Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.01.1933, Page 18

Bjarmi - 01.01.1933, Page 18
16 BJARMI endur um trú þeirra eda stjórnmálastefnu, heldur um hitt: Hverjir yðar vilja hjálpa til að bjarga tafarlaust? um trú þeirra eða stjórnmálastefnu, held- ur um hitt: Ilverjir yðar vilja hjálpa til að bjarga tafarlaust? Það er mælt, að Davíð Livingstone kristniboði hafi sagt: »Jeg tek glaður í höndina á hverjum manni, hvort sem hann er kristinn, heiðinn eða Múhameðsmaður, sem vill í alvöru græða hið opna sár Af- ríku, »þrælasöluna?« Það skil jeg vel, því að mjer virðist sann- kristinn maður eigi að vera sífellt reiðu- búinn til að hjálpa til að græða mannfje- lagsmeinin, eftir því sem kraftar hans leyfa, — og þar geti hann verið í sam- vinnu við alla alvörugefna mannúðarmenn, þótt þeir eigi ekki samleið við hann í trú- málum. Hitt er annað mál, að sannkristinn mað- ur má aldrei »vinna það fyrir vinskap rnanns, að víkja af götu sannleikans,« nje draga neina fjöður yfir að dýpstu mannleg mein eru sálarmeinin, og enginn græðir þau að fullu annar en frelsarinn sjálfur. Sje trúaður maður svo ístöðulaus, að hann búist við að samstarf við vandaða menn trúlitla að góðum tímanlegum mál- um lami þann vitnisburð, þá verður hon- um fleira erfitt, t. d. að vera á fiskiskipi eða við aðra vinnu, þar sem margir starfs- menn eru og hann hlýtur að heyra margt, sem honum er ógeðfellt, og verða fyrir ýmsum misskilningi. En um það verður hver einstakur trú- aður maður að eiga við Guð og samvisku sína, hvað honum er óhætt og hvað mörg verkefni hann má hafa með höndum. Mjer er það ekkert launungarmál, að .jeg tel æskilegt, að sannkristnir menn væru jafnan í fremstu röð, þar sem unnið er að líknarstörfum og öðrum góðum mál- um, og sýni þar stefnufasta trúmensku við helgasta hjartans mál sitt, en jafn- framt þá sanngirni, víðsýni og dómgreind, sem tekur vingjarnlega í hönd'allra þeirra, sem græða vilja einhver sár þeirra, sem ósjálfbjarga eru orðnir. Það stoðar lítið t. d., að hrósa »misk- unsama Samverjanum« og lasta þrekleysi Pílatusar, ef maður »géngur fram hjá« þeim særðu, eða segir með Pílatusi: »Sjá- ið þjer hinir fyrir því,« þegar blindni og hatur taka að sjer stjórn þjóðarmálefna. Tortryggni og einþykkni hafa löngum verið skapbrestir vor íslendinga. Restu leiðtogarnir hafa fengið lof að vísu — eftir dauðann, en áður sat um þá tor- tryggni og öfund og lamaði störf þeirra. - Og oft varð tortryggnin til að sundra þeim, sem saman áttu að standa, og má sjá þess raunalegan vott enn í dag á ýms- um sviðum. Er ekkert vafamál, að óvinur sálnanna og allir óvinir guðsríkis, þjónar hans, reyna að hagnýta sjer iþennan skapbrest, til að tvístra trúuðum njönnum og spilla sam- eiginlegum átökum þeirra. Verum því vak- andi, og biðjum Drottin að losa oss alveg við þenna skapbrest - og lesum oft 17. kapítula í Jóhannesar-guðspjalli. Jeg þekki ekkert »prentað mál« sem fremur getur sameinað lærisveina Krists, en skiln- aðarræðu Krists í þeim kapítula. S. Á. Gíslason. -----—> <*> <•---- Þetta tölublaö er prentað seint í apríl af ]>eim ástæðum, sem áður er skýrt frá. Væntanlega kemur áframhaldið svo fljótt, að öll fyrstu 10 tölubl. komist af stað til kaupenda fyrir mal- mánaðarlok. En nú reynir á trúfesti kaupenda, að þeir láti blaðið ekki gjalda þessarar »hvíldar«, en leitist við af fremsta megni, að standa í skilum og út- vega Bjarma nýja kaupendur. Ef jeg treysti þvl ekki, þá hefði Bjarmi alveg hætt. S. Á. Gíslason. Ritstjóri: S. Á. Œslason PRENTSMIÐJA JóNS HELGASONAR

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.