Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1933, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.12.1933, Blaðsíða 13
BJARMI 181 Nefndin, sem sett var daginn áður, flutti þá þessa tillögu: »1 tilefni af því, að Gísii Sveinsson sýslu- maður hefir í erindi því um »Kirkjur og presta«, er hann flutti á fundinum, haldið því fram, að hin rjetta leið í kirkjubygg- ingarmálum þjóðkirkjunnar væri: 1) Að ríkið taki að sjer að reisa á al- manna kostnað ÖJI kirkjuhús í landinu, er til þess kemur, en söfnuðir annist síðan hið venjulega viðhald kirknanna með lög- skipuðum tekjum þeirra; og 2) Að jafnframt falli sjóðir kirknanna lil ríkisins, enda taki ríkissjóður að sjer greiðslu þeirra skulda, er á söfnuðunum hvíla vegna kirkjubygginga, — samþykkir fundurinn að kjósa 5 manna nefnd til þess að íhuga og undirbúa þetta mál frekar til næsta sumars. Var tillaga þessi samþykkt í einu hljóði, og í nefndina kosnir: Gísli Sveinsson, sýslu- maður, sr. Eir. Brynjólfsson á Otskálum, Ölafur Björnsson, Akranesi, Ölafur H. Jónsson, Hafnarfirði, og Matth. Þórðarson |) j óðm i n j avörðu r. Seinni hluta dags, kl. 3,30, hóf Ilelgi Elíásson fræðslumálastjóri umræður um i-amvinnu mitli kennara og presta í u]rp- eldismálum. Urðu um það mál miklar um- r.tður og snerust aðallega um kristindóms- fræðslu. Jón Normann Jónasson kennari flutti eftirfarandi tillögu, sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum: »Fundurinn beinir þeirri áskorun til barnakennara, bæði í Reykjavík og úti um land, að þeir beiti sjer fyrír því, að börn sæki kristilega sunnudagaskóla, þar sem þeir starfa, og að þau gangi í Kristilegt fjelag ungra manna og Kristilegt fjelag ungra kvenna, á þeim stöðum sem slík fje- lög eru til, þar eð börnin eiga þar kost á ágætri fræ ðslu um kristileg málefni.« Um kvöldið kl. 8,30 flutti biskup Jón Helgason útvarpserindi í dómkirkjunni um kirkjulíf á Finnlandi. Þriðji fundardagur, fimtud, 9, nóv,, hófst kl. 9?t árd. með morgunbænum, sem Steingrímur Benediktsson stýrði. Á eftir flutti Gísli Sveinsson sýslumað- ur erindi um almennan kirkjufund. Taldi hann æskilegt að prestar og full- trúar leikmanna, kosnir af hjeraðsfund- um, sæktu sameiginlega hjeraðsfundi ann- að hvort eður þriðja hvert ár. Væri eöli- legt að kirkjuráðið boðaði til þeirra funda. En nóg væru verkefnin. Nefndi ræðumað- ur t. d. að vel mætti á fyrsta fundi taka þessi mál fyrir: Glæðing trúarlífsins, sam- starf presta og safnaða, viðbúnaður, ef til skilnaðar kæmi milli kirkju og ríkis, kirkjubyggingarmál o. s. frv. Fundarmenn tóku þessu máli vel, en Jón Helgason biskup og fleiri töldu þó heppi- legra að fela stjórn Prestafjelags Islands, að boða fyrsta fundinn og fjelst frummæl- andi á það. Að umræðum loknum var þessi tillaga frummælanda samþykt í einu hljóði: »Fundurinn beinir þeirri áskorun til Prestafjelags íslands, að það í samráði við sem flesta presta og söfnuði í landinu gangist fyrir því, að almennnr kirkjufund- nr fyrir landið allt verði á næsta sumri haldinn í Reykjavík eða á Þingvöllum, þar sem auk presta mæti fulltrúar frá söfn- uðum landsins eða hjeraðsfundum. — Einnig' undirbúi stjórn Prestafjelagsins verkefni slíks fundar í samvinnu við á- hugamenn í þessu efni.« Baráttan gegn áfengisbölinu var síðasta dagskrármál fundarins. — Sjera Þórður Ölafsson var frummælandi, og flutti nokkr- ar tillögur. Eftir nokkrar umræður voru þær og 2 aðrar 'í viðbót samþykktar í einu hljóði. Tillögurnar voru á þessa leið: 1. Fundurinn telur brýna nauðsyn bera til þess, að öflugri bindindisstarfsemi sje haldið uppi í landinu og skorar á ríkis- stjórnina að styðja hana með sem rífleg- ustu fjárframlagi. 2. Fundurinn telur það nauðsynlegt, að upp sje tekin ítarleg fræðsla í skólum

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.