Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1933, Side 2

Bjarmi - 01.12.1933, Side 2
170 J J ARMI En hún var ekki að hugsa um það núna. Nú finnur hún aðeins til þakklætis yfir því að eiga þennan son. I augum hennar er hann sjálfur undursamlegastur alls í heiminum. Og það er ekkert það til í huga hennar, sem hugsunin um hann auðgar ekki, hlýjar ekki og prýðir. Með honum hefir María tekið himininn höndum. Og hún getur ekki sofið fyrir gleði. Nóttin helga endurtekst árlega. Aðeins verða þau sí fleiri heimilin með jöt- unni. Pví þau eru allsstaðar þar sem kristn- ir menn búa eða hafast við um víða ver- öld. Og jafnframt fjölgar allt af hirðun- um, ungum og gömlum, sem á jólunum sjá dýrð Drottins ljóma í kringum sig og heyra þetta eins og af ósýnilegum engils- vörum: »Verið óhræddir, því sjá, jeg boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öll- um lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er hinn smurði Drottinn í borg Davíðs.« Og það er sem loftið sje allsstaðar fullt af þessum söng himneskra hersveita: »Dýrð sje Guði í upphæðum og frið- ur á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á.« Pegar búið er að kveikja jólaljósin og' hringja til helgra tíða á jólunum, eða far- ið að syngja jólasálmana og lesa lestur- inn á heimilunum, þá vaknar einhver hluti af sama fögnuðinum í hjarta hvers krist- ins manns og bylgjaðist í brjósti Maríu nóttina helgu. Já, einnig hjá þeim kristnu mönnum sem jafnvel sjá engin jólaljós nje heyra neinn jólasöng, hreyfast sömu til- finningar, vottar fyrir sama hugblæ. Og eins og María gerum vjer oss fæst tiltölulega litla grein fyrir þessum óvana- lega fögnuði, friði og undrun, sem gríp- ur oss á hverjum jólum. Alveg eins og vjer hugsum ekki út í það, að það vekur oss söng í sál, þégar vor er í lofti, jafnvel þótt vjer lítum ekki upp frá störfunum, svo að dagvitund vor festist við dýrðina umhverfis oss. Þannig hugsa sum af oss ekki ef til vill mikið um sjálft jólabarnið á jólun- um. Ef til vill leiðum vjer hugann lítið meir en endranær að undursamlegri fæð- ing hans. Ef til vill köfum vjer þá lítið dýpra en endranær í unaðsdjúp þessara sanninda: »Þjer þekkið náð Drottins vors Jesú Krists, að hann þótt ríkur væri gjörð- ist yðar vegna fátækur, til þess að þjer auðguðust af fátækt hans.« Að hann, sem var og er Drottinn alls, gjörðist allra þjónn og einnig vor. Og ef til vill sjáum vjer ekki Jesú þá ganga skýrar á undan oss en endranær — svo að vjer fetum í fótspor hans. En þrátt fyrir allt þetta, eigum vjer þó öll jólafögnuð og jólafrið. Samt veita jólin oss þann geðblæ, að vjer vildum síst vera án þeirra, allra lifstunda vorra hjer i' heimi. Samt finnum vjer það vel, að ef jólaljósin slokknuðu, væri sem gleðisólin hyrfi af lífshimni vorum. Finnum að án jólanna er ekki unandi, og ekki hægt að lýsa meiri harmi en að æfin verði jólalaus. Nóttin helga var það svo fyrir Maríu að hún gerði sjer vart grein fyrir einu frem- ur en öðru. Sonurinn var henni ekki eitt, heldur allt. Hann var henni eins og lífs- sól og lífgjafi. Það ljet hana eins og laug- ast í sjálfri uppsprettulind unaðarins eða. svífa ofar tíma og rúmi á sólvængjum gleð- innar. Er það ekki svipað með oss öll á jólun- um? Þó undarlegt sje hugsum vjer og tölum kannske meira um annað en Jesú -—- jafn- vel þá. En hvað um það. Það er ekki jóla- ljósin, jólafötin, jólamaturinn, jólagjafirn- ar nje jólaskemtanirnar, sem skapa jóla- hugblæinn. Þetta er ekkert annað en ból- ur á'ytra borði uppsprettuauga gleðinnar. Sjálf uppsprettan er innar og annars eðlis. Sumum af oss óafvitandi, en hjá oss öll- um á jólagleðin upptök sín innst í hjört- um vorum, þar sem hið helgasta og' hrein- asta varöveitist í öllum umskiftum lífsins

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.