Bjarmi - 01.11.1932, Side 8
168
BJARMI
LAUGARD. 7. JAN.
Heimatrúboð.
Vjer þökkum, að fornt hatur Gyðinga
gegnt kristinni kirkju, fer dvínandi, en
virðing vex gagnvart Kristi, og víða sönn
trú. Vjer þökkum og allan kærleika til
starfs meðal þeirra, sem annars færust
í eymd og synd.
Vjer játum gamla og nýja hleypidóma
gagnvart Israelsþjóð, vanrækslu vora í
líknar- og björgunarstarfi, er vjer gætt-
um þess ekki, sem skyldi, að fagnaðar-
erindið er aðalbót gegn allri eymd.
Vjer biðjum, að söfnuðir Guðs skírist
heilögum anda og viðreisnarstarf meðal
ógæfubarna eflist krafti hæða.
Á Bjarmi að hætta.
Nú er svo komið fjárhag Bjarma aó
(>víst er, hvort hann kemur út næsta ár.
Það er ekki beinlínis ánægjulegt að
flytja þær frjettir hundruðum trúfastra
vina hans fjær og nær, sem alt af hafa
sýnt. honum full skil og margbreytta vin-
áttu áratugum saman, og oft tjáð mjer að
þeir hlökkuðu til þess, er pósturinn kæmi
með Bjarma. En því miður eru þeir ekki
nógu margir, og hefir fækkað til muna
nú í fjárhagsvandræðunum, og efna-
hagur ritstjórans leyfir það ekki að hann
leggi blaðinu mörg hundruð krónur árlega
áfram au,k allrar vinnu við blaðið.
Ilins vegar á blaðið mikið fje í ógreidd-
um ársgjöldum, og' þó enn vissari tekjur
í vináttu fjölda manna, sem munu telja
skarð fyrir skildi, ef Bjarmi hættir alveg.
Satt að seg'ja á jeg bágt með að trúa
því, að þetta sje síðasta tölublað Bjarma,
enda þótt nokkurt hlje verði á, útkomu
hans eftir nýárið. tJr fjárhagsvand-
ræð.um getur ræst á ýmsan hátt:
Áhugasamt fólk getur gert samtök um
að kaupa svo eða svo mörg' eintök handa
þeim, sem vilja fegnir fá blaðið, en geta
ekki borgað það. Ritstjórinn veit uan
mörg slík heimili. Kristileg fjelög gætu
keypt nokkur eintök handa efnaminstu
meðlimum sínum. Ef t. d. 25 menn keyptu
sín 5 eintökin hver og 4 eða 5 kristileg
fjelög keyptu, 8 eða 10 eintök hvert og'
borguðu fýrirfram, þá gæti blaðið hald-
ið áfrarn. Á barnsaldri (4 eða 5 ára) varð
Bjarmi svo fátækur að nærri lá að hann
hætti, en þá gengust prestshjón yfir í
Winnipeg fyrir því að ýmsir góðir landar
vestra hjálpuðu blaðinu út úr erfiðleikun-
um. Nú er aðstaðan önnur þar. Eng-
inn sra Jón eða frú Lára Bjarnason eru
þar til forgöngu, og flestir íslenskir land-
námsmenn látnir. — Þó eru þar bæði leik-
menn og prestar, sem mundu, fúsir til að
líkjast þeim Bjarnasonarhjónum í þessum
efnum, ef kreppan væri ekki jafn harð-
hent þar vestra og hún er. — Og þó
gæti jeg trúað nokkrum Bjarmavir.um
vestra til að sþyrja kirkjuleg kvenfjelög
að því, hvort þau vilji ekki panta nokkur
eintök til að gefa íslénskum heimilum í
dreifingu, er aldrei mundu ella fá kristi-
legt blað frá Fróni. Fyrir 10 dollara sendi
jeg fús 10 eintök eins og gengið er nú.
Sém sagt jeg býst varla við að Bjarmi
komi út fyrstu mánuöi næsta árs„ nema
vinir hans í lieykjavík og nágrenni verði
þá því handfljótari. En þegar vorið nálg-
ast, ætti það að koma í ljós, hvað g'jöra
má. Jeg bið engan um neinar gjafir og
allra síst að þeir taki á sínar herðar þá
fjárhag'sáhættu, sem fylgir þessari blaða-
útgáfu nú, en bendi aðeins á þessi ráð;
þeim fylgir ekki þungur skattur fyrir þá
sem eitthvað eiga. En á þenna veg má
fjölg-a lesendum og- tryggja framtíð blaðs-
ins meðan kreppan er þyngst, Fús er jeg
til að gefa einhverja 2 eldri árganga blaðs-
ins með hverju eintaki sem fyrirfram er
borgað af næsta ári, ef menn borga burð-
Frli. á bls. 185,