Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.01.1933, Side 11

Bjarmi - 01.01.1933, Side 11
BJARMI 9 Börn þeirra sr. Gísla og frú Vig'dísar eru þessi: 1. Ragnheiður, húsfreyja á Sig- mundarstöðum, gift Hermanni bónda og kennara Pórðarsyni frá Glýsstöðum í Norðurárdal. 2. Sverrir, þúfræðingur og bóndi í Hvammi í Norðurárdal, kvæntur Sigurlaugu Guðmundsdóttur frá Lundum í Stafholtstungum. 3. Eufémia. 4. Kristín báðar heima. 5. Sigurlaug, húsfreyja á Hvassafelli í Norðurárdal, gefin Þorsteini Snorrasyni, frá Laxfossi. 6. Vigdís, ekkja Jóns heitins Blöndal, læknis í Stafholtsey (t 1920). 7. Björn, búfræðingur og bóndi, kvæntur Andrínu Guðrúnu Kristleifsdótt- ur, bónda á Stóra-Kroppi. Auk þess ólu þau upp 3 fósturbörn. Jón Sigurðsson, bróðurson frú Vigdísar, — sótti hún dreng- inn ]7 vikna vestur í Búðardal, en nú er hann bústjóri í Stafholti og hægri hönd fóstra síns. Hin tvö heita Gísli og Vigdís, hann 17 og hún 12 ára nú, bæði börn Hermanns og Ragnheiðar elstu dóttur þeirra prófastshjónanna. Síðustu misserin var frú Vigdís oft mjög þjáð, enda aldurinn orðinn hár (f. 1851), en hún bar veikindin með kristilegri hugprýði og trúartrauati alveg eins og alla fyrri erfiðleika. — Sárt þótti ástvinum að kveðja hana er hún andaðist 25. júlí í fyrra. En eilífðin er framundan og end- urfundavonir. Til kaupenda og vina. Það fór eins og jeg bjóst við. Bjarmi vard að halda áfram, þrátt fyrir alla erf- iðleika. Úr mörgum áttum komu áskor- anir um áframhald og sumum þeirra fylgdu greiðslur gamalla skulda, fyrir- fram borgun þ. á., eða Joforð um nýjan styrk. »Jeg borga blaðið handa 20 fátækl- ingum þ. á., jafnskjótt og fyrstu tölublöð þess verða prentuð,« sagði efnalítill Reyk- víkingur. »Öhætt að senda hingað til sölu 10 eintök í viðbót,« var skrifað frá Akur- eyri. Og allstaðar var sama viðkvæðið: »Vjer megum ekki missa Bjarma.« Innilegar þakkir fyrir öll hlýleg orð í því sambandi. Mjer er það vel ljóst, að það er samt engan veginn áhættulaust í fjárhagslegu tilliti, að halda útgáfunni áfram, en mjer virðist enn meiri áhætta, að leggja árar í bát, eins og nú er komið. Sömuleiðis er ekki því að neita, að sífellt hlaðast að mjer svo margvísleg störf, að mig brestur tíma til að vanda efni blaðs- ins, eins vel og jeg vildi, og sjerstaklega að svara reglulega og rækilega öllum þeim brjefafjölda, sem að berst. En sú er bót í máli, að likur eru til, að nokkrir yngstu guðfræðingarnir verði bæði fúsir til og færir um að hlaupa þar undir bagga og taka alveg- við Bjarma, þegar jeg verð að hætta, og láta hann halda áfram að verða aðalmálgagn alls- konar sjálfboðastarfs innan kirkju vorr- ar, og heilbrigðrar trúvarnar gegn trú- leysi og hverskonar trúarvillu. Er ekkert vafamál, að ákveðin biblíu- leg lútersk stefna verður öruggust til sóknar og varnar, þegar guðleysi og guðs- trúarhatur sækir fram. Að henni verður og er beint fyrstu aðalárásunum, en um hana safnast jafnframt smám saman allir alvörugefnustu kristindómsvinirnir -— svo hjerlendis sem annarsstaðar. Þeir reka sig á það, þegar fer að hvessa, að allt »dekur« við vantrú og hálftrú er ekki annað en vegabót guðléysinu, og koma svo sjálfrátt eða ósjálfrátt til fylgdar við þá, sem einarðlega halda merki krossins hátt á lofti. Það er ekki vort hlutverk að rekast í með tortrygni hvaðan þeir koma, eða hvernig þeir koma, eða hvort þeir koma um L eða 11. stund í »víngarð Drottins«. Hitt er aðalatriðið að þeir komi með heilum hug og sjeu reiðubúnir til að efla guðsríki með- al þjóðar vorrar. Velkomnir allir vinir Krists til samstarfs um helgustu mál þjóð- arinnar, og sýnið í verki, að yður bresti hvorki dáð nje djörfung, fórnarlund nje fjelagslyndi,

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.