Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1932, Síða 6

Bjarmi - 01.11.1932, Síða 6
166 B J ARMI menn. Rjettum þeim hlýja bróðurhönd. Fundurinn samþykti þessar tillögur, all- ar í einu hljóði, nema tvær: 1. Hinn almenni fundur presta- og- sóknarnefnda, haldinn í Reykjavík 17.-— 19. okt. 1932, skorar á kennarastjett lands- ins og prestastjett, að vinna að aukinni samvinnu, sín á milli um kristindóms- fræðslu,, t. d. með sameiginlegum funda- höldum kennara og presta, þar sem þeim verður við komið. 2. Enn fremur telur fundurinn æski- legt, að prestar taki að sjer kristindóms- fræðsluna í barnaskólum, þar sem hög- um er svo háttað, að slíku mætti við koma, og ekki er völ á kennurum, sem sjerstak- an áhuga hafa á kristindómsfræðslu. 3. Fundurinn lýsir eindregnu fylgi sínu við samþyktir síðasta aðalfundar prestafjelagsins um nýja helgidagalöggjöf og skorar á þing og stjórn að vinna að því, að slík löggjöf komist á hið fyrsta. 4. En jafnframt skorar fundurinn á alla góða borgara, að stuðla að því, að þeim helgidagalögum sje hlýtt, sem vjer höfum nú, og að sannur helgidagafriður geti eflst með þjóð vorri. 5. Fundurinn beinir þeirri ósk til kirkjuráðsins, að það sendi öllum prest- um landsins áskorun þess efnis,, að þeir haldi sjómannaguðsþjónustur ár hvert og gefi söfnuðum sínum kost á, að leggja fram fje til kristilegs starfs meðal sjó- manna. • 6. Fundurinn tjáir sig samþykkan áskorun -þeirri um baráttu gegn áfengis- smygli og launsölu, er birt var í blöðun- um í sumar sem leið. Níu manna nefnd var kosin til að und- irbúa næsta fund að .hausti. Fundinn sóttu allir þjónandi prestar Kjalarness pófastsdæmis, nema tveir (H. H. Mosfelli og H. J. á Reynivöllum), og ennfremur: sr. öskar Þorláksson á Prests- bakka, sr. öfeigur prófastur Vigfússon, sr. Guðmundur Einarsson á Mosfelli, sr. Jón Thorai-ensen, Hruna, sr. Valgeir Iielgason, Skarði, sr. Ólafur ölafsson á Kvennabrekku, sr. Magnús Guðmunds- son í Ölafsvík og sr. Jón Þorvarðarson á Akranesi, eða alls 13 þjónandi þjóðkirkju- prestar og tveir fríkirkjuprestar. Þá komu og fjórir uppg'jafaprestar, 2 guðfræðis- kennarar háskólans (Á. G. og M. J.), þó nokkurir guðfræðiskandidatar og stúdent- ar, nál. 50 íulltrúar safnaða og kristilegra fjelaga, tíu kennarar og marg't áheyrenda. ------------ Bænavikan 1933. SUNNUD. 1. JAN. Ræðutextar: Op. 22, 13.; 21, 5.; Hagg. 2, 19.; Jes. 42, 10. MANUD. 2. JAN. Þakkargjörð og játnjng. Lofum Guð föður fyrir ósegjanlega miskunn, Guðs son fyrir óskiljanlegan kærleika, Guðs heilaga anda fyrir ótrúlegt umburðarlyndi við þverbrotna menn og' nærgætni við lærisveina. Lofum þríeinan Guð fyrir himinháa náð, þrotlaust hjálp- ræði og eilífðar-dýrð. Vjer könnumst vió vanrækslu vora gagnvart ótæmandi uppsprettum,, upprisu- kraft hans höfum vjer lítt höndlað, fyll- ing andans farið fram hjá oss og tregir vorum vjer til að fá honum alla lykla viljalífs vors. Vjer biðjum þig, Guðs góði andi, tak þjer bólfestu hjá oss, að syndin dvíni, orð sannleikans lýsi oss, og kærleikur Drott- ins gagntaki oss, að allt vort líf ummynd- ist til hreinleika og dýrðar Drottins. Jóel 2, 21—32.; Róm. 6„ 1—14.; Hebr. 13, 7—21.; I. Pjet. 1, 1—16.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.