Bjarmi - 01.12.1962, Page 11
BJARMI 11
Kristján A. Stefánsson:
Eg trúi upprisu
Það eru margir, sem leggja rang-
an skilning inn í orð Páls postula,
er hann ritar um þetta efni, upp-
risu holdsins. En orð postulans
eru þessi: „En það segi ég, bræð-
ur, að hold og blóð getur eigi erft
Guðsríki, eigi erfir .heldur hið
forgengilega óforgengileikann.“
I. Kor. 15, 50.
Hér er ekki postulinn að neita
upprisu holdsins, heldur þvert á
móti, þó að nokkrir trúvillingar
meini það, allra helzt þeir, sem
neita upprisu holdsins, halda fram
nokkurs konar sálarlegri upprisu
eftir dauðann (2. Tim. 2, 18). En
Páll postuli segir: „Ef dauðir rísa
ekki upp, er Kristur ekki uppris-
inn.“ Það er vitanlegt, að Kristur
reis upp líkamlega, en þó í dýrð
og vegsemd. Hann gjörði sitt hold
og blóð dýrlegt, lifandi og vegsam-
legt i upprisunni frá dauðum, og
sannaði þar með guðdóm sinn og
sigur yfir dauða og öllu óvinarins
veldi og að vér eigum upp að risa
við endurkomu Jesú í dýrð. Páll
postuli segir: „En nú er Kristur
upprisinn frá dauðum sem frum-
gróði þeirra, sem sofnaðir eru.“
I. Kor. 15.16. 20.
En hver er þá meining postul-
ans, er hann segir, að hold og blóð
erfi ekki Guðsríki, ekki heldur hið
forgengilega óforgengileikann. Efa-
laust þetta, að þegar dauðir rísa
upp, munu þeir ekki úpp rísa í
þeirri mynd, sem vér erum í nú,
eða með því eðli og einkennum,
sem vor jarðneski líkami hefur til
að bera. Þannig erfir maðurinn
ekki Guðsríkið né hið forgengilega
óforgengileikann.
Ég get ímyndað mér, að nokkr-
r-----—----------------------------
Itéttui* adili
Einu sinni var fátœkur drengur í
Engiandi, sein langaði mjög- til þess
að sjá konunginn. I*a3 var ekki auð-
velt fyrir litinn dreng að fá það.
Hann reyndi aftur og aftur, en hvert
sinn, sem liaim reyndi, komu þjónar
með gyllta lmappa og gylltar snúrur
og ráku hann brott aftur. Fátæki
drengurinn gafst samt ekki upp. Hann
vildl sjá konunginn.
Svo var það dag nokkum, að farið
hafði á sama veg' og svo margoft áður.
Þjónninn var í þaim veginn að reka
haim út úr hallargarðinum ... þá gerð-
ist dálítið ehikennilegt. TJngur, glæsi-
lega klæddur maður kom gangandi.
Hann sagði við þjóninn: „Eáttu mig
sjá um þetta.“
I»ví næst spurði hann fátæka dreng-
inn, hvers haim óskaði. Hami skýrði
fljótlega frá því. Haim langaði til þess
að sjá konunginn.
„Ég skal sjá um það,“ sagði mnður-
inn vingjarnlega. I’ví næst tók liaim
fátæka drenginn við hönd sór, og þeir
fóru inn í höllina.
3>ar sá drengurhm hluti, sem hann
hafði ekki dreymt um áður. Hver sal-
urimi öðrum glæsilegri. En áfram
héldu þeir. Eoks knúði maðurinn dyra.
Þar fyrir innan sat kommgurinn. Heit-
asta ósk fátæka drengsins rættist.
Hann fékk meira að segja að rasða við
konung landsins. Og því liefur hann
sjálfsagt aldrei gleymt.
I»að ætti að vera auðvelt að gizka
upp á, hver ungi maðurhm var, sem
leiddi liann til konungsms? Það var
prinsinn, sonur konungsins. Þess
vegna fór allt svona vel.
Þessi saga hefur verið notuð til þess
að skýra það, sem fagnaðarerindið
boðar. Guð gaf oss Jesúm, einkason
shui, til þess að liami skyldi leiða oss
til Guðs og til hhnins. Því að vér er-
um öll fátæklingar. Vér getum ekki
kornizt hm í hhnininn fyrir eigin til-
verknað. Svo kom Jesús, sonur Guðs.
Hann varð frelsari vor og friðþægði
fyrir syndir vorar. Vér eigum aðeins
að trúa á liann. Þá hljótum vér fyrir-
gefningu syndanna og frið.
V.---------------------------------J
ir í Korintusöfnuðinum hafi hugs-
að sér upprisuna á efsta degi þann-
ig. En postulinn leiðréttir þann
misskilning með þessum orðum:
„Sjá, ég segi yður leyndardóm:
Vér munum ekki allir sofna, en
allir munum vér umbreytast í einni
svipan, á einu augabragði, við hinn
síðasta lúður, því lúðurinn mun
gjalla, og hinir dauðu munu upp
risa óforgengilegir, og vér mun-
um umbreytast. Því að þetta hið
forgengilega á að íklæðast ófor-
gengileikanum og þetta hið dauð-
lega að iklæðast ódauðleikanum.
En þegar þetta hið forgengilega
hefur íklæðzt óforgengileikanum
og þettá hið dauðlega hefur íklæðzt
ódauðleikanum, þá mun rætast orð
það, sem ritað er: Dauðinn er
uppsvelgdur í sigur.“ 1. Kor. 15.
Samkvæmt orðum postulans
eiga líkamir vorir í upprisunni að
verða líkir Jesú Krists dýrlegum
líkama, ef vér hér og nú lifum í
samfélagi við Jesúm, og í samfé-
lagi við hann öðlumst hlutdeild í
upprisudýrð hans og krafti, sem
er vor fyrri upprisa, upprisa í Heil-
ögum Anda, fyrir trúna á Krist
Jesúm, Drottin vorn. Kól. 2,12.
Lofaður sé Guð og faðir Drott-
ins vors Jesú Krists, sem eftir mik-
illi miskunn sinni hefur endurfætt
oss til lifandi vonar fyrir upprisu
Jesú Krists frá dauðum, til ófor-
gengilegrar og flekklausrar og
ófölnandi arfleifðar, sem yður er
geymd á himnum, — yður sem
með krafti Guðs eruð fyrir trúna
varðveittir, til þess að þér getið
öðlazt hjálpræðið, sem er þess al-
búið að opinberast á síðasta tima.
i: Pét. 1. 3—5. Þetta er hin fyrri
upprisa, og þeir, sem eiga hlut-
deild í henni, eru sælir og þeim
mun hinn annar dauði ekki granda,
ef þeir standa stöðugir í hinu sæla
samfélagi við Krist. En Guð er
þess megnugur að varðveita yður
frá hrösun og láta yður koma fram
fyrir dýrð sína, lýtalausa í fögn-
uði. Júd. 1, 24—25.
Upprís mitt hjarta! með elsku og
trú, upprisnum fagnandi þínum
Jesú. Upprisan fyrsta þér er gefin
nú, Upprisu lífsins senn fær þú.
(Séra Kristinn sál. Jóhannesson).
Hin síðari upprisa, er upprisa
líkamans, upprisa lífsins á efsta
degi, þá er Jesús kemur með engl-
um máttar síns í logandi eldi og
lætur hegningu koma yfir þá, sem
ekki þekkja Guð og ekki hlýða
fagnaðarerindinu um Drottin vorn
Jesúm Krist. 2. Þess. 1, 6—10. Jes-
ús sagði: Sá, sem etur mitt hold og
drekkur mitt blóð hefur eilíft lif
og eg mun uppvekja hann á efsta
degi. Jóh. 6.
En þannig er varið upprisu
dauðra: Sáð er forgengilegum lík-
ama, en upprís óforgengilegur, sáð
er óásjáanlegum líkama en upprís
vegsamlegur, sáð er veikum lík-
ama, en upprís máttugur líkami,
náttúrlegum líkama er niður sáð,
en upprís andlegur líkami. l.Kor.15.
Þessi postullegu og spámannlegu
orð eru misnotuð af mörgum prest-
um við jarðarfarir, því að þau
heyra framtíðinni til og aðeins
þeim, sem sofnaðir eru í trú á Krist
og er lifa dýrlega endurkomu Jesú
Krists til dóms á efsta degi, er
skepnan verður leyst úr ánauð for-
gengilegleikans til dýrðar frelsis
Guðs barna, því að vér vitum, að
öll skepnan stynur líka og hefur
fæðingarhríðir allt til þessa. En
ekki einungis hún, heldur og vér,
sem höfum frumgróða Andans,
jafnvel vér stynjum með sjálfum
oss, bíðandi eftir sonar-kosning-
unni, endurlausn líkama vors. Róm.
8, 21—23. Því föðurland vort er á
himnum og frá himni væntum vér
frelsara, Drottins Jesú Krists,
hans, sem mun breyta lægingar
líkama vorum í sömu mynd og
dýrðarlíkami hans hefur. Filipp. 3,
20—21.
Þetta eru þeir, sem hafa hér í
lifi fengið fyrirgefningu synda
sinna í blóði endurlausnarinnar,
sem er í Jesú Kristi, Guðs ein-
getnum syni.
En Jesús talar um aðra upprisu,
upprisu dómsins, sem fer fram fyr-
ir hinu mikla hvíta hásæti á himn-
um í endalok þessa heims. Verður
sú upprisa gagnstæð upprisu hinna
réttlátu, sem í Drottni eru dánir,
því svo er skrifað af spámanni
Guðs.
Og margir þeirra, sem sofa í
dufti jarðarinnar, munu uppvakna,
sumir til eilífs lifs, sumir til smán-
ar, til eilífrar andstyggðar. Dan.
12, 2. Þetta er í samræmi við það,
sem Jesús segir: Undrizt ekki þetta,
því sú kemur stund, er allir þeir,
sem í gröfunum eru, munu heyra
raust hans (mannssonarins) og
þeir munu ganga út, þeir sem gott
hafa gjört til upprisu lífsins, en
þeir sem illt hafa aðhafzt, til upp-
risu dómsins. Jóh. 5, 28.
Eg trúi því eins og Páll postuli,
að upp muni rísa bæði vondir
menn og góðir, þess vegna æfi ég
sjálfan mig í því að hafa góða
samvizku bæði fyrir Guði og
mönnum. 1 Helgakveri er sagt:
Þótt líkaminn deyi og verði að
moldu, verður hann eigi að engu,
heldur á hann fyrir höndum að
rísa upp aftur og samtengjast sál-
unni, og verður þá ódauðlegur.
Bæði guðhræddir og óguðlegir rfsa
upp aftur.
Þess vegna er það rétt við jarð-
arfarir, að prestur segi, er hann
kastar rekum yfir hinn látna: Af
jörðu ertu kominn. Að jörðu skaltu
aftur verða. Af jörðu skaltu aft-
ur upp rísa.
Upprisa líkamans fer fram við
endalok þessa heims á dómsdegi.
Sá dagur er og kallaður síðasti eða
efsti dagur og dagur Drottins. Eng-
inn maður veit, hvenær hann muni
koma. H. H. Sjá Job. 14,12. Jóh.
6, 24.
En þér eruð ekki holdsins menn,
heldur Andans menn, svo framar-
lega sem Andi Guðs býr í yður.
En hafi einhver ekki Anda Krists,
þá er sá ekki hans. En ef Kristur
er í yður, þá er líkaminn að sönnu
dauður vegna syndarinnar, en and-
inn líf vegna réttlætisins. En ef
Andi hans, sem vakti Jesúm frá
dauðum, býr í yður, þá mun hann,
sem vakti Krist Jesúm frá dauð-
um, og gjöra lifandi dauðlega lík-
ami yðar fyrir þann Anda hans,
sem býr í yður. Róm. 8, 9.11.
Ekki viljum vér bræður, láta
yður vera ókunnugt um þá, sem
sofnaðir eru, til þess að þér séuð
ekki hryggir eins og hinir, sem
ekki hafa von. Því að ef vér trú-
um því, að Jesús sé dáinn og upp-
risinn, þá mun Guð sömuleiðis
fyrir Jesúm leiða ásamt honum
fram þá, sem sofnaðir eru, því það
segjum vér yður og höfum fyrir
oss orð Drottins, að vér sem lifum
og erum eftir við komu Drottins,
munum alls ekki fyrri verða en
hinir sofnuðu, því sjálfur Drottinn
mun með kalli, með höfuðengils
raust og básúnu Guðs, stiga niður
af himni, og þeir, sem dánir eru
í trú á Krist, munu fyrst upprísa,
síðan munum vér, sem lifum, sem
eftir erum, verða ásamt þeim hrifn-
ir burt í skýjum til fundar við
Drottin í loftinu, og síðan munum
vér vera með Drottni alla tíma.
Huggið því hver annan með þess-
um orðum. 1. Þess. 4, 13—18.
Hveiti korn þekktu þitt,
þá upprís holdið mitt.
1 byndini barna þinna
blessun láttu mig finna. (H.P.)
En sjálfur friðarins Guð helgi
yður algjörlega, og gjörvallur andi
yðar, sál og líkami varðveitist
-ólastanlega við komu Drottins vors
Jesú Krists. Trúr er sá, er yður
kallar, og hann mun koma þessu
til leiðar. 1. Þess. 5, 23—24. Hon-
um sé dýrðin bæði nú og til eilífð-
ar dags. Amen.
Kristján Á. Stefánsson
frá Bolungarvik.
LAMMITTA
Framb. af 7. siðu:
dikari í Konsó. Hann er boðberi
fagnaðarboðskaparins meðal þjóð-
ar sinnar. Og hann hefur í sann-
leika vaxið í náð og þekkingu á
Kristi. Hann er lifandi og brenn-
andi í áhuganum. Hann hefur feng-
ið að reyna náð Guðs og mátt hans
í sínu eigin lífi og hann getur ekki
þagað um þá undursamlegu hluti,
sem Drottinn hefur gert fyrir
hann. Og nú er konan hans og
börnin hans tvö líka innlimuð í
söfnuð Krists hér á jörð. —
„Drottinn leiddi þá út úr myrkr-
inu og niðdimmunni og braut
sundur fjötra þeirra, þeir skulu
þakka Drottni miskunn hans og
dásemdarverk.“
Margrét Hróbjartsdóttir.