Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1968, Síða 4

Bjarmi - 01.07.1968, Síða 4
Lútherska stundin í Japan Framh. af bls. 1: Fyrsta einka-útvarpsstöðin var tilbúin til starfa í sept. 1951, og þeir, sem höfðu skilning og áhuga fyrir þeim möguleikum, sem kristniboðinu opnuðust á þennan hátt, létu tækifærið ekki fara framhjá sér. Þegar 10. sept. sátu þrír menn í hraðlestinni frá Tokyo til Nagoya. Þann dag ræddu þeir við fulltrúa frá JOAR-útvarpsstöðinni um möguleika á að fá fastan út- varpstíma fyrir Lúthersku stundina. Samkomulagsumleit- anir gengu vel, og þrem dögum síðar — 13. sept. — var þessi sögulegi samningur undirritað- ur í Tokyo. Fyrsta útsendingin var ákveð- in á siðbótardaginn, 28. okt. Þann dag, kl. 12,30, gátu íbúar fjórðu stærstu borgar Japans í fyrsta skipti hlustað á fagnaðar- boðskapinn um hjálpræðið í Kristi Jesú. En þetta var aðeins upphaf starfsþróunar, sem var ævintýri líkust. Áður en tvö ár voru liðin, hafði Lútherska stundin aðgang að svo mörgum útvarpsstöðvum, að 50 miljónir manna áttu þá kost á að hlusta á hana. Þessi árangur fór fram úr djörfustu vonum, en áhuga- mennirnir létu það ekki nægja. Takmark þeirra var að ,,ná með boðskap Krists til Japana allra“. Þessum ásetningi trúir hafa leið- togar Lúthersku stundarinnar stöðugt samið við fleiri útvarps- stöðvar, og á 15 ára afmælinu sendu þeir kristna dagskrá frá 120 útvarpsstöðvum, sem dreifð- ar voru um allt landið. Fræði- lega er takmarkinu þannig náð. öll þjóðin getur hlustað á Lúth- ersku stundina, ef hún kærir sig um það. Og útvarpssendingum Lúthersku stundarinnar hefur verið tekið með einstakri at- hygli. Að lokinni fyrstu útsend- ingu svöruðu hlustendur meö 35 bréfum. Á 15 árum eru hlust- endabréfin orðin 1,5 milljónir. Árið 1953 fór fram „Gallup“- könnun, þar sem hlustendur voru spurðir, hvaða lag (tema) þeir könnuðust bezt við. Af 81.000, sem svar sendu, voru. 90%, sem nefndu „Vor Guð er borg á bjargi traust“, en það er einkennislag Lúthersku stund- arinnar. Árið 1952 fékk Lúth- erska stundin 2. verðlaun fyrir beztu dagskrá ársins. Slík við- urkenning er ekki lítil, þegar þess er gætt, að um 100 dag- skrár var að velja. Það er engum vafa bundið, að Lútherska stundin hefui unnið mikið brautryðjandi starf í Japan, starf, sem enginn getur enn sagt um, hve víðtæk áhrif kann að hafa í framtíðinni. Tala kristinna Japana er tæp 800.000, en við manntal, sem fram fór fyrir fáum árum, voru 3 millj. manna, sem gáfu upp kristin- dóm sem trúarbrögð sín. Ekki er að efa, að kristið út- varp og þá einkum Lútherska stundin, veldur mestu um þessa miklu útbreiðslu út fyrir skráða safnaðarmeðlimi. Japanskur kirkjuleiðtogi sagði nýlega, að það væri fyrst og fremst Lúth- ersku stundinni að þakka, að Biblían hefði í áraraðir verið mest selda bókin í Japan. Hið mikla tímarit „New Age“, sem yfirleitt talar af mjög mikilli gagnrýni um kristindóminn, sagði nýlega: Lútherska stundin hefur náð svo víðtækum áhrif- um á japanska þjóð, að þegar um kristindóm væri talað, kæmi mönnum ósjálfrátt Lútherska stundin í hug.“ Örðugleikar. Ekki er því þó þannig varið, að Lútherska stundin hafi allt- af haft byr í bæði segl. Margs konar erfiðleikar hafa mætt starfinu. I upphafi var tiltölu- lega auðvelt að fá senditíma leigðan. En með vaxandi vel- gengni óx kapphlaupið um að komast að. Þá fóru útvarps- stöðvarnar að hugleiða, hvaða dagskrá safnaði flestum hlust- endum, því flestar einkastöðvar byggja fjárhag sinn einkum á tekjum fyrir auglýsingar. Efnið á undan þeim þurfti að draga að sér athygli hlustenda. Næði útvarpsefnið ekki að vekja áhuga hlustenda, var erfitt að selja þessar dýrmætu mínútur auglýsinganna. Þess vegna urðu margar útvarpsstöðvar ófúsar til að sjá af hentugum útsend- ingartima fyrir kristilegan út- varpsþátt. Alvarlegir urðu erf- iðleikarnir 1953. Hlustendum Lúthersku stundarinnar fækk- aði um allt landið og 1956 náði tala þeirra lágmarki. Útvarps- stöðin Asatu í Osaka sagði upp samningum. Þetta kom sér sér- staklega illa fyrir norska kristni- bóða, sem störfuðu einmitt á bví svæði, sem þessi stöð náði til. Útvarpsstöðvarnar í Tokyo og Nagoya gáfu einnig greinilega til kynna, að ef þessi þróun héldi áfram, mundu þær einnig segja upp samningum. En þegar neyðin var stærst, var Guðs hjálp næst. Lúthersku stundinni tókst að ráða til sín kristinn sérfræðing að nafni Sekiya. Vegna 30 ára starfs- reynslu sinnar við útvarp, reyndist hann mjög vel hæfur til starfsins. Dagskrár hans drógu fljótlega að sér fleiri hlustendur en þeir höfðu nokk- urn tíma áður verið, og að nokkrum tíma liðnum fékk Lútherska stundin aftur útsend- ingartíma í Osaka. Fjárhagurinn olli þó mestum erfiðleikum. Upphaflega var hægt að fá útsendingartíma næstum endurgjaldslaust, en fljótlega urðu verðhækkanir, jafnvel svo nam 40% í einu. Það var kvíðvænlegt að þurfa að hætta vegna peningaskorts. En á undursamlegan hátt rætt- ist alltaf úr, þannig að á hverju ári var hægt að halda áfram og jafnvel auka starfið, svo að nú 4 D .1 A It M I

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.