Bjarmi - 01.01.1933, Page 4
2
BJARMI
varð hann að sitja við verstu aðbúð í li
ár. Konan hans lagði þá svo að sjer til
þess að vinna fyrir börnum þeirra og ljetta
manni sínum fangelsisvistina, að heilsan
bilaði og hún dó missiri eftir að Júdson
var slept úr fangelsi
Nú var hann kominn heim sárlasinn
með móðurlaus smábörn og var að skýra
stuðningsmönnum kristniboðsins frá því
sem liðið var.
Stjórn kristniboðsins þótti sagan hörmu-
leg og til lítils að halda kristniboði áfram
í Birma, þar sem árangurinn væri sár-
lítill, örfáir menn kristnir eftir 14 ára
starf, en erfiðleikarnir fjöllum hærri.
»Hvað segir ;þú þá um framtíðarhorf-
urnar?« spurði stjórnin efablandin, þegar
Júdson hafði lokið skýrslu sinni.
»Framtíðarhorfurnar eru eins bjartar
»g fyrirheiti Drottins,« svaraði kristniboð-
inn.
Það svar eftir aðrar eins mannraunir
og harma gagntók kristniboðsvini, svo að
þeir lögðu ekki árar í bát, heldur juku
kristniboðið að stórum mun.
Adorinam Júdson fór aftur til Birma
og fáeinir ágætir nýliðar með honum.
Og ávextirnir komu í ljós fleiri og meiri
en flesta hafði dreymt um. Þegar Júd-
son dó, 62 ára, árið 1850, voru kristnir
söfnuðir á Austur-Indlandi orðnir 63 og
meðlimir þeirra fullorðnir 7000. - - En á
hundrað ára afmæli kristniboðsins þar
(árið 1913) var kristið fólk í Birma á
vegum þessa kristniboðsfjelags orðið um
70 þúsundir og kristnir skólar þess um
650. Og 100 árum eftir hann mælti þessi
orð, var aðstaðan ærið breytt á Vestur-
Indlandi, þar sem »kristnir« kaupmenn
bönnuðu kristniboðshjónunum landvist.
Kristniboðar aðkomnir voru þar þá um
1000, en sjöfallt fleiri innlendir, evange-
liskt kristið fólk nálægt 2\ milljón og bibl-
ían þýdd á 50 tungumál Indverja.
Hver gat búist við öðru eins, þegar
byrjunarerfiðleikarnir byrgðu alla útsýn,
nema þeim, sem litu ekki á þá, en horfðu
á fyrirheiti Drottins?
Jeg segi frá þessm áður en jeg fer að
tala um ísland, af því að jeg veit hvað
oss flestum hættir til að einblína svo á
erfiðleikana, að vjer annaðhvort missum
kjark eða fyllumst gremju, í stað þess að
hugsa öruggir: Á framtíðina horfi jeg í
gegnum fyrirheiti Drottins og kvíði engu.
Það er ekki þar með sagt, að vjer eig-
um að loka augum fyrir raunveruleikan-
um og gylla gallana. Fjarri því!
Því ber ekki að neita, að það má benda
á mörg ský á lofti í dag, sem óveðri kunna
að valda ái morgun, eða á margar hætt-
ur á alfaraleið, sem mörgum verða að
fjörlesti, ef ekki er gjörð vegabót í tíma.
Jeg nefni þess nokkur dæmi:
Guðstrúarhatur er fyrsta skýið. Það er
nýlunda á voru landi, að gjörð sje skipu-
lögð árás á alla guðstrú frá harðsnúnum
stjórnmálaflokki með öruggum styrk bein-
línis og óbeinlínis frá alþjóða fjelagi guð-
leysingja. Vekur það sjerstaka eftirtekt,
að forvígismaður guðleysisárásanna á voru
landi skuli vera fyrverandi þjóðkirkju-
prestur, sem fjekk að boða trúleysi sitt
í prjedikunarstólum þjóðkirkjunnar um
10 ára skeið, alveg óátalið af þeim, sem
völdin hafa. — Og einmitt um það leyti,
sem hann er »að tala sig dauðan«, eða
komast þangað, sem enginn hlustar á hann
í alvöru, þá kemur annar uppgjafaprest-
ur á besta aldri, nýbakaður leiðtogi barna-
kennara, og virðist ætla að feta trúlega
í fótspor Gunnars frá Saurbæ.
Vafalaust koma ýmsar hrynur úr þessu
skýi, og ósjeð enn hvernig þjóðin snýst
við, ef gjöra á alla guðstrú landræka. —-
Skólarnir, æðri og lægri, eru mörgum
áhyggjuefni. Að vísu er ekkert nýmæli,
að vantrú eða minnsta kosti hirðuleysi
um trúmál sje ríkjandi í fjölmennasta
skóla landsins, menntaskólanum í Reykja-
vík, en þó býst jeg við, að það sje eins-
dæmi í skólasögu vorri, að ágætum kenn-