freysteins skólastjóra voru ekki skrif- uð og ritstjóri náði ekki ágripi nema af einu þeirra, sem hjer er birt í blaðinu. En samt má bæta dálitlu við þetta ágrip. Ólafur Björnson kaupm. á Akranesi var kosinn fundarstjóri, til vara S. Á. Gíslason, fundarritarar voru Sigurbjörn Einarsson stúd. theol, Sig.hvatur Brynj- ólfsson tollþjónn og Gunnar Jóhannesson kand. theol. Áður en dagskrá hófst mintust fundar- menn sra Árna heitins Björnssonar, sem jafnan hefir sint vel þessum fundum og var í fyrra kosinn í undir.búningsnefnd þeirra. Ennfremur las S. Á, G. ýms brjef sóknarnefnda, sem sóknarnefnd dómk. höfðu borist. Voru þar eindregin andmæli gegn prestafækkunartillögu landlæknis. Erindi undirritaðs um trúmálahorfur verðu,r ekki rakið hjer, en á eftir því tóku til máls: Einar Ásgeirsson Akranesi, Jóhs. Sig- urðsson Rvík, frú Guðrún Einarsdóttir Hf., Steingrímur Benediktsson Vme. Magnús Jónsson prófessor, Jón Ilelgason prentsm.stj., Sigurður Pálsson stud. theol., Armann Eyjólfsson trúboði og Sigurðui Guðmundsson ritstj. Þótti sumum erindið of bjartsýnt og öðr- um fjell það vel, en allir voru sammála um að tækifærin til góðra framkvæmda væru mörg og stór og áríðandi að nota þau vel. Eftir morgunbænir flutti Jóhs. Sig- urðson erindið: »Á hafi og í höfn.« Kom hann víða við og sagði mörg dæmi um blessunarrík áhrif sjómannamissíónarinn- ar. Hefir hann sjálfur starfað að því mál- efni með óþreytandi á.huga bæði í Rvík og á Siglufirði. — 1 haust sem leið flutt- ist starfið í Rvík í ágætt húsnæði í Varð- arhúsinu og er þar daglega húsfyllii- um þessar mundir, annars verður erindið ekki rakið nú, af því að Jóhs.. mun hafa í huga að flytja það víðar. - - Umræðurnar sner- ust allar á einn veg, að þetta starf þyrfti að efla, og tillaga í þá átt var samþykt í einu hljóði. Til máls tóku auk frummæl- anda: S. Á. Gíslason,. Sigurður Halldórs- son, Steingrímur Benediktsson, Jens Jens- son, frú Guðrún Einarsdóttir,, Kr. Sveins- son, Ásm. Gestsson, sra Jón Þorvarðar- son. — Erindi sra Ingimars um helg'idagamál- ið var mjög íhugunarvert. Taldi hann að þrenn fök styddu helgidagsboðorðið: trú- arleg,, liagfræðileg- og menningarleg. Sjer- stakur dagur væri nauðsynlegur til helgi- Iialds og guðsþjónustu. Hagfræðilegar rannsóknir sýndu, að starfsömum mönn- um væri nauðsyn hvíldar m. k. 7. hvern dag, og sú hvíld því raun rjettri beggja gróði; verkamanns og vinnuveitanda. — Hvíldardagurinn gæfi og vinnandi mönn- um tækifæri til að vera með fjölskyldu sinni og' auðga þekkingui sína. Svipur þjóð- fjelagsins myndi breytast menningarlega, ef helgidagshaldið væri afnumið. Lögg'jöf væri nauðsynleg um þessi efni bæði til heilla þeim máttarminni og allri þjóðinni. Að ending'u. talaði hann um breytingar- tillögur prestafundarins við helgidagalög- g-jöf vora og flutti tillögu, sem samþykt var. Til máls tóku: Jóhs. Sigurðsson (2var), f.rú Ingunn Einarsdóttir Rvík, S. Á. Gísla- son, Gísli Sigurbjörnsson,- Einar Ásgeirs- son, Sighvatur Brynjólfsson, frú Ragn- hildur Pjetursdóttir Rvík, frú Guðrún Einarsdóttir.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.