Bjarmi - 01.01.1933, Síða 13
BJÁRMI
Íl
elliheimili. Og þegar t. d. »Kristileg
safnaðarstarfsemi« fór að biðja um jóla-
samskot til fátækra í Reykjavík skömmu
eftir aldamótin, þá fengust með mikilli
fyrirhöfn 300 til 500 kr. En síðustu árin
lmfa slík jólasamskot orðið 8 til 10 þús.
kr. — nærri fyrirhafnarlaust.
Þá höfðu flestir prestar engin kynni af
eidendu kirkjustarfi; nú fara árlega ein-
hverjir guðfræðikandidatar utan. Auk þess
koma miklu fleiri erlend trúmálablöð til
lands vors nú en þá, og nú eru .lafnvel
nokkrir guðfræðisstúdentar farnir að
taka þátt í kristilegu vakningastarfi, —
sem hefði þótt fremur ólíklegt til skamms
tíma.
Enda þótt einangrun kirkju vorrar sje
enn tilfinnanleg, og harla erfitt sje að
fá fremstu trúmálamenn annara þjóða til
»að koma við á íslandi«, þegar þeir eru
að heimsækja ýmsar fjölmennari þjóðir,
þá fer þó einangrunin minkandi með ári
hverju, og ólíklegt annað en hingað ber-
ist fleiri og fleiri hollir straumar frá
»heitari« löndum.
Þegar jeg lít á allt þetta, og minnist
þess jafnframt, að Drottinn hefir á liðn-
um öldum engu síður blessað fámennu
þjóðirnar en stórþjóðir, þá virðist mjer al-
veg óhætt fyrir oss að segja: »Framtíðar-
horfurnar eru eins bjartar og fyrirheiti
Drottins«. —
Veit jeg vel, að erfiðleikar eru enn
margir, og hættan sú mesfc, að vjer, sem
tökum þátt í kristilegu sjálfboðastarfi,
reynumst ekki nógu vel: sjeum ósamtaka
og ósanngjarnir eða þá of nægjusamir við
sjálfa oss og aðra, og boðum því ekki
hjálpræði Krists nógu greinilega í orði og
verki. En jeg er að vona, að árásir frá
trúarhatrinu, sem vafalaust fara vaxandi
enn um hríð, verði heilsusamleg áminning
til vor, um að halda vel hópinn, og hvatn-
ing trúhneigðu »landamærafólki« til að
ganga alveg undir merki Krists.
Greinilegar afturhvarfsræður og ákveð-
in kristileg rit og blöð hafa borist um
land allt undanfarin 30 ár, miklu frem-
ur en mörg önnur 30 ár á liðnum öldum,
og þótt margt hafi »fallið við veginn«,
og óvinur sálnanna hafi mörgu illgresi
sáð þessi sömu ár, þá liggur mjer við að
öfunda yngstu liðsmenn vora, af því þeir
fá vafalaust að sjá miklu meira af góðri
uppskeru en enn er komið íljós. Því segi
jeg það enn: Brott með allt svartsýni í
trúaðra manna hóp. Framtíðarhorfurn-
ar eru jafnbjartar og fyrirhéiti Drottins,
S. Á. Gíslason.
Yfir krossi Krists jeg fagna.
Eft.ir Sir Jolin Botvring.
(1792—1872)
Yfir krossi Kristts jeg fagnd, —
kletti’ úr gnæfandi’ alda nátt.
Allt ijós helgra auðnu sagna,
um hans safnast höfuð gnátt.
Þegar lífsins voðaveður
vonum hverfa, ótta slá,
krossinn hjálpar. Hvað, sem skeður,
honum gleðin streymir frá.
Þegar sælu-sólin lýsir,
signir elska lífs míns hag,
Ijóstjð krossins hjartað hýsir,
heiðir nýjum geislum dag.
Kvöl og fagnað, heill og harma,
helgar krossins ásýnd blíð.
Guðs frið’ stafar, veröld varma,
veitir gleði ár og síð. —
(Ort 1825).
Lárus Sigurjónsson þýddi,
• o<oí> <