Bjarmi - 01.11.1932, Qupperneq 9
BJARMI
169
Frá kristilegri æskulýðs-
starfsemi í Noregi.
Eftir síra Ó. S. Þorsteinsson, Bjarkey.
Erindi flutt 17 10. í fríkirkjunni
í Rvík I samb. við sóknarnefnda-
fundinn.
Hin kristilega æskulýðsstarfsemi í Nor-
egi er orðinn töluvert fjölbreytt, eins og
víðar, og- það sem hjer fer á eftir, eru
aðeins lausir drættir.
Fyrst skal minst á Æskníýðshjálpina,
sem er alveg ný kristileg starfsgrein, Yill
hún reyna að bæta ofurlítið úr atvinnu-
leysisbölinu meðal æskulýðsins. Hún á rót.
sína að rekja til kirkjulegs þjóðfundar,
er haldinn var í Oslo í fyrra haust. Var
þar töluvert rætt um þá líkamlegu eymd
og siðferðislegu hættu, er iðjuleysinu
fylgdi. Einn Oslo-prestanna lýsti dálítið
ástandinu í höfuðstaðnum,. hvað þetta
snerti, og sýndi fram á, hvernig iðjuleys-
ið drægi dug úr efnilegum ungmennum,
og kæmi spilling og kæruleysi af stað.
Skoraði hann á alla áhugasama kristna
menn, að hefjast handa þegar í stað,
mynda samtök og leggja eitt.hvað í söl-
urnar, svo um munaði, til varnar þeirri
hættu, sem yfir æskulýðnum vofði. Er-
indi þetta og áskorun,, vakti mikla athýgli
á fundinum og víðar. Málið var óðara tek-
ið til rækilegrar meðferðar og komst á
endanum í hendur kirkjustjórnarinnar.
Þegar eftir áramót í fyrra, var hin nýja
starfsgrein komin á laggirnar, sem sjálf-
stætt landssamband innan kirkjunnar,
með ólaunuðum starfsmönnum. Aðalstjórn
sambandsins hefir sæti í Oslo og er skip-
uð þeim mönnum, sem best eru kunnir
velferðar- og atvinnumálum og marg-
reyndir að dugnaði. 1 biskupsdæmi hverju
er stiftsnefnd,, en sóknarnefndir velja
nefnd innan hvers safnaðar, er semur
lista yfir atvinnulaus ungmenni, gengst
fyrir fjársöfnun, bendir á einhver fyrir-
tæki og tekur við umsóknum.
Aðalstjórnin hefir þegar gefið ýmsar
leiðbeiningar um ýms fyrirtæki, sem
hamla megi iðjuleysi og veita ofurlítið í
aðra hönd, Það er bent á samvinnu við
ýmsar eldri stofnanir,. sem veita styrk til
jarðabóta, skógræktunar, fiskveiða o. s.
frv., en þó er hvað mest áhersla lögð á
ýms iðnaðarfyrirtæki, sem geti borið sig
sjálf og veitt mörgum atvinnu. Heimilis-
iðnaður og smá-iðnaður gæti verið miklu
meiri en hann er í Noregi,, því nóg er
efnið til að vinna úr, og rafmagn nálega
allstaðar, til vjelareksturs. lÁrlega er flutt
inn mikið af iðnaðarvarningi, sem smíða
mætti heima fyrir, og gæti veitt þúsund-
um manna atvinnu. En það sem mest
hamlar heimaiðnaðinum er„ að erfitt er
að koma varningnum fljótt og kostnaðar-
lítið á markað og að fje skortir til vjela-
kaupa. Æskulýðshjálpin hefir tekið þetta
til meðferðar og er að reyna gið finna
einhverjar nothæfar leiðir. Þau fyrirtæki,
sem v,auðveldast er að koma í framkvæmd,
eru smárnámskeið, þar sem ungmenni geta
fengið ókeypis tilsögn í að smíða úr trje
eða málmi, fljetta, binda, sauma, vefa
eða gera við skó, og þó þau gefi ekki mik-
ið í aðra hönd, geta þau ýtt undir iðjusemi
og sparnað og hjálpað einhverjum, til að
koma fótum undir sig. Hugsjónin er, að
hjvlpa þeim, sem hjálpa sjer sjálfir, og
margur æskumaðurinn á framtakssemi og
starfslöngun, en er þó öll sund lokuð. Þá
er hjálparhöndin ómissandi, ef vel á að
fara.
Æskulýðshjálpinni hefir yfirleitt verið
vel tekið,, og iyða er búið að koma á æsku-
lýðsnefndum, sjerstaklega í borgum og
bæjum, þar sem mest ber á atvinnuleys-
inu. Miklu fje hefir verið safnað við
merkjasölu, samskot og gjafir frá ein-
staklingum og ýmsum fjelögum. Það er
til þess ætlast, að þeir, sem atvinnu hafa,
miðli þeim, sem atvinnulausir eru, eftir