Bjarmi - 01.12.1962, Page 4
4 BJARMI
' \\'
JÓL FÁTÆKLINGSINS
!«
SAGA EFTIR EINAR BERG
*■"' Hk
með grísinn. — Hann dafnaði
ágætlega og var orðinn vel feitur.
Ætlunin var að hafa hann til jól-
anna. En einn morguninn komu
þau að honum dauðum og stirðn-
uðum. Og þegar bóndinn á búgarð-
inum krafðist þess, að
dýralæknirinn yrði sótt-
ur til þess að athuga,
hvort hér væri um svína-
fár eða annan smitandi
sjúkdóm að ræða, — já, þá fór síð-
asti tíu ki’ónu seðillinn, samtímis
því, að dýralæknirinn skipaði þeim
að grafa grísinn tryggilega nógu
djúpt.
Þannig misstu þau af öllum þess-
um yndislega mat, sem þau höfðu
hugsað sér að færði þeim nokkrar
krónur til heimilishaldsins og setti
hátíðarblæ á matborðið fyrstu
jóladagana.
„Veslings, litli anginn minn!“,
sagði Karen og tók hvítvoðunginn
sinn upp úr vöggunni og lagði
hann að brjósti sér. „Þú komst inn
í erfiðan heim og á óhentugasta
tíma. En það er ekki þín sök. Hefði
Hans lifað og haldið áfram eins og
hann var byrjaður, hefði velmegun
ríkt hér á Mörk. Honum var ekki
leyft það. Og þá verðum við að
trúa því, að sá sem tók fyrirvinn-
una hafi einnig ráð og leiðir að
sjá um það, að við sem eftir erum,
getum bjargazt. — Æ, hve þú bít-
ur mömmu þina, anginn litli! —
Æ-já, þú ert ekki sá eini, sem er
tillitslaus í baráttunni fyrir fæð-
unni, og þú notar þér bjargræði
þitt á bezta hátt. En þegar mamma
fær lítinn mat, þá verður heldur
lítið handa þér líka,“ sagði Karen
og vaggaði hvítvoðungnum, unz
hann sofnaði.
Ólafur og Knútui’, sem voru sex
og átta ára, ’komu þjótandi inn í
herbergið og drógu lítið grenitré
á eftir sér. — „Sjáðu, mamma! Er
Æ-nei, það yrðu sjálfsagt engin
önnur ráð. Það væri sjálfsagt að-
eins ósvifni og falskur hroki að
vilja ekki fara til fátækrafulltrú-
ans, þegar eymdin varð jafnmikil
og hjá henni. I dag var aðfanga-
dagur, og allur matarforði hennar
var aðeins kartöflur, sjö eða átta
saltsíldir og eimi hnefi af bygg-
mjöli. Bæði hún og börnin voru í
þann veginn að verða nærfatalaus.
Já, hefði það ekki verið annað
en það að fara og segja, að það
vantaði þetta eða þetta margar
krónur. Það nægði sjálfsagt ekki.
Fátækrafulltrúinn var vanur að
rannsaka og spyrja um alla hluti
— um hvers konar nærföt hún
þyrfti helzt, og hvort hún kæmist
ekki af með það, sem hún ætti, að
minnsta kosti um sinn. Já, það lá
við, að það yrði að sýna honum
tötrana. að því er sagt var. Hann
vildi sjá staðreyndirnar með eigin
augum, áður en hann færi að láta
af höndum nokkuð af hinum dýr-
mæta mammon skattgreiðenda.
Æ-nei, leið fátækrastyrksins var
ekki auðveld. — Fátæktin sjálf var
ekki það versta; það var unnt að
bera hana með virðingu og sóma.
En það, að fátæklingur mætti ekki
hafa sjálfsvirðingu, var verra. Og
að þurfa að leggja mestu leyndar-
mál og viðkvæmustu hluti einka-
lífsins fram í dagsins Ijós fyrh’
hvaða þrjót sem væri, það var
verst.
Ef þetta hefði ekki komið fyrir
það ekki fallegt! Sjáðu, hve grein-
arnar eru jafnar á því! Við urðum
líka að fara alla leið upp undir
hjalla til þess að ná þvi.“
„Þú verður að fara að búa þig
og fara til kaupmannsins, mamma.
Sérðu ekki, að klukkan er orðin
ellefu? — Og klukkan sex verðum
við að fara að ganga í kringum
jólatréð, það veiztu.“
Karen strauk litlu drengjunum
um hárið og reyndi að vera glað-
leg á svip, en þegar hún hálfri
stundu síðar fór út úr kofa sinum
á leið til kaupmannsins, rann hvert
tárið á fætur öðru niður kinnar
hennar.
Það var margt inni í verzlun-
inni hjá Andrési í Nesi. Afgreiðslu-
fólkið þaut frá einni skúffunni í
aðra, pokar voru fylltir, starfs-
mennirnir mældu og vógu — og
eftir það tóku viðskiptamennirnir
gætilega og rólega við bögglunum
og settu. þá í kistur eða bakpoka,
greiddu fyrir og fóru. Fyrir hvern,
sem fór, komu tveir aðrir — og
Karen fékk aldrei tækifæri til þess
að tala við Andrés kaupmann, sem
sjálfur vann að afgreiðslustörfum
í dag.
Eina von Karenar var að fá eitt-
hvað láuiað. Hún reikaði fram með
búðarborðinu og virti fyrir sér það,
sem var til sýnis, en þegar röðin
kom að henni og afgreiðslumaður-
inn sagði: „Hvað var það fyrir yð-
ur?“ hörfaði hún undan.
Tíminn leið. Klukkan var orðin
þrjú, og enn stóð Karen frá Mörk
í verzluninni. Æ-nei, þetta var víst
alveg vonlaust. Það var eins og
Andrés kaupmaður forðaðist hana
með vilja. Hann vissi víst, hvað
henni var á höndum. Bæn fátækl-
ingsins var sjálfsagt skráð á and-
lit hennar.
Það var orðin lífsnauðsyn fyr-
ir hana að hitta Andrés kaupmann
sjálfan. Það mátti ekki eiga sér
stað, að hún kæmi tómhent heim.
Hún yrði að fá eitthvað lánað —
ekki mikið, aðeins einhverja smá-
muni, svo að börnin hennar gætu
fundið, að það væri jólakvöld í
kvöld.
Jæja, loks var Andrés ekki upp-
tekinn. Hún smokraði sér að búð-
arborðinu og bauð góðan dag —
en lengra komst hún ekki, því þá
sagði Andrés kaupmaður:
„Nei, nú verð ég víst að skjót-
ast snöggvast inn í eldhús. Ég hef
ekki bragðað bita síðan snemma
í dag.“ Og þar með hvarf hann.
Karen langaði mest til þess að
gráta. Tárin brutust fram, brjóst-
ið herptist saman, og óskýranleg
tilfinning angistarótta varpaði
þunga og döprum blæ á allt. —
Það var þá svona langt komið, að
hún átti ekki einu sinni að fá að
bera upp spurningar sínar eins og
hver heiðarleg manneskja fékk.
Til þess að meðaumkunin sigr-
aðist ekki á viðskiptavitinu, hafði
Andrés skotizt burt. — Hvernig
var það, höfðu þau í Mörk ekki
ávallt greitt skuld sina? Var ekki
skuld eitthvað hið versta, sem þau
þekktu til? Þannig hafði því verið
varið með Hans, meðan hann lifði.
Gæti hann ekki greitt skuld sína
á tilteknum tíma, var hann blátt
áfram veikur. — Höfðu þau ekki
síðast liðið haust látið Andrés fá
hér um bil allt, sem þau fengu
fyrir svínin, til þess að nafn þeirra
hyrfi af skuldalista hans — enda
þótt þau hefðu sárlega þarfnazt
kjötsins sjálf. — Og nú hljóp hann
brott og leyfði henni ekki einu
sinni að bera fram ósk sína.
Blygðun og sært stolt nagaði og
sveið inn við hjartarætur. — Ætti
hún að fara sína leið?------Nei,
þarna kom Andrés kaupmaður
aftur. Hún ætlaði að heyra dóm-
inn, og því næst hverfa heim i von-
leysi og neyð.
Hún gekk ákveðnum skrefum
til kaupmannsins. Eins og af ótta
við að hann mundi hverfa, bar
hún erindið þegar í stað upp i
langri setningu, án þess að draga
andann.
Andrés ræskti sig. — „Það er
alveg ógerlegt, Karen. Tímarnir
eru erfiðir, og nöfn skuldunauta
flæða inn í bókina, en peningarn-
ir koma ekki.— Fyrir hvað á ég
svo að kaupa vörurnar? Það er
erfitt að segja nei, en ég er neydd-
ur til þess.“
Karen sundlaði. Henni fannst
hún eins og í gegnum þoku sjá
allra augu beinast að sér, þegar
hún reikaði út um dyrnar. — Hún
vafði sjalið að sér og hélt af stað
heimleiðis.
Þessi mynd frá „grömlu Keykjavík" sýnir vel, hvo borgin hefur gjörbreytzt. IniÖ á
ekki síður við um lífshætti íbúanna en útUt borgarinnar. Almenn og ríkjandl fátækt
hefur vikið fyrir bættum Ufskjörum. IJó má aldrei gleymast, að maðurinn Uflr ekki
á einu saman bruuði.
Karen áttaði sig aftur við það,
að það vældi í ryðguðum vindhan-
anum uppi á kirkjuturninum. —
Jæja, hún var þá komin alla leið
að kirkjunni! Hún beygði fram
með veggnum og hélt áfram inn
í kirkjugarðinn.
Hún settist á leiði manns síns,
en minningarnar streymdu að
henni. — „Æ-já, þú losnaðir úr