Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.07.1968, Qupperneq 6

Bjarmi - 01.07.1968, Qupperneq 6
Sréf /m (jíáa ^LLLyá Kristniboðsstöðin í Konsó Addis Abeba 16./6. 1968. Kæru kristniboðsvinir! Það hefur dregizt meira en góðu hófi gegnir að skrifa ykk- ur bréf. Við vitum svo mæta vel, að þið bíðið eftir fréttum af starfinu, sem þið berið á bænar- örmum hvern dag. Söfnuðum fjölgar. Undanfarnir mánuðir hafa verið ákaflega viðburðaríkir. Þar ber hæst, að Barrisha Hunde var vígður prestur safnaðarins, og hefur Katrín skrifað um þá hátíðarstund. Þá er verið að skipta héraðinu í safnaðarsvæði, og er hugmyndin, að þau verði fjögur til að byrja með. Hvert svæði velur sér 3—5 öldunga og álíka marga eða heldur fleiri safnaðarþjóna. Kosningar hafa þegar farið fram á tveimur svæðum, þ. e. fyrst við ána Seg- gen, en þar eru fjögur þorp, sem sameiginlega mynda einn söfn- uð. Þorpin heita Geldeha, Kol- alta, Kawaito og Bæja. Þá er einnig lokið safnaðarmyndun i Fasha, en þar eru þorpin Arkale, Gasargjo, Gaho, Debana og Lawa. Á þessu svæði eru nokk- ur fleiri þorp, þar sem söfnuð- urinn hefur starf, en af þorps- búum eru ennþá engir skírðir. Fljótlega eftir að ný þorp bæt- ast við, er kosinn safnaðarþjónn fyrir staðinn. Á fyrrnefndum tveimur svæðum hafa safnaðar- þjónar og öldungar verið settir í embætti. Sú athöfn fór fyrst fram í Geldeha og nokkru seinna í Arkale. Þetta er ákaflega ein- föld athöfn. Barrisha ræðir fyrst Enn er það svo í Konsó, að börn- in þurfa snemma að aðstoða við dagleg störf. Litla telpan, sem er hér í miðri kofaþyrpingunni, er með stórt vatnsker á bakinu. Vatnið þarf hún að sækja langa leið. um skyldur og ábyrgð þeirra, sem valdir eru til slíkra starfa. Þeir eiga að vera fyrirmynd annarra, leiðbeina og hjálpa, þegar þess gerist þörf, og ann- ast sjúka. Þá fór fram ritning- arlestur, en að því búnu krupu hinir nývöldu öldungar og safn- aðarþjónar og Barrisha bað bæn. 1 undirbúningi er safnað- armyndun fyrir Nagulli-svæðið, en þar verða auk Nagulli God- dja og Gamále. Þriggja til fjög- urra vikna námskeið verður haldið fyrir öldunga og safnað- arþjóna, en hvenær það verður, er ekki að fullu ákveðið. Barrisha hefur undanfarnar 2 —3 vikur heimsótt allmörg þorp, þar sem skírnarnámskeið eru haldin. Hefur hann fylgzt með kennslu og spurt út úr. öldung- ar safnaðarins hafa verið í för með honum. Eftir rúmlega 3 vikur ætlar Barrisha aftur til Geldeha og Fasha, og þá verð- ur úr því skorið, hverjir hafa náð tilskildum skírnarundirbún- ingi. Sameiginlega er svo ákveð- inn skírnardagur. Eftir öllu að dæma verður um allstóran hóp að ræða. Nýjar bvggingar. f febrúar var byrjað að hafa sunnudagaskóla úti í þorpunum. Þegar starfsmenn safnaðarins koma til að sækja laun sín síð- « H J A II M I

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.