Bjarmi - 01.12.1933, Blaðsíða 12
180
BJARMI
að ónýta hann algjört með miklum kostn-
aði eða blátt áfram að »yfirgefa« hann.
Nú sparaðist í dæminu helmingurinn,
10 þúsund kr., við að byggja þægilega
timburkirkju (sem reisa ma nærri á hvaða
grunni sem er, en undir þung steinhús er
hann mjög vandfundinn eins óg kunnugt
er), í stað þess að byggja úr steinsteypu.
Ilvað er nú 10 þús. lcr. á vöxtuvi orðnar
eftir hálfa öld (eða meir)? Upphæðin hef-
ir margfaldast, tífaldast (með nú venju-
legum vöxtum og vaxtavöxtum orðin 100
þús. kr.). Hvað mætti þá ekki byggja fyr-
ir það fje, og eins og menn þá teldu hagan-
legast og prýðilegast!
Og hvað eru menn annars að tala um
varanleik og jafnvel »ævaranleik« í húsa-
gerð, t. d. kirkna? Vjer erum ekki, Is-
lendingar, komnir á, það stig í þeirri grein,
að vjer getum boðið eyðingunni byrginn.
Og svo eru nú öll mannanna verk for-
gengileg, einnig kirkjubyggingar, hvernig
sem þær eru; aðeins eitt er varanlegt, en
það er ekki húsin sjálf ....
Alt þetta bendir til þess, að méð gætni
og varúð ber að taka á þessum málum
og ávalt með það fyrir augum: Að vanda
alt sem best, hvor byggingarleiðin sem
farin er.
En göngum nú, þrátt fyrir þessar álykt-
anir, sem gerðar hafa verið hjer að fram-
an, inn á, að rjett sje í höfuðatriðum að
byggja úr »steini« áfram, halda sjer við
það, að opinberar og hálf-opinberar bygg-
ingar skuli gjörðar úr því efni, þó þann-
ig að sjeð verði um, að haldið sje megin-
reglunni - að þær verði ávalt og hvar sem
er gjörðar eins vel og vit og föng eru til
í landi. Að því er kirkjur snertir, sje und-
antekningar leyfðar og timburkirkjur megi
reisa, þar sem staðhættir og önnur að-
staða safnaða mælir með því, eða blátt á-
fram þar sem söfnuður vill, enda sje þá
og bygt undir umsjón. Er þetta miðað við,
að það/sjeu söfnuðirnir, sem verði að bera
kirkjurnar uppi. Niðurlag,
Sóknarnefndafundurinn
7.-9. nóv. 1933.
Sóknarnefndafundurinn, sá 8. í röðinni,
hófst hjer í bænum á þriðjudaginn 7. nóv.
með guðsþjónustu í dómkirkjunni, þar sem
sr. Brynjólfur Magnússon frá Grindavík
prjedikaði. Fundarhöldin sjálf fóru fram
í húsi K.F.U.M. og hófust kl. 4 síðd. á
þriðjudag,
Formaður i ndirbúningsnefndarinnar, S.
Á. Gíslason, setti fundinn. Fundarstjóri
var kosinn Ölafur Björnsson, kaupmaður
á Akranesi, og til vara S. Á. Gíslason;
íundarskrifari var kennslukona Halldörá
Bjarnadóttir í Háteig og til vara Tómas
Snorrason frá Grindavík.
Fyrsta fundarmálið var »Kirkjur og
prestar«. Flutti Gísli Sveinsson sýslum.
skörulegt inngangserindi í því máli. Mint-
ist hann á m. a., að steinkirkjurnar, sem
nú væru almennt reistar, væru oft engan
veginn eins vönduð hús og skyldi. En hins-
vegar væri svo komið högum fólks í fá-
mennum söfnuðum, að því væri ofvaxið að
reisa vandaðar kirkjur, ef ekki kæmu til
stórar gjafir eða annar styrkur. Taldi
ræðumaður eðlilegast, úr því að þjóðkirkja
væri í landinu, að ríkið annaðist jafnt
kostnað við kirkjubyggingar og það ann-
ast laun presta, — en tæki aftur alveg
við sjóðum kirkjunnar.
Umræður urðu miklar um þetta erindi
og var 5 manna nefnd sett til að koma
með tillögu í málinu dagínn eftir.
Um kvöldið kl. 9 flutti Jón Jónsson lækn-
ir fróðlegt inngangserindi um kirkjusöng
og rakti sögu hans, sjerstaklega hjerlend-
is. Á miðvikudagsmorguninn flutti sr.
Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur morgun-
bænir. Pá flutti sr. Sig. Z. Gíslason langt
og ítarlegt erindi um skipidag kirkjunnar.
Kom hann víða við og vildi gera þar mikl-
ar breytingar. Urðu töluverðar umræður
um málið, en engin ákvörðun tekin.