Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1968, Síða 7

Bjarmi - 01.07.1968, Síða 7
asta dag hvers mánaðar, er not- að tækifærið og hafður fundur með þeim. Ýmislegt viðvíkjandi starfinu er þá rætt, og í fundar- iok hef ég farið lauslega yfir texta þá, er nota skal komandi mánuð. Skrifa þeir niður nokk- ur meginatriði við hvern texta. Sunnudagaskólarnir hafa verið vel sóttir. Mun láta nærri, að um 900 börn sæki þá nú. Fyrir nokkru fengum við byggingamann frá Gidole. Da- er ordin eins diko heitir hann og hefur hjálp- að okkur áður. Ráðgert er,. að hann byggi 5 heimavistarhús að stærð 12.30X4.50. Áður en hann kom, hafði Gomatjo og annar með honum hlaðið grunnmúr að þremur húsum, og okkar fyrsta verk eftir að Dadiko kom var að steypa gólfplötur þess- ara húsa. Gomatjo hleður grunn- múr þeirra tveggja, sem eftir eru. 1 rigningartímanum hafa verið búnir til um 5 þúsund hol- steinar og vantar um 1 þúsund til viðbótar, svo nægi fyrir öil húsin. Hurðir, gluggar, báru- járn, sement og annað, sem til þarf, hefur allt verið flutt frá Addis Abeba. Siðustu innkaup- in hef ég nýlokið við, og vinur okkar Longo er á leið til Konsó með 11 tonn af vörum. Vonandi tekst að ljúka þessum bygging- um í október. Eitt húsið ætlum við að nota fyrir tvær kennslu- stofur, — gamli skólinn er vart nothæfur lengur og verður rif- inn í haust. og lítid þorp Kirkjubygging í Konsó. Norðmenn eru nú að byggja kirkjur á tveimur stöðum, Gata og Agere Selam. Má búast við, að teikning kirkjunnar verði ,,standard-teikning“ fyrir kristniboðssvæðið, enda er um látlausa og fallega byggingu að ræða. Til gamans sendi ég ljós- mynd af teikningunni. Verst er, hvað byggingarkostnaður er hár, en búast má við, að slíkt kirkjuhús byggt í Konsó muni kosta um Eþ. $ 30 þúsund, eða ísl. kr. 6—700 þúsund. Nú er mér fyllilega Jjóst, að heima á gamla Fróni eru erfiðir tímar fjárhagslega séð og varla sann- gjarnt að ætlast til meira af ykkur, kæru kristniboðsvinir. -----------------------------X Myndirnar: Á mynd í fyrsta dálki er verið að taka Konsóbarni gröf. Hún er höfð örmjó og líkinu síðan troðið nið- ur þröng göngin og eins langt og unnt er. — t öðr- um dálki: Einn af þeim, sem viðstaddir voru jarð- arförina. Andlitssvipurinn ber vott spurninganna, er á leita. Er öllu lokið með gröfinni? Hvað tekur þá við? — íslenzkir vottar hafa flutt þeim fagnaðar- erindið um sigur Krists yfir gröf og dauða og eilíft líf í lionum. ^_____________________________J En ég get ómögulega neitað mér um að segja eins og er: Gaman væri að geta reist fall- ega kirkju á stöðinni okkar, sem senn lítur út eins og lítið þorp. Þá get ég bætt því við, að ekki er óhugsandi, að við getum fengið norskan byggingarmann til að annast verkið, ef af verð- ur. Hann fer bráðlega til Agere Mariam og mun annast bygg- ingu nýs barnaheimilis og sjúkraskýlis, og gerir ráð fyrir að vera þar í tæpt ár. Að þessu verki loknu getur vel komið til greina, að hann kæmi til Konsó, ef mögulegt væri að hefjast handa með kirkjubyggingu. Kostir þeir, sem fylgja því að fá kunnáttumann til að reisa slíkt hús, eru öJlum augljósir. Að lokum sendi ég ykkur okk- ar beztu kveðjur með Sálm. 121: ,,Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp, hjálp mín kemur frá Drottni . ..“ Ykkar einlægur, Gísli. f----------------------------- Sumhnnd íslenzkra krislniboðsfélaga Skrifstofa: Amtmannsstíg 2B - Reykjavík Símar 17536 og 13437 Pósthólf 651 Bréf og gjafir til starfs sambandsins sendist til skrifstofunnar V_____________________________y BJARMl 7

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.