Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1933, Side 6

Bjarmi - 01.12.1933, Side 6
174 B J ARMI lögunum, má jeg til með að minnast á fje- lagið »Tusenfryd«. Það er ekki stórt — að- eins 15 meðlimir. Og það lætur lítið yfir sjer. En starf þess er sprottið af kær- leikanum sem »leitar ekki síns eig'in«. Með- limirnir skifta sjer niður á alla þá í söfn- uðinum, sem eru gamlir og einmana og leit- ast við að hughreysta þá og gleðja eftir megni. Þeir heimsækja gamalmennin, færa þeim dálítinn blómvönd, lesa fyrir þau, biðja með þeim — reyna að verða vinir þeirra og trúnaðarmenn. Því, að vera ein- mana, það er að eiga enga vini. Væri ekki þörf á »Tusenfryd« heima? Auk þessarar f jelagsstarfsemi eru haldn- ar opinberar samkomur einu sinni í viku. Síðustu árin hefir ávalt verið fullt út úr dyrum og fjöldi manna byrjao nýtt líf í Guði. — Annanhvorn laugardag gefur söfnuðurinn út lítið blað, sem 22 sjálfboða- liðar ganga með inn á hvert einasta heim- ili í söfnuðinum (rjett eins og heima!). Blaðinu er útbýtt ókeypis, en blaðberarnir hafa með sjer samskotabauka, þar sem hver getur lagt það fram, sem hann get- ur eða vill. Auðvitað eru það mest kop- arskildingar (stundum ekkert, nema ónot!) en hingað til hefir allur kostnaður blaðs- ins fengist borgaður og meira til. Þá er loks sumarstarfið. Söfnuðurinn á sumarbústað skamt fyrir utan Osló, og er hann notaður 6 mánuði ársins. Jeg skal ekki fjölyrða um þetta starf, en bið les- endurnar að íhuga það sem að framan er sagt um húsnæðisástandið, og þá munu þeir skilja nauðsyn slíks starfs. Hjer eru tölurnar frá síðastliðnu sumri: 1. flokkur: 20 drengir; 2. fl. 50 börn yngri en 7 ára; 3. fl. 50 skólabörn; 4. fl. 50 telp- ur; 5. fl. 20 þreyttar mæður. — Dvölin er auðvitað ókeypis fyrir alla — annars mundi engum detta í hug að fara þangað, því að þá mundu þeir, sem mest þyrftu slíkrar sumardvalar með, álíta sjer nauð- synlegra að ná með einhverju móti í smjör- líki ofan á brauðið til hátíðabrigðis — og getur þú láð þeim það? * Þetta er þá ytri hlið starfsins í þess- um litla söfnuði, og vjer sjáum, að á ís- lenskan mælikvarða er það ekkert smá- ræði. Það kostar heldur ekki svo lítið. Rekstur sumarbústaðarins kostar t. d. 10 þúsund krónur á ári. Alls eru útgjöld kirkjunnar um 70 þúsundir. Og hvaðan fær hún allt þetta fje? Hvorki frá rík- inu nje bænum því það var hvorki ríkið nje bærinn, sem bað þá um að byggja þessa kirkju. Það voru allt frjálsar gjafir að undanteknum 6500 kr., sem söfn- uðurinn fær til útbýtingar meðal fátækra. 63500 kr. verða að koma inn í samskot- um árlega! Og hingað til hefir allt geng- ið vel. Jeg gæti sagt frá ýmsu í þessu sambandi, hvernig Guð hefir oft gripið inn í og hjálpað, en það yrði of langt mál. — Jeg held, að yfirleitt sje fórnarlundin með- al kristinna manna alviennari hjer í Nor- egi en heima á Isandi. Væri ekki þörf á, að vjer, sem erum kristin, íhugum það? •i* Það er til þess ætlast, að smákirkjusöfn- uðir sjeu ekki stærri en það, að presturinn geti náð persónulegu sambandi við alla safnaðarmeðlimina. Þetta hefir tekist hjer í Tóien. Það er fyrirmyndarástand í sam- vinnu prests og safnaðar. Ekki aðeins að því er snertir alla þá mörgu, sem taka beinlínis þátt í safnaðarstarfinu, heldur einnig hinir, sem vilja sneyða hjá kirkj- unni: »Samvinna« er nú e. t. v. ekki rjett orð, en samúð má ótvírætt segja. Iljer sjer maður óhrekjanlega sönnun þess, að það eru staðlaus ósannindi, þegar komm- únistar og aðrir »leiðtogar« halda því fram að verkamenn sjeu fjandsamlegir kirkj- unni. Það er þvert á móti. Söfnuðurinn kemur með allt til prests- ins, bæði smátt og stórt. Einn morgun- inn kemur verkamaður lafmóður til prests-

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.