Bjarmi - 01.12.1962, Qupperneq 10
1D BJARMI
Og frækornið smáa
varA feiknastórt tré
Skór small í þilinu!
Georg hreyfði sig ekki. Hann lá á knján-
um við rúmið sitt og bað. Það var einn af-
greiðslumannanna, eldri en hann, sem hafði
vaknað dálítið fyrr en venjulega að morgn-
inum. Þeir sváfu í stórum svefnsal, sem ætl-
aður var afgreiðslumönnum fyrirtækisins.
Hann skyggndist í kring um sig í hálfrökkri
salarins og uppgötvaði sér til mikillar undr-
unar, að einn lærlinganna kraup við rúmið
sitt. Hvað í ósköpunum var hér á seyði —
var hann veikur?
Hann settist upp í rúminu. Ó — það var
litli náunginn, sem var á ferðinni enn einu
sinni. Það var sjálfsagt bezt að kalla hann
aftur til veruleika þessa heims. Og þá var
bezt að framkvæma það. Hann hallaði sér
gætilega út fyrir rúmstokkinn, greip stóra,
þunga klossann sinn og sendi hann í glæsileg-
um boga í áttina til unga piltsins, sem lá á
bæn.
Undrunin óx enn meir.
Það komu engin viðbrögð frá piltinum.
Slík árás á hvern hinna ungu piltanna, sem
í svefnsalnum sváfu, hefði óumflýjanlega haft
þær afleiðingar, að rekið hefði verið upp
óskaplegt öskur og því hefðu fylgt eldheit
áflog, þar til þeim, sem fyrir móðguninni
hafði orðið, fyndist hann hafa endurgoldið
með vöxtum og vaxtavöxtum. Nú gerðist
ekkert af þessu. Georg hélt ótruflaður áfram
bæn sinni, unz hann hafði lokið henni. Því
næst kom hann með klossann til eigandans
og brosti glaðlega um leið og hann afhenti
hann.
Þetta var smá leifturmynd af George Wil-
liams, þegar hann var ungur. Síðar varð hann
forstjóri og eigandi þessa mikla vefnaðarvöx’U-
fyrirtækis í Kii’kjustræti í miðbæ Lundúna.
Samt var hann enn kunnari sem stofnandi
Kristilegs félags ungra manna — K.F.U.M.
George Williams var einn af stórmennum í
hópi kristinna leiðtoga nítjándu aldarinnar.
George var eins og margir aðrir miklir
trúarleiðtogar af bændaættum kominn. Fað:
ir hans átti smábýli uppi á heiði í Vestur-
Englandi. Vegna mikillar fjármálakreppu, er
einnig var þá eins og nú, flykktist æskan
fljótlega úr sveitunum og í námurnar, iðn-
aðarmiðstöðvarnar og stórborgirnar. Þannig
varð George einnig fljótlega að halda að
heiman til þess að vinna fyrir lífsviðurværi.
Hann hóf fyrst nám sem vefnaðarvöi’ukaup-
maður í litlum bæ ekki all-langt frá heimili
sínu. Hann var mjög duglegur og hafði ótrú-
legt starfsþrek. Einkanlega voru konurnar í
bænum hrifnar af þessum unga afgreiðslu-
manni. Hann hafði svo ágætan smekk. Eng-
inn gat eins valið litasamstæður og þessi
ungi George Williams!
Hann gat samt meira. Hann gat bölvað.
Yrði hann reiður, gneistaði allt umhverfis
hann. Hann var ekkert barn lengur. Og frá-
sagnarhæfileika hans notuðu félagar hans sér
í svefnsalnum á kvöldin — því að á þeim
tímum bjuggu afgreiðslumennirnir alltaf hjá
eiganda fyrii’tækisins. Það voru ekki aðeins
fallegar sögur, sem hann sagði. Þeir höfðu
fengið glaðværan, guðlausan og blótandi ung-
ling inn í fyrirtækið.
Hann gætti sín samt, þegar forstjórinn var
nálægt. Hann var starfandi, kristinn maður.
f ráðningarsamningnum stóð, að allir starfs-
mennirnir yrðu að fara með forstjói’anum í
kirkju á hverjum sunnudegi!
Það var reglulegt leiðindaveður sunnudags-
kvöld eitt veturinn 1837.
Regnið buldi á aðalgötu litla bæjarins, og
gasljóskerin vörpuðu flöktandi daufri skímu
út í myrkrið. George hafði vafið frakkanum
vel utan um sig og brauzt hægt móti veðrinu.
inu.
Hann var á leið til kirkjunnar. Þannig
hafði það verið að undanföi’nu. Hann fór
alltaf í kirkju. Og nú var það af fúsum vilja.
Og 16 ára piltur fer ekki af fúsum vilja
tvisvar hvei’n sunnudag í kii'kju, ef honum
er það ekki qinhver alvara. George var það
líka sannarleg alvara. Hann hafði átt í bar-
áttu og hugarstríði í nokkra mánuði. Hann
hafði verið að leita svars við mörgum spurn-
ingum.
Presturinn í kii’kjunni var enginn vinsæll
hávaðaprestur. — Hann hafði enga sérstaka
ræðumannshæfileika. Hann var hljóðlátur og
hógvær prestur. Hann hét James Evans.
Nafn hans hefði áreiðanlega fljótt fallið í
gleymsku, ef hann hefði ekki verið það vex’k-
færi Guðs, sem hjálpaði George Williams til
trúar.
Dyrnar opnuðust við og við og þá skauzt
svolítil ljósskíma út í myi’krið fyrir utan.
Það voru fáir þetta kvöld. George hristi rign-
“inguna af hattinum og kápunni frammi í for-
stofunni. Eins og venjulega settist hann á
einn af öftustu bekkjunum.
Svo hófst samkoman. Presturinn talaði í
hljóðlátri alvöru um vegina tvo, sem liggja
um þetta lif. Annar liggur niður á við, og
hann er vel lagður og malbikaður. Hinn leit-
ar upp á við. Sá vegur er mjór. En hann er
eina leiðin, sem liggur alla leið til Guðs.
George fór að spyrja sjálfan sig, hvorn
veginn hann gengi. Hann gekk á þeim vegi,
sem lá niður á við. Hann hafði ekki hreint
hjarta, ekki hreinar hendur. Hann átti ekk-
ert annað skilið en glötun. Þá spurði prest-
urinn: Get ég komizt af veginum, sem liggur
niður á við?
Ögerlegt — sagði George við sjálfan sig.
Ég hef festst á honum.
Presturinn hélt áfram að segja frá því
hjálpræði, sem Guð hefði gefið mönnunum
í Jesú Kristi.
George vissi það allt fyrir. Það var alls
ekkert nýtt, sem presturinn var að segja.
Hann vissi þetta allt mætavel. Og þrátt fyrir
það — hann vissi það í í’auninni ekki. Og
Geoi’ge hlustaði allt í einu á gjörsamlega
nýjan hátt. Vér eigum að játa fyrir Jesú allt,
sem gjöi’zt hefur í lífi voru — sagði prestui’-
inn. Vér eigum að segja honum frá því, að
oss takist ekki að biðja. Vér eigum að leggja
hugsanir vorar, orð og gjörðir augljóslega og
opinskátt fi’am fyrir Guð. Þá fyrirgefur Guð
oss allt fyrir sakir Jesú. Og þá verður oss
lyft yfir á vegirm, sem liggur upp á við. Þar
veitir Guð oss dag hvern nýjan kraft til bai’-
áttunnar.
Þetta kvöld í kirkjunni varð hin heilaga
ákvöi’ðunarstund í ævi George Williams.
Þegar hann hljóp heim á leið eftir sam-
komuna, hafði hann stoi’minn í bakið. Mai’g-
ar einkennilegar tilfinningar og hugsanir
bjuggu inni’a með honum. Hann lokaði sig
inni í verzluninni. Þar gat hann fengið að
vera aleinn. Og bak við afgreiðsluborðið
beygði George kné. Hann ætlaði að biðja Guð.
Það var engin ólga í honum. Engar ólgandi
tilfinningar, sem knúðu hann á kné. Ekkert
tár rann. Hann furðaði sig á þessu. Þetta var
sterkur, hugsandi ungur piltur, sem í fyrsta
sinni tók við trúnni sem gjöf og opnaði hjarta
sitt fyrir Guði.
Seinna fór hann til Lundúna. 1 fyrii’tæk-
inu, sem hann þar vann við, voru 140 af-
greiðslumenn. Þ>að leið á löngu, áður en hann
hitti kristinn vin þar. Þeir félagarnir tveir
hittust hvern dag í matai’hléinu. Þeir báðu
saman. Og þá gerðust undarlegir hlutir í
fýrii’tækinu.
Það var ekki laust við, að margir væru
forvitnir að fá að vita, hvað piltarnir tveir
væru að gera inni í litla hei’berginú, sem
þeir höfðu fengið leyfi til þess að hafa einir
út af fyrir sig hálfa klukkustund fyrri hluta
hvers dags. Sem greiðslu fyrir herbergið urðu
þeir að þvo og taka til í herberginu fyrir þá,
sem höfðu það! Væru þeir spurðir, hvað þeir
væi’u eiginlega að gera, svöi’uðu þeir: Við
höfðum bænasamkomu. Það var alveg óþekkt
hugtak hjá flestum félaganna. Þeir höfðu
flestir fyrir löngu hætt að biðja. En þegar
á leið tóku margir að hugsa um Guð. Þeir
báðu um það að mega taka þátt í bænasam-
komunum. Og fljótlega varð herbex'gið allt
of lítið.
Guð var tekinn að svai’a bænunum.
Þetta var lítil byi’jun. En hún varð upp-
hafið að einu af ævintýi’unum í Guðs ríki.
Þessi litli hópur manna í Lundúnum urðu
upphaf að hinni miklu hreyfingu, sem bi’eiðzt
hefur um allan heim og alþekkt er undir
nafninu K.F.U.M.
MAÐUR ÚTBYRÐIS
Framh. af 2. síðu:
í hugarlund það andartak en að
lýsa því. Ég mun aldrei gleyma því,
þegar ég hafði drenginn aftur í
faðmi mér og sagði:
„Jæja, drengur minn, nú gef-
urðu Guði sjálfsagt hjarta þitt fyr-
ir fullt og allt!“
„Já, pabbi. Já!“ hrópaði hann.
Tárin streymdu niður kinnar
okkar beggja. Ég veit, að fyrir
Guðs náð og aðstoð mun hann
geta haldið það heit, sem hann gaf
Guði á þessari alvarlegu og ógleym-
anlegu stund.
Nú vildi ég ekki fyrir nokkurn
hlut vera án þess að hafa lifað
þessar ægilegu stundir! Ég fékk
ekki aðeins drenginn minn aftur,
heldur hefur hann öll þessi ár ver-
ið til einskærrar ánægju foreldr-
um sínum.
Við sigldum alla nóttina og
sunnudaginn eftir fyrir ágætum
byr, og komum aðfaranótt mánu-
dags inn í lognsvæði.
Moi’guninn eftir kom einn af
skipverjum inn til mín og spurði,
hvort þeir mættu reyna að veiða
hákarl, því að nú væi’u nokkrar
vænar ,,mannætur“ að hringsóla
um skipið.
Þeir fengu leyfi til þess að veiða.
Allir skipvei’jar voru á þilfari. Það
var eins og alltaf talsverður við-
burður, þegar farið var á hákarla-
veiðar. Hákarlskróknum var vai’p-
að fyrir borð með fleskbita á.
Það leið ekki á löngu, að pilt-
arnir höfðu dregið tvo stóra há-
kai’la á þilfar. En þar, með var
veiðunum lokið. Margir hákarlar
syntu fram með skipshliðinni, en
ég kærði mig ekki um að fá þá
um boi’ð í skipið, því að það er
óskaplegur sóðaskapur, sem fylgir
því að gera að þessum skepnum
á þilfari.
Við stóðum allir umhverfis
dauðu hákai’lana. Sonur minn
einnig. Hann hafði alveg náð sér
eftir atburði laugardagsins. Mat-
sveinninn stjórnaði aðgerðinni á
öði’um hákax’linum, og þegar hann
risti hann til þess að ná lifrinni,
lenti hann m. a. á stói’um bita úr
í-eyktu fleski, síðubita.
Hann stóð hugsandi dálitla stund
og virti það fyrir sér. Því næst
sagði hann.
„Þessu henti ég útbyrðis síðdeg-
is á laugardag, rétt áður en sonur
skipstjórans datt úrbyrðis!“
Guð hafði þá á þennan hátt
dregið athygli hákai’lsins frá
di'engnum mínum.