Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.1932, Qupperneq 18

Bjarmi - 01.11.1932, Qupperneq 18
178 BJARMI Margir g'leyma Guði á unglingsárun- um og' öllum verður það ógæfa, .jafnvel þótt þeir sumir snúi við aftur, Reynslan sannar það, gömul og ný. Nefna má nokkur dæmi, sem staðfesta það. Þú hefir heyrt um Pál frá Tarsus, besta heiðingjatrúboðann. Hann gat aldrei fyrirgefið sjálfum sjer, að hann lifði æskuárin í óhlýðni við Guð. »Jeg er þess ekki verður að kallast postuli, með því að jeg ofsótti söfnuð Guðs,« segir hann, þegar sárar minningar frá bernskunni rifjast upp fyrir honum. Einu sinni hefi jeg lesið eitt 6—700 ára gamalt íslenskt kvæði,, sem heitir »Harmsól«. — Þar kveður skáldið um Jesú Krist, sem er eins og sólin, er tekur burt alla sorg. En það hvílir líka einn skuggi yfir bernskuárum skáldsins. Hann hafði ungur hirt lítt um vilja Guðs, eins og þetta erindi hans sýnir: Ungr vöndumk ek, yngvi of derfila at hverfa (lítt gáðak þá), þjóðar, (þín) ept vilja mlnum, enn snörak jafnan mínum, ilt ráð þás mik vilti, dýrð hittandi Drottinn dáðrakkr, við þér hnakka.« Að líkindum hefir þú lesið eitthvað um kirkjuföðurinn Ágústínus. Sagan segir að þegar hann var orðinn gamall, jiá hafi hann oft setið í einrúmi og grátið sárt. Hversvegna? Svarið finnur þú í æfisögu hans: »Jeg lærði svo seint að elska lausn- ara minn.Jeg gleymdi sjálfum mjer í g'já- lífi heimsins,, og þú þagðir, ó, Guð. - Alt of seint ert þú orðin einasta gleðin mín.« Það er ekki gaman fyrir öldunginn að verða að gráta yfir blómatíð lífsins Ef maðurinn flýr ekki á náðir Guðs og leitar hjálpar hjá honum, þá mishepnast lífið hans algjörlega. Enginn kom of snemma í lifandi samfjelag við skapara sinn, en margir gráta yfir eyðilögðl lífi í þjónustu syndarinnar. Djöfullinn hlíf- ist ekki við að leggja ótal snörur á veg æskunnar, Hann getur gert manninn blindan svo syndin lítur út eins og- skuld- laus gleði, og glaumur heimsins verður hnossið, sem maður keppist um að fá. En sú gleði er ekki löng. Eitt af stórskáldum Dana á síðustu öld, J. P. Jakobsen hafði reynt það: »Þess bera menn sár um æfi- löng ár, sem aðeins var stundarhlátur«. Þetta segir hann jiegar hann stóð við rústir spiltra æskuára, Nýlega hefi jeg lesið bók þar sem fanga- vinurinn mikli í Finnlandi, Matthildur Wrede, segir frá föngunum, sem hún kynt- ist þau 30 ár, sem hún ferðaðist á milli fangelsa í Finnlandi. Hún sagði: »Það sýndist mjer átakanlegt að hjer um bil undantekningarlaust höfðu allir þessir fangar lag't á syndabraut á ungum aldri. Þeir gleymdu Guði í æsku og lentu svo í g'læpum og' fangelsum.« Ilrópar það ekki til þín, ungi vin, að þú munir eftir skapara þínum á meðan þú ert ungur? EngUí get jeg óskað æskulýð föðurlands- ins míns betra en að lifa lífinu í sam- fjelagi við Föðurinn á himnum. Og nú er vegurinn opinn til hans, fyrir son hans Jesúm Krist, Þú hefir opinn himinn yfir þjer. Kom þú til Guðs ái meðan þú ert ungur. Þelamörk í Noi’egi 18. okt. 1932. Albert Ótofsson. Höfundur biður Bjarma að geta þess, að hann sje fús til að útvega trúuðum íslenskum pilt- um og stúlkum vetrardvöl við norska æskulýðs- skóla kristilega. Venjulegt skólagjald er 50 kr. norskar um mánuðinn. Gáfaðir unglingar eru mjög fljótir að læra norsku svo, að þeir geti notið kenslunnar, en vitanlega er miklu betra að kunna eittbvað í henni áður en farið er að heiman, eða dveljast í Noregi mánaðartíma áður en skólinn byrjar. Þeir sem kynnu að vilja sinna ]>essu ættu að skril'a hr. Albert Olafssyni beina leið. Aritun hans er: Hr. Skolelærar A. ólafsson Sagavoll ungdomsskole Gvarv St. Telemarrk Norge.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.