Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1933, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.12.1933, Blaðsíða 14
182 BJARMI landsins um áhrif áfengis sem neyslu- drykkjar. 3. Fundurinn æskir þess, að komið verði upp drykkjumannahæli, sem fyrst að kringumstæður leyfa. 4. Fundurinn álítur nauðsynlegt, að tek- ið sje upp í löggjöfina, að eigi megi selja áfengi unglingum innan 21 árs. 5. Ef leyfður verður innflutningur á sterkum drykkjum til landsins, krefst fundurinn þess, að útsölustaðir sjeu hvergi settir, nema beiðni hlutaðeigandi sveitar- fjelags komi til, og þá því aðeins, að samþ. sje af 3/4 hl. atkvæðisbærra manna á við- komandi stað. 6. Fundurinn er því algjörlega mótfall- inn, að nokkur breyting verði gjörð á áfengislöggjöfum á þessu þingi, og leyfir sjer að skora á ríkisstjórnina að birta al- menningi nokkru fyrir næsta reglulegt Alþingi það vínsölufrumvarp, sem hún kann að flytja. Undirbúningsnefnd fundarins var end- urkosin og gert ráð fyrir að halda svip- aðan fund að hausti. Kl. C' síðdegis gengu um 30 fundarmenn til altaris og um kvöldið flutti frú Guð- rún Lárusdóttir útvarpserindi í dómkirkj- unni um Kristilegt fjelag ungra lcvenna. Fundi þessa sóttu yfir 20 prestvígðir menn — 2 þeirra fóru með leikmönnum til altaris — og margt annað fólk, aðal- Ifega úr nærsveitum og Reykjavík. -j- Mest var aðsóknin að erindi fræðslumálastjóra. Bjuggust sumir við, að í odda mundi skerast milli fulltrúa úr kommúnistahóp og forgöngumanna fundarins. En það heyrðist engin óvinveitt rödd kristindóms- fræðslunni á fundinum og þær ræðurnar, sem mörgum kristindómsvinum þótti vænst um, fluttu barnakennari, Jón N. Jónasson, og kennaraskólanemi, Steingr. Benedikts- son. Hins vegar vakti það eftirtekt, að enginn prestur tók til máls í það sinn. Forgöngumönnum og mörgum öðrum var það verulegt gleðiefni, að sýslumað- ur, læknir og fræðslumálastjóri skyldu taka eins góðan þátt í þessum fundarhöld- um og þeir gerðu. Pað hefir löngum vei’ið eitt af meinum íslenskrar kirkju, hvað fáir nhrifamenn úr hópi leikmanna taka þátt í kirkjulegu sjálf- boðastarfi. Má vera að nú sje ný öld upp- runnin í því efni. S. Á. Gídason. M fáYitn «| fðvitahælnœ. III. Elsta hælið sem ætlað var fávitum ein- um) var stofnað árið 1828 í nágrenni við París. Læknar voru þar Inrautryðjendur og er svo enn í dag þar í landi. En ekki náðu áhrif þessarar byrjunar langt fyrst í stað. Og' enn þykir margt vanta á góða umsjón með fávitum í Frakklandi. Árið 1909 voru lög samþykt í Frakk- landi um sjerskóla handa öllum tornæm- um börnum og öllum þeim fávitum, sem eitthvað má kenna, til munns eða handa. Þykja þau lög' hin mesta fyrirmynd að flestu öðru en því, að þau eru aðeins heim- ildarlög. 1 fyrstu grein þeirra stendur sem sje: »Þegar hreppar og fylki krefj- ast þá má stofna o. s. frv.« — Og afleið- ingin er sú, að það er ekki til sjerskólar nema handa um 1/10 hluta þeirra barna, sem lögin áttu að hjálpa. Hjálparskólar fyrir tornæm börn og fávitaskólar fyrir hálfvita taka um 5000 börn. En alls eru þessi börn talin 40 til 50 þúsund á Frakk- landi. Árið 1841, stofnaði læknir að nafni Guggenbiihl fyrsta fávitahælið í Sviss. Fyrsta orsök þess var sú að hann rakst á fávita, sem kraup við krossmark á. förn- um vegi og var að stama: »Faðir vor«. Guggenbuhl reisti hæli sitt á fjalli 3000 fet yfir sjávarmál í þeirri trú að hreint fjalla- loft væri besta ráð við fávisku. Hann var

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.