Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1932, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.11.1932, Blaðsíða 5
BJARMI 165 Þegar þeim nmræðum var lokið um kl. 51 siðd. á þriðjudag flutti sra Bjarni Jónsson stutt erindi um kvödmáltíðina á eftir fóru, allmargir fundarmenn til alt- aris. Var það góð stund og kyrlát. Eftir morgunbænir á miðvikudagsmorguninn flutti sra jSigurður Þorsteinsson erindi um kristniboð, og sagði aðallega frá starfi Norðmanna í þyí máli. Við umræðurnar á eftir KÖgðu ýmsir fulltrúar kristniboðsf jelaganna frá fje- lagsstarfjnu hjerlendis og fluttu kveðj- ur. En annars tóku þar til máls: Jens Jensson, Ingunn Einarsdóttir, S. Á. Gísla- son (tvisvar), fr. Halldóra Bjarnadótt- ir, fr. Halldóra Einarsdóttir, Hf., fr. Helga Þorkelsdóttir, Ilf., fr. Bentína Hall- grímsson (tvisvar), fr. Steinvör Símonard. Vatnsleysustr., fr. Soffía Þórðard. Vme., fr-. 'Guðrún Einarsd. Hf.,, Jóhs. Sigurðss., Kristmann -Tómasson, Akranesi, fr. Krist- ín Sæmundsd. Rvík. Um hádegið fluttu bílar, frá sóknar- nefnd dómkirkjunnar, um 40 aðkoinna fulltrúa inn að »franska spítala«„ þar sem Reykjavíkur-söfnuðir hafa komið upp stórvaxinni líknarstarfsemi. Fá þar nú (í lok nóv.) um 350 manns miðdegisverð, flestir ókeypis, og auk þess er gefin mjólk, fatnaður, kol o. fl. mörgum fátækum barnaheimilum. Aðkomumenn kyntu sjer þetta starf og keyptu sjer miðdegisverð. Voru margar ræður fluttar, meðan setið var að borð- um. Fundarsalurinn í K.F.U.M. var nærri fullskipaður, er fundur hófst að nýju, um nónbilið. Freysteinn Gunnarsson, skólastj., flutti þá erindið, sem birt er ágrip af hjer í blaðinu. Til máls tóku á eftir, auk frummælanda (sumir oftar en einu sinni): Sr. Árni Sig- urðsson, Aðalsteinn Sigmundsson, kenn- ari, Arngrímur Kristjánsson,, kennari, Jóhs. Sigurðsson, S. Á. Gíslason, fr. Ragn- hildur Pjetursdóttir, sr. Ásmundur Guð- mundsson, dócent, Gunnar Magnússon, kennari, fr. Halldóra Bjarnadóttir, sr. Jón Thorarensen, Sigurjón Jónsson, bók- sali, Rvík, Sigurbjörn Þorkelsson, kaupm., Aðalsteinn Eiríksson, kennari, sr. Valgeir Helgason. Ágreiningur )bg nokkur hiti kom fram við þessar umræður. Vildu sumir kennar- ar, er til máls tóku, enga íhlutun frá presta hálfu um kristindómskenslu skól- anna„ og toru ósamþykkir tillögu frum- mælanda í þá átt. -- Á hinn bóginn þótti sumum hinna kristindómskensla sumra kennara nokkuð losaraleg'. Kennurum var veittur atkvæðisrjettur um tillögu skóla- stjóra. Segir fundarbókin, að 4 hafi greitt atkvæði gegn síðari tillögunni, en heyrst hefir, að kennarar segi, að þeir jliafi ver- ið 6. Allir aðrir fundarmenn samþyktu hana, svo að »vantalningin« skiftir litlu. Og hvað sem öðru líður, má ætla, að flestir viðstaddir hafi sannfærst um, að það sje æskilegt, að slíkir samtalsfundir verði oftar framvegis, en undanfarið. Kristindómsfræðslan er svo mikið vanda- mál, að það væri fásinna, ef nokkrir hlut- aðeigendur, for.eldrar, kennarar eða prest- ar, skoruðust undan að tala um hana í fullri hreinskilni. Mælendaskrá frá þessum fundi öllum sýnir, að leikmenn áttu langmestan þátt í öllum umræðum, og' sumir aðalleiðtogar þjóðkirkjunnar sáust þar sjaldan eða al- drei. Búa þeir með því afskiftaleysi í hag-* inn fyrir þá leikmenn, sem efla vilja tor- tryggni í garð presta, alment og fjárlægja allt sjálfboðastarf trúmála frá kirkjunni. Það ætti þó að vera nokkurnveginn ber- sýnilegt hlutverk klerkastjettarinnar að laða áhugafólkið til samvinnu; þá má laga ýmsa sjervisku, sem að því kann að sækja, og þá standa klerkar ekki einir síns liðs, er guðleysið sækir fram. Heill þeim ungu prestum, sem þetta sjá, og sýna, að þeir eru fúsir til samvinnu við trúaða leik-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.