Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.11.1932, Side 13

Bjarmi - 01.11.1932, Side 13
BJARMI 173 sjómensku lýtur. Annars sækjast margir eftir að ná í þessar ferðir í sumarfríun- um. Einhver fulltrúanna er leiðtogi far- arinnar, og oft er þarna margt trúað fólk saman komið. Samkomur eru haldn- ar bæði um borð og í la’ndi, og stundum sýndar skuggamyndir og kvikmyndir, sem teknar eru á ferðunum. öðru hvoru eru bátar þessir gerðir að skólaskipum og hald.in þar leiðtoganámskeið. Pá eru skólarnir heimsóttir,, flutt erindi um borð og samkomur haldnar á kvöldin, í upp- ljómuðum og troðfyltum kirkjum,, og þá oft fjölmenn altarisganga að endingu. Eftir á þyrpast börn og ungmenni um borð og menn skemta sjer við söng og hljóðfæraslátt, samræður eða leik á þil- fari bátsins. Priðju ferðirnar eru »presta- leiðangrar«, og hefir þeim ekki hvað minst verið fagnað. Pað er langt á milli presta, sumstaðar í Noregi, og söfnuðirnir stór- ir og fjölmennir, og þegar K.F.U.M fór að bjóða prestum í leiðangra, slóu þeir ekki hendinni á móti boðinu, en fóru stundum yfir fjöll og fyrnindi, til að ná í »Brand«. Ferðir þessar eru prjed.ikunar- ferðir, og fer báturinn með prestana frá einni kirkju til annarar, eða skiftir þeim niður. Með þessu móti má halda guðsþjón- ustur á 2 til 4 stöðum á dag og koma miklu í verk á stuttum tíma. Allt þetta fórn- fúsa starf miðar að hinu sama, að leiða æskuna til Meistarans. Peir eru fleiri en einn, sem taka undir með blinda skáld- inu, og segja: »Me livet set inn, til dess at me vinn, dei unge i Noreg for Jesus.« Ó. S. Þorsteinsson. 1511)1 íuíjIcIhk IVorðmanna ljöt selja og gefa ár- ið sem leið 70781 biblíur og- bibllurit; en alls eru ]>au orðin 3362585 síðan fjelagið var stofn- að 1816. Fyrst tók það 72 ár að koma þeim 1 hálfa miljón, á 15 árum bættist önnur hálf milj- ón við, á næstu 12 árum fór næsta miljónin og er nú, 16 árum slðar, komið þetta á fjörðu miljónina. Par er engin afturför. Boðin heim um jólin. - Knut Hogstml. — Sigríður gekk í mentaskólann og var ein af bestu nemendunum þar, Ilún var kát og glöð stúlka, en gat þó líka verið alvarleg. Pað var ekki svo sjaldan, að orð hennar báru þess vott, að hún var í raun og veru alvörugefin. Hún var frá góðu heimili, að því er ytri ástæður snerti; en sannur kristindómur átti þar ekki heima. Ungur prjedikari var kominn til bæjar- ins og hafði samkomur í bænahúsinu. Og sú fregn barst til nemenda skólans, að vakning væri meðal samkomugestanna. Svo var það einu sinni í kensluhljei, að einn af elstu skólapiltunum stakk upp á því, hvort þau ættu ekki að fara í bæna- húsið í kvöld. Sigríður rak upp skellihlát- ur, og svo hlógu öll skólasystkinin með henni. »Ætli við verðum ekki nógu fljótt gömul, þó við förum ekki að ganga í bæna- húsið,« sagði einhver. En viti menn: um kvöldið, þegar sam- koman byrjaði, voru allmörg skólasyst- kini komin og búin að fá sjer sæti í bæna- húsinu, og þar á meðal Sigríður. I byrj- un kunni hún ekki við sig þarna inni, rjett eins og hún væri komin í annan heim, En innan skamms var það liðið hjá, og nú hlustaði hún með athygli á vitnis- burð prjedikarans, um alvöru lífs og dauða, um kærleik Guðs og hið fullkomna hjálpræði í Kristi Jesú, Þessum manní var alvara, og hann trúði því, sem hann sagði, fanst henni. Tilfinningar hennar voru undarlegar, þegar hún gekk til hvílu það kvöld; hugs- anirnar svo viðkvæmar, að hún gat ekki tár.a bundist. Já, hvað gagnaði það í raun og veru, þó að manni liði vel hjer í lífi, ef allt væri í óvissu þegar óendanleg ei- lífðin tekur við. Það kvöld bað Sig'ríður til Guðs í fyrsta sinn.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.