Bjarmi - 01.02.1933, Síða 16
32
B J ARMI
Vigdís Pjetursdóttir
prófasts ejkðtVK í Stafholti.
Nú hljómar mjer óvænt sú harmafregn súr,
að hvílir þú, ústkæra frænka mín, núr,
á fregnina hlusta jeg hljóður
og hugsa um það góða, er gjörðir þú hjer
og'gæðin þau mörgu, er veittir þú mjer,
er ungum þú unnir sem bróður.
Þótt sagan þín fyrnist, þá fullvíst er það,
að fagurt var markið, er stefndir þú að
sem móðir og mikilhæf kona.
Það mark var að lýsa og láta eftir starf
til líknar þeim bágstöddu og snauðu sem arf
til aáðríkra dætra og sona.
Þú tókst ekki að þjer nein trúnaðarstörf,
sem tískunnar konur, en hreinlynd og djörf
þú hlyntir að heimili þinu,
og ö’.lu þú stjórnaðir innanhúss þar
með ástúð, en festu það ríki þitt var,
þig skelfdu ekki skyldurnar brýnu.
Mig svíður það, hversu oft sjtkleika böl
og sársauka þyrnarnir bjuggu þjer kvöl
og lijarta þitt hrelldu og mörðu.
En bótin var sú, að þjer búið var skjöl
hjá börnum og manni, eru voru þín sál,
er skyggðu á hretviðrin hörðu.
Nú skift er um, frænka mín, skærari sól
þjer skín nú í heiði og fegri þjer jól
nú brosa, en brostu þjer áður,
og sadt er að vita, að þú horfin ert heim
sem hetja með sigri úr bardaga þeim
er oft var með örðugleik háður.
En Gísla nú horfinn er geisli af braut
vjer grátum með honum er saknaðarþraut
nú válega verður að reyna
og samhryggjumst börnunum heilum af hug,
á harminum einungis vinna má bug
með tilstyrk hins alvalda eina.
Svo hvíldu í friði og heilagri ró
að hugsa um dagsverk þitt veitir oss fró
og hvetur til dáða og dygða,
ef líkt og þú fetum vjer lausnarns spor
og líknum þeim nauðstöddu og sköpum þeim vor
vjer hamingju höfum oss trygða.
Jón Þorvnldson.
ingin dæmir engan. Nokkrir Danir hafa í fá-
visku sinni boðið yður hingað. Og vjer hinir
þegjum, er þjer farið fram hjá. En frá lifandi
Guði getið þjer ekki flúið.«
Yídnlínspostilla. Gamall Vestur-Islendingur sem
verið hefur vestan hafs um 40 ár skrifar svo
í vetur: »Jeg byrjaði að lesa húslestra Vídalíns
14 ára gamall, elsta stílinn, fyrir blindan prest,
hann minnti mig á, þegar mjer gekk erfiðlega
að komast fram úr gamla letrinu. Síðan hefi jeg
lesið 52 ár fyrir sjálfan mig og mína og 16 ár
fyrir húsbændur mína. Börnin mín lásu, þegar
jeg var ekki heima.«
Kristnlboðsfjelög.
Aðalatriðið er, að meðlimirnir sjeu sanntrú-
aðir eða alvarlega leitandi. Trúhneigð án trú-
arvissu, áhugi án lífssamfjelags við Guð er eng-
um manni fullnægjandi. Og óhugsanlegt er að
geta áunnið aðra fyrir Krist, hafi maðurinn
sjálfur ekki gefist honum með líkama og sál.
Áríðandi er, að eining riki í fjelagsskapnum,
eigi starfið að ganga vel, eining I bæn, í trú,
í kærleika til Drottins. Þó við sjeum að ýmsu
leyti ólík, ættum við að hafa eitt i huga i
starfinu fyrir Guðs ríki. Látum ekki smámuni
raska hugarró okkar eða valda ósamlyndi, en
lærum af Jesú að elska og umbera. »Berið hver
annars byrðar, verið samhuga, verið friðsam-
ir.« — Elskum hver annan I verki og sann-
leika.
leika. 61. 61.
Nýlliælf. Ritstj. Bjarma hefir boðið nokkrum
yngstu guðfræðingum islands, sem þátt taka í
kristilegu fjelagsstarfi í Reykjavík, að bjá alveg
um efni marz og apríl blaðanna, svo að þeir
geti skrifað þar um áhugamál sln algjörlega á
eigin ábyrgð og án íhlutunar eldri manns. Á
þann veg njóta þeir sin best, og þá sjá lesena-
ur blaðsins betur hvers af þeim má vænta siðar.
Þeir tóku boðinu vel, þrátt fyrir ýmsar annir,
og lesendurnir sjá greinar þeirra í næsta blaði.
Ritstjóri: S. Á. Gíslason
PRENTSMIÐJA JóNsllELGASONAR