Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1933, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.12.1933, Blaðsíða 8
176 B J A R MI konissu«-stofnunarinnar í Oslo — því að hún varð að fá diakonissu-menntun til að geta tekist þetta starf á nendur. En sama daginn sem hún sendi umsóknina, fjekk faðir hennar slag' — og þar með var úti um það, að hún kæmist að heim- an. Og skömmu síðar lagðist móðir hennar líka, banaleguna, í krabbameini. Þannig varð hún að hjúkra foreldrum sínum — öðru máttlausu og hinu með óstjórnlegum kvölum — í tvö ár. Þá dóu þau. Þessi erfiði undirbúningsskóli, sem Guð hafði tekið hana inn í, var úti. Þá loks komst hún á diakonissuskólann. Að námsárunum loknum biðu. hennar mikil og margvísleg vonbrigði, því að hún var send í allar átt- ir — nema þangað, sem hún þráði: út í fátækrahverfin. Hún þótti of ung, það var vandfengið pláss o. s. frv. Loksins komst hún þó til Tóien og er búin að.starfa þar í 6 ár. Er mjer sagt, ao hún hafi átt talsverðan arf, þegar hún kom til Tóien - - en nú er hún fyrir löngu búin að gefa hvern eyri til þeirra fátæku — nú eru fáir í söfnuðinum fátækari að veraldar- auði en hún, en hún er líka e. t. v. auðug- ust allra að hinum himneska auði. »Jeg hefi upplifað margt hjer,« segir hún, »mik- il vonbrigði og marga sigra. Jeg hefi sjeð örvæntinguna sundurmerja menn - og kraftinn frá hæðum umskapa þá. Jeg hefi sjeð stóra, stælta karlmenn fleygja sjer á gólfið með örvæntingarópi, sjeð kaldan angistarsvitan streyma af andliti þeirra og líkamann titra — það er bráð Bakk- usar, sem þarna liggur! Jeg hefi sjeð þá fleygja sjer upp í rúmið með því heiti: .jeg skal ekki út. Þeir hafa reynt að lialda sjer í rúminu — en allt árangurslaust. Þeir urðu að fara á fætur um hánótt, út í frost og kulda, jafnvel hríð, tii að fá sjer staup hjá næsta leynisala (það er nóg til af þeim). Lengra og lengra — dýpra og dýpra — þeir eru Jyrælar syndarinnar - það sjá þeir nú. Og jeg hefi sjeð það hjer svo undursamlega skýrt, að það er aðeins eitt meðal, sem aldrei bregst, ekki einu sinni þeim, sem dýpst er sokkinn. Það er k r o s si n n!« p. t. Osló, í nóv. 1933. Valgeir Skagfjörð. Um kirkjubyggingar. Eftir Gisla Sveinsson, sýslumann. [Erindi um þetta efni var flutt á fundi presta og sóknar- nefnda, sem haldinn var í livík 7.—9. nóv. s. 1. Sama flult í út- varpið skömmu síðar.] Allstaðar þar sem trúarbrögð eru viðlýði, og það má segja, að þau sjeu hvarvetna í einhverri mynd og hafi um óratíma verið með öllum þjóðflokkum, að m. k. svo lengi sem vjer höfum sagnir af, — hefir fólk- ið valið sjer ákveðna staði til að hafa guðsdýrkunina um hönd. Eyr meir, þeg- ar menn ólu aldur sinn mest undir beru lofti (nema að næturþeli), og' nokkrir þjóð- flokkar eru enn á því stigi, voru staðir þessir að sjálfsögðu úti, en alla jafna í ein- hverju skjóli, og fljótt virðist það svæði hafa orðið afmarkað, enda fylgdi því bæði bann og helgi, svo sem nú má eðlilegt þykja. Og' frá afmörkuðu svæði var bein braut til þess að byggja yfir staðinn, gera þar með mannahöndum meira skjól, meira hlje, meiri vörn, — sem, þegar'menn kom- ust upp á og' vöndust við að búa til kofa og hús, til viðvarandi íveru, leiddi til hús- byggingar fyrir guðdóm eða goð, fyrir guðsdýrkun, guðsþjónustu, sem þá gat farið fram, hvenær sem ákvarðað var og hvernig sem viðraði. Vjer könnumst við, að þessi hús hafa á vora tungu verið kölluð liof í heiðni, musteri með ýmsurn öðrum þjóðum ókristn- um og kirkjur meðal kristinna manna; og' tilsvarandi heiti á öðrum málum. Um all- ar kirkjur notum vjer þó iðulega guðshús- heitið.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.