Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1933, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.12.1933, Blaðsíða 9
B J ARMI 177 A öllum tímum hafa goða- og guðshúsin lagað sig eftir byggingarmáta og húsa- gerðar-framþróiun mannanna, þjóðanna. Þar sem húsagerð var lítilfjörleg, þar voru þessi hús einnig ljeleg, miðað við það, sem síðar varð. Vjer þekkjum öll lýsing- ar af hinum fornu hofum, t. d. norrænna þjóða, hlaðið grjót og torf í veggjum, reft yfir og torf í þaki, og þótti þá vel. (»Hof« þýðir ef til vill upphaflega (hlaðinn) garð- ur, það, sem hefur sig, af sögninni að hefja). Þar sem byggingarlist var til komin, voru reistar hallir, og var þá efnið orðið annað og áferðarfegurra, steinn, trje, málmur. Þar urðu guðshúsin »musteri«, sem vjer köllum (þótt orðið sje vitaskuld komið af þeim athöfnum, er þar fóru fram, reyndar að nokkru með meiri eða minni leynd; gríska orðið mysterion leyndar- dómur). En heitið kirkja (og hjá öðrum þjóðum samstofna orð, komið af hinu gríska kyriakon, af kyrios=herra, drott- inn) höfum vjer, svo sem vitað er, ávalt notað um hin kristnu guðshús, sem til fullr- ar guðsþjónustu voru kjörin, hvernig svo sem þau hafa verið úr garði gerð. Kirkjuhús hjer á landi, svo sem reyndar víðar, hafa verið með þrennu móti aðal- lega, eftir efni því, sem þau voru úr gerð: Torfkirkjur, timburkirkjur og steinkirkj- ur. I höfuðatriðum má líka segja, að þessi skifting greini þróun þeirra bygginga, þannig' að torfkirkjur sjeu elstar, þá taki timburkirkjur við og' loks steinkirkjur, þótt þessu skeiki nokkuð, eins og kunnugt er, bæði um landið sem heild, en þó eigi síður í einstökum hjeröðum. Nú eru torf- kirkjur taldar, að jeg hygg, aðeins 3 í landinu, og eru skoðaðir sem forngripir, þótt notaðar sjeu enn; allar aðrar kirkjur, til sjávar og' sveita, eru nú úr trje (timbri) og steini (nær eing'öngu steinsteypu). Torfkirkjurnar gömlu voru gegnum ald- irnar sniðnar við hæfi landslýðsins, og hjeldu ágætlega við heilsu og lífi mann- folksins og komu vafalaust að fullu haldi sem guðshús, hvernig sem á er litið. Þær gátu verið fagrar, bæði utan sem innan, eftir því sem smekkur fólksins þá var .til. Og' enginn byggingarmáti hefir enn komið í þetta land, til sveita, er til líka haldi hita á mönnum og skepnum, óyljað, eins og torfbæirnir gerðu. Og enn í dag mætti hlaða torf- og s"teinveggi vel og með góðri endingu (þótt góðir hlaðningamenn sjeu reyndar nú að hverfa úr sögunni), og gera mætti kirkjuhúsin innan slíkra veggja í alla staði prýðileg, og svo sjálfstæð að grindum, að eigi sakaði, þótt gera þyrfti að veggjum. En hitt er annað mál, að fólk mun nú eigi vilja líta að slíku, og því um síst byggingarmeistarar vorir forma það, þótt ætla mætti að það yrði stórum kostn- aðarminna víðast hvar. Eigi skal því neitað, að timburkirkjurn- ar eru reisulegri, enda mun svo hafa þótt um langan aldur. Hafa góðir smiðir það mjög í hendi sjer að gjöra þær að öllu leyti ásjálegar (eins og timburhús yfir- leitt). Eri oft heíir þó höndum verið kast- að til þeirra bygginga, efni illa valið, jafn- vel slæmt, og lítið listbragð sýnt við gerð þeirra. Fer og ending þeirra og ánægjan með þær eftir því. Er 'þó mikil bót í máli, að næsta auðvelt er alla jafna að breyta t. d. timburkirkjum, hvort sem er að stækka þær eða bæta þær. Timburhús vel gerð, og þá timburkirkjur einnig, geta enst tiltölulega mjög' vel, og' með góðum frá- gangi og sjálfsagðri umhirðu ætti þeim kirkjum ekki að vera nein sjerleg hætta búin, hvað sem á dyndi, og að sumu leyti síður en húsum úr öðrum efnum, þeim er hjer tíðkast ennþá að minnsta kosti. — Timburkirkjur hefði alltaf átt og' ætti skilyrðislaust að byg'gja úr völdu efni, en mjög hefir oft á það skort, eins og viðað var að, trjáviðurinn af 1 a!íari tegundum; og frágangi öllum á slíkum byggingum þarf að haga eftir aðstöðu og' veðráttu- fari. Húsin má gera hlý (eins og önnur vönduð timburhús), enda sjálfsagt nú á

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.