Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1933, Side 1

Bjarmi - 01.12.1933, Side 1
XXVII. árg. I Reykjavík, 15. nóv. og 1. -15. des. 1933. 22.—24. tbl. 0 þá náð að eiga Jesú. Jólalmgleiðing eftir sr. Giinnar Árnason. Jólaguðspjallið: Lúk. II. 1.—14. Borgin Betlehem rís í brekkum og' á hrygg hárrar hæðar, umkringd tignarleg- um klettabeltum á allar hendur. Þarna liggur hún »eins og króna fjallanna, eins og rós á meðal þyrna, eins og konungsbarn í tröllagætslu.« Alltaf fögur og kær eins og’ vinar'faðmur. Suðræn nóttin hvílir yfir borginni. Sjálf jörðin er hulin svarta myrkri, nema þá þar sem bjarmar af ljósi frá einstaka húsi eoa blaktandi blossum breg'ður fyrir frá bálum hirðanna, sem vaka yfir hjörðinni úti í haganum. En það er kveikt á öllum kertum Guðs — hið bláheiða himindjúp tindrar af óteljandi skærum stjörnuljós- um. I Betlehem er ílest í fasta svefni. Fjör- ug og ysmikil er borgin eins og ærslafullt barn, sem oltið er út af. Aðeins þar sem áhyggjan er of þung', eða gleðin of rík, er vakað. I einu hinna fátæklegri húsa er kona, sem getur ekki sofið fyrir g'leði. Hún er í einu af hinum austurlensku alþýðuhúsum, þar sem fjölskyldan er í sambýli við dýrin í einu og sama her- berginu, aðeins kannske lítillega aðgreint, þar sem jatan er jafn sjálfsög'ð og eld- stóin, og flest hið sama gengur yfir menn- ina og dýrin. Konan hefir aug'un og hugann fest við jötuna. Þar lig'gur sonur hennar frumget- inn fyrstu nóttina sína í þessum heimi. Og það er hann sem veldur ástarsælunni í augum hennar. Það er hann sem varn- ar henni að sofa. Allar þjáningar fæðingarinnar eru horfnar og gleymdar eins og' slöktur eldur, fögnuðurinn yfir því að maður er í heim- inn borinn er einráður í huganum. Fögnuðurinn og' undrunin. Það var svo ákaflega margt undarlegt og óskiljanlegt í sambandi við þessa barns- fæðing. Og' svo óhugsanlega dýrðlegt. Það hafði engill boðað henni fyrst fæðing barns- ins, og núna áðan komu hirðar utan úr haga til að veita því lotningu. Þeir höfðu sjeð dýrð Drottins ljóma í kringum sig' og heyrt englana lofa, að frelsarinn væri í heiminn borinn. Það var hann sem lá þarna í jötunni. Móðirin María hlustaði undrandi og þegj- andi á þá. Að vísu olli frásög'n þeirra g'leði- bylgjum í sál hennar — og þó var hún ekkert furðulegri en svo margt annað í sambandi við sveininn — sem var svo vold- ugt að það jafnvel setti að henni kvíða.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.